Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Blaðsíða 8
Vikublað 13.–15. desember 20168 Fréttir s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com Ertu á leið í flug? Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu n Bókanlegt í síma eða í tölvupósti n Rúmgóð herbergi með gervihnattasjónvarpi og baði n Morgunverður er innifalinn n Þráðlaus nettenging 12% afsláttur fyrir þá sem skrá sig í Bed & Breakfast klúbbinn. Aðeins 13.900 kr. fyrir tveggja manna herbergi Stærstu bomburnar brátt bannaðar n Síðasti séns til að kaupa sér risaskottertu nú um áramótin n Þar næstu áramót verða stöðluð af ESB S kotglöðustu Íslendingar gætu fundið fyrir breytingum er snerta flugelda sem koma til framkvæmda þann 15. janúar næstkomandi, þegar aðlögunartími að gildistöku tilskip- unar Evrópusambandsins varðandi skoteldareglugerð rennur út. Þá verða allir flugeldar sem fluttir verða inn og seldir hér á landi að uppfylla kröfur um CE-stöðlun. Flugeldasalar segja ljóst að það muni hafa áhrif á hversu mikið púðurmagn megi vera í stærstu skottertunum og flugeldun- um sem selja má almenningi. Ára- mótin nú, geta því verið síðasti séns til að skjóta upp í stærstu flugeldun- um og kveðja árið með hvelli sem ekki uppfyllir kröfur CE-stöðlunar- innar. Upplýsingafulltrúi Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar, stærsta inn- flytjanda og söluaðila flugelda hér á landi, segir að boðið verði upp á annars konar vörur og að innkaupum verði hagað í samræmi við þetta. Einn eigandi flugeldasölu sem DV ræddi við, óttast að framboðið þá verði lítið annað en barnabombur og kúlublys. Söluaðilar verið á aðlögunartíma Þessar breytingar eiga sér nokkurn aðdraganda en íslenska ríkið var búið að skuldbinda sig til að innleiða til- skipun Evrópuþingsins og -ráðsins frá 2007 sem gerir meðal annars ráð fyrir að allir skoteldar skuli vera CE- samræmismerktir. Ákvörðun um inn- leiðinguna var tekin 2010 en hins vegar dróst að innleiða hana þar sem setja þurfti lagastoð í vopnalög hér á landi til að innleiða hana. Frumvarp- ið varð að lögum árið 2015 en í það sett bráðabirgðaákvæði þess efnis að framleiðendum og innflytjendum væri heimilt að aðlaga sig að reglun- um til 15. janúar 2017. Þessi áramót verður því heimilt að selja flugelda eins og Íslendingar hafa þekkt þá hingað til, en eftir það taka lögin gildi. Landsbjörg bregst við breytingum „Við höfum verið að búa okkur undir þessar breytingar og innkaupin hafa tekið mið af því,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við DV um málið. Hann segir að breytingarnar verði helst þannig að það verði annars konar vörur sem boðið verður upp á, en hann gerir minna úr áhrifum þessa en aðrir, minni flugeldasalar sem DV hefur rætt við. Flugeldasala er mikilvægasta tekjulind björgunar- sveitanna og ljóst að áhrifanna myndi gæta ef hoggið yrði í hana. „Þetta er ekkert sem við óttumst og ég veit ekki með prósentur en þetta er lítill hluti af þeim vörum sem við höfum verið með til sölu, sem þessi breyting sem tekur gildi á næsta ári snertir.“ Þorsteinn segir að Landsbjörg geri pantanir sínar yfirleitt í ársbyrj- un og innkaup næsta árs muni því miðast við það. „Þetta nær til þessara stærstu tertna sem við höfum verið að selja, en er lítill hluti.“ Barnabombur og kúlublys „Ef ég er læs þá verður ekkert leyft nema barnabombur og kúlublys eftir 15. janúar,“ segir Einar Ólafsson, eig- andi Alvöru flugelda sem flutt hafa inn og selt flugelda frá 2002. Þetta fái hann út úr því að hafa lesið staðla og reglugerðir er að þessu lúta og hann hafi fengið túlkun sína staðfesta hjá innanríkisráðuneytinu. Viðaukinn hafi heimilað skottertur allt að 25 kílóum og skothólkastærð allt að tveimur tommum, sem frá 15. janúar verði bannað. „Þetta nær yfir stærstu terturnar hjá mér, sem er verulegur hluti af sölunni,“ segir Einar. Flokkun á flugeldum skiptir upp í fjóra höfuðflokka þar sem fyrsti flokkur eru skoteldar sem skapa litla hættu og eru án aldurstakmark- ana og má nota innanhúss og allan ársins hring. Flokkur tvö eru flugeld- ar ætlaðir til notkunar utandyra á af- mörkuðu svæði en skapa litla hættu. Í þriðja flokk falla flugeldar sem nota ber á opnum svæðu, skapa nokkra hættu og má eingöngu nota utandyra. Á meðan fjórði flokkur er ekki ætlaður til sölu til almennings og flugelda sem þar falla undir má að- eins nota í umsjá sérfræðinga á sviði skotelda. Samkvæmt túlkun flug- eldasala sem DV hefur rætt við munu stærstu terturnar eftir breytinguna nú falla undir fjórða flokk og því ekki ætlaðar til almennrar sölu. Spurning um öryggiskröfur Neytendastofa er eftirlitsaðili sam- kvæmt lögum en Tryggvi Axelsson, forstjóri stofnunarinnar, segir í sam- tali við DV að honum sé ekki kunn- ugt um að verulegar breytingar séu að verða þarna á. Raunar vill hann snúa spurningunni við og spyrja hvaða vörur það séu sem menn vilja selja sem hafi verið svo langt um- fram þessa staðla sem kveðið er á um í reglugerðinni. „Framleiðendur bera ábyrgð á að framleiðsla sé í samræmi við þessa staðla. Það var töluvert um CE- merkingar í fyrra en skyldan kem- ur ekki að öllu leyti fyrr en á næsta ári. Þeir bera ábyrgð á að panta vör- ur sem eru í samræmi við þennan staðal, þannig að það sé aldrei yfir einhverjum mörkum sem þar eru til- tekin. Þá þarf maður að vita, hvaða skotkökur í flokki 3 hafið þið verið að bjóða upp á og selja, þar sem nettó- sprengiefni er meira en nú er verið að leyfa?“ segir Tryggvi sem lítur svo á að neytendur muni ekki finna teljandi mun og það það verði jafn gaman og áður um áramótin þrátt fyrir þetta. „Aðalbreytingin felst í því að frá og með næstu áramótum eiga allar vörur að vera framleiddar og settar á markað sem taka mið af þessum öryggiskröfum í staðlinum.“ n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Engar stórtertur til almennings Flugeldarsalar segja að þeir þurfi að bregðast við gildistöku tilskipunar frá ESB frá og með 15. janúar næstkomandi. Það þýði að ekki verði lengur leyfilegt að selja almenningi stærstu terturnar. Mynd davíð Þór GuðLauGSSon Stórtækir gætu fundið mun Stórtækir og skotglaðir Íslendingar gætu fundið mun á framboðinu hjá flugeldasölum á næsta ári. Mynd aMG „Við höfum verið að búa okkur undir þessar breytingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.