Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Page 16
Vikublað 13.–15. desember 201616 Fréttir Einu eggin á neytendamarkaði með löggilda vottun Lífrænu hænurnar hjá Nesbúeggjum • Fá lífrænt fóður • Fá mikið pláss • Njóta útiveru nesbu.is NESBÚ EGG Fyrsta flóttatilraunin á Hólmsheiði n Forstöðumaður: „Hann virðist bara hafa viljað burt, drengurinn“ n Karlkyns fangar komnir í fangelsið U ngur maður situr í ein- angrun eftir að hafa leiðst vistin á Hólmsheiði. Gerði hann tilraun til að strjúka á laugardaginn en var gómaður af öryggisvörðum á milli girðinga. Formlegur fangelsis- rekstur hófst á Hólmsheiði í síðasta mánuði þegar kvennadeild fangels- isins var tekin í notkun. Þar dvelja um átta konur. DV greindi frá því að fimm hefðu verið fluttar frá fangels- inu á Akureyri á Hólmsheiði. Reyndust fyrstu dagarnir erfiðir og gagnrýndu konurnar vistina. „Við erum gjörsamlega í sjokki. Við skilj- um ekki af hverju það lá svona á að flytja okkur hingað því fangelsið virðist ekki vera tilbúið. Við erum að fara úr umhverfi þar sem komið var fram við okkur eins og manneskj- ur í það að vera eins og dýr í búri,“ sagði Berglind Fríða Steindórsdóttir, talsmaður kvennanna fimm, í sam- tali við DV. Sagði hún ýmsu ábóta- vant og nefndi sápu og dömubindi, sængurföt hafi vantað og þá hafi ýmis atriði verið í ólagi eins og virkni sturtna og vatnið hafi verið kalt. „Það eru engin vandamál hér sem ekki er búið að leysa eða eru í vinnslu. Við þurfum að fá nokkra daga til að komu öllu í gang. Starfs- menn eru að gera sitt besta í sam- vinnu við þessar ágætu konur,“ sagði Guðmundur Gíslason, for- stöðumaður fangelsisins. Nú fyrir helgi mættu fyrstu karl- kyns fangarnir á Hólmsheiði og voru þeir þrír sem voru fluttir í þetta nýja fangelsi. Ungur maður í þeim hópi virðist ekki hafa litist á þessar nýju vistarverur og reyndi að strjúka þegar hann var í úti- vist. Í kringum fangelsið eru tvær girðingar. Ungi maðurinn komst yfir þá fyrri en síðari öryggis- girðingin reyndist honum ofviða. „Hann komst ekki út af lóðinni,“ segir Guðmundur og bætir við að maðurinn sé nú í einangrun. „Þetta uppgötvaðist fljótlega og var þá maðurinn sóttur. Í öryggis- myndavél sáum við til hans á milli girðinga.“ Hvernig er tekið á því ef fangi reynir flótta? „Það er regla að setja þá sem það reyna í einangrun á meðan málið er rannsakað. Þetta var ágætis æfing og við drögum lærdóm af þessu. Auðvitað vill maður ekki að svona uppákomur eigi sér stað.“ Aðspurður hvort um hættulegan fanga hafi verið að ræða segir Guð- mundur svo ekki vera. „Hann virðist bara hafa viljað burt, drengurinn, eins og gengur með suma fanga. Ég veit ekki alveg hvað vakti fyrir honum.“ n S HELGASON - Steinsmiðja síðan 1953 Stjórnstöð á Hólmsheiði Fangaverðir sáu til mannsins með aðstoð öryggismyndavélar. Auður Ösp Guðmundsdóttir Kristjón Kormákur Guðjónsson audur@dv.is / kristjon@dv.is „Hann virðist bara hafa viljað burt, drengurinn, eins og gengur með suma fanga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.