Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Blaðsíða 26
Vikublað 13.–15. desember 201622 Sport Eina sápan sem þú þarft fyrir alla fjölskylduna og heimilið dr. bronner’s: Staðreyndir um Mkhitaryan H enrikh Mkhitaryan virðist loks vera að sýna sitt rétta andlit hjá Man­ chester United eftir erfiða fyrstu mánuði hjá félaginu sem greiddi Borussia Dort­ mund hátt í 30 milljónir punda fyrir undirskrift hans í sumar. Mkhitaryan hefur verið frábær í síðustu leikjum, loksins þegar hann fékk traustið frá Jose Mourinho sem farið hefur varlega með armenska snillinginn. Mkhitaryan skor­ aði sín fyrstu mörk fyrir United í Evrópu­ deildinni síðustu viku og gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Hér eru nokkrar staðreyndir um „Mikka“. n mikael@dv.is Fótboltafjölskylda Mkhitaryan fæddist í höfuðborg Armeníu, Yerevan, þann 21. Janúar 1989. Hann sleit þó barnsskónum í Suður-Frakklandi þar sem faðir hans, Hamlet, var at- vinnumaður í knattspyrnu. Hamlet, sem lék tvo landsleiki fyrir Armeníu, samdi við franska félagið ASOA Valence þegar Henrikh var aðeins nokkurra mánaða. Hamlet lést langt um aldur fram, aðeins 33 ára, eftir snarpa baráttu við heilaæxli. Mkhitaryan-fjölskyldan fluttist árið 1995 aftur til Yerevan. Systir Henrikhs, Monika, hefur starfað fyrir UEFA þar sem hún var meðal annars aðstoðarkona Michel Platini, fyrrverandi forseta sambandsins, og móðir hans, Marina Taschyan, er stjórnandi hjá armenska knattspyrnu- sambandinu. Draumurinn Mkhitaryan varð ungur staðráðinn í að verða knattspyrnumaður. Sem barn grátbað hann föður sinni um að fá að fara á æfingar með honum. Í Yerevan fór hann að æfa með FC Pyunik, sem er stærsta félag borgarinnar, og kom fljótt í ljós að þar fór hæfileikaríkur drengur. Stjarna í fæðingu Eftir að hafa samið við aðallið Pyunik og leikið þar þrjú tímabil, 2006–2009 höfðu útsendarar í Úkraínu veitt honum athygli. Hann gekk til liðs við FC Metalurh Donetsk. Á hans fyrsta og eina tímabili skoraði hann 14 mörk og var orðinn yngsti fyrirliði í sögu félagsins. Stórlið Shakhtar Donetsk sótti hann yfir í hinn enda borgarinnar og þar sló Mkhitaryan í gegn. Félagið vann deild og bikar í Úkraínu þrjú ár í röð og tímabil- ið 2013/14 var Mkhitaryan markahæsti maður deildarinnar með 25 mörk. Hann varð fljótt eftirsóttur. Hann fékk ofurumboðs- manninn Mino Raiola til að losna frá Shakthar og samdi við Borussia Dortmund. Í Þýskalandi lék hann við hvern sinn fingur í þrjú ár þar til Man Utd keypti hann. Stjarna í heimalandinu Mkhitaryan er líklega besti knattspyrnumaður Armeníu frá upphafi. Hann hefur sex sinnum verið kjörinn knattspyrnumaður ársins frá árinu 2009 og sópað að sér ótalmörgum öðrum verðlaun- um. Hann hefur skorað 19 mörk í 61 landsleik fyrir Armeníu. Raunsær og sveigjanlegur Þrátt fyrir að hafa sýnt klærnar við að losna frá Shakhtar, þegar forsvarsmenn félagsins vildu selja hann til Rússlands, þykir Mkhitaryan jarðbundinn, raunsær og sveigjanlegur. Það hefur verið lykillinn að upprisu hans hjá Man Utd enda ekki margar stórstjörnur sem hefðu sætt sig við að vera settir í frystinn, nýkomnir í nýtt félag. Þrátt fyrir að hafa slegið í gegn hjá Dortmund gekk hann aldrei að því sem vísum hlut að vera í byrjunarliðinu. Hann tók öðrum fram í að leggja mikið á sig við æfingar og vildi alltaf sanna sig fyrir þjálfurum sínum. Hjá Shakhtar fékk hann viðurnefnið „forseti æfingasvæðisins“ því hann bjó bókstaflega þar fremur en í íbúðinni sem félagið útvegaði honum. Átrúnaðargoðið Það þarf engan að undra að átrúnaðargoð Mkhitaryan í æsku var Zinedine Zidane, sem var aðal- maðurinn þegar hann var að alast upp í Frakklandi. „Fyrir mér var hann eins og töframaður,“ lét hann eitt sinn hafa eftir sér. Talar sex tungumál Mkhitaryan hefur búið víða um ævina og er því mikill tungumálamaður. Auk móðurmálsins talar hann frönsku, portúgölsku, ensku, rússnesku og þýsku. Henrikh Mkhitaryan Armenski snillingurinn er loks að sýna sitt rétta andlit hjá Manchester United

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.