Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Side 11
Vikublað 13.–15. desember 2016 Fréttir 11 Sjónvörp þriðjungi dýrari á ÍSlandi n Verð hefur snarlækkað á sumum tækjum í kjölfar þess að DV fór að leita skýringa n Verðmunur á 55 tommu tækjum um 30 prósent meðaltali á hinum Norðurlöndunum, LG 55EG960V, en það fannst aðeins í Elgiganten í Danmörku, af þeim samanburðarverslunum sem notaðar voru. Í svari Gests Hjaltasonar, forstjóra ELKO, kom fram að almennt séð þá nyti ELKO ekki sömu innkaupskjara og „risarnir í Evrópu“. ELKO er vörumerki tengt raftækjarisanum Dixons Carphone en á vefsíðu ELKO segir að fyrirtækið sé með viðskiptasamning við stærstu raftækjakeðju Norðurlandanna, Elkjöp, sem sé í eigu Dixons Carphone. Gestur sagði enn fremur í svari til DV að kostnaður við flutning nemi 4–6 pr´sentum af verðmæti raftækja. „Fjármögnun vörubirgða ELKO er 6–7 sinnum dýrari en versl- ana í Evrópu. Ekki er við því búist að verð á raftækjum verði fyllilega samkeppnis hæft við það sem lægst er boðið í Evrópu. En [við] erum ekki sáttir við 25–50 prósenta hærra verð og köllum þá eftir hagstæðara inn- kaupsverði.“ Hann sagði að lækkandi framlegðarprósentu mætti glöggt sjá í ársreikningum ELKO í gegnum árin. „Álagning á raftæki á Íslandi er senni- lega sú lægsta á sérvöru sem þekkist hér á landi og má glöggt sjá það í árs- uppgjöri fyrirtækja á Íslandi.“ Lækkaði um 80 þúsund milli vikna Verðmunurinn í Nýherja og í versl- unum á hinum Norðurlöndunum reynist nú að jafnaði 19 prósent. Um er að ræða fimm tæki frá Sony. Fyrir rúmri viku var verðmunurinn 41 prósent, miðað við fullt verð. Mestu munaði þar um verð á tveimur tækj- um, KD55X8505 og KD55X8509, sem voru að jafnaði 70–102 prósentum dýrari en á hinum Norðurlöndunum. Annað tækið er ekki lengur í sölu hjá Nýherja en verð á KD55X8505 hefur frá því DV leitaði skýringa lækkað um 80 þúsund krónur. Eyjólfur Jóhannsson hjá Ný- herja segir í svari til DV að líklega megi rekja verðmun á Sony sjón- varpstækjum til 7,5 prósenta tolla, smæðar markaðarins og hærri flutn- ingsgjalda. „Sony sjónvörp bera 7,5 prósenta toll við innflutning til Ís- lands þar sem þeir geta ekki uppfyllt að senda Euro skírteini sem fellir hann niður.“ Hann nefnir að fram- leiðendur þurfi, til að geta boðið toll- fría vöru innan Evrópu, að geta sýnt fram á að tækin sé framleidd inn- an ESB og tiltekið hlutfall íhluta sé einnig þaðan. Að auki bjóði Nýherji upp á fimm ára ábyrgð en hjá öðrum aðilum þurfi að greiða sérstaklega fyrir slíka ábyrgð. Hann boðaði verðlækkun á þessum tveimur tækjum, sem mestu munaði á, og sagði að Nýherji ætti aðeins örfá eintök eftir af þeim. Um væri að ræða gamlar týpur. Sú verð- lækkun er komin fram nú. Hann fagnar því að tækin sem Nýherji „leggi mesta áherslu á“, 8005 og 8505, séu á góðu verði samanborið við er- lendu aðilana. Skörp lækkun Árvirkinn á Selfossi er með sex 55 tommu sjónvarpstæki til sölu. Verðið þar er að jafnaði 20 prósentum hærra en á hinum Norðurlöndunum sem um ræðir. Á sumum tækjanna hefur verðið lækkað verulega á milli vikna. Þannig kostuðu Sony-tækin fyrir viku 250 þúsund og 260 þúsund. Fyrir helgi kostuðu þau hins vegar 190 og 200 þúsund. Raunar er Sony KD55XD8599 á mjög góðu verði í Árvirkjanum nú, samanborið við hin Norðurlöndin. Tækið er á 9 prósent- um lægra verði en úti. „Höfum reynt að fylgja Evrópu“ Sjónvarpstækin sjö sem finnast þessarar stærðar í Ormsson eru 54 prósentum dýrari en að meðaltali í samanburðarverslununum á hinum Norðurlöndunum. Þetta er raunin þótt öll tækin séu núna á tilboði í Orms- son. Þann 2. desember voru fimm af sjö tækjum á tilboði en núna eru þau öll á niðursettu verði. Fullu verði væri munurinn meira en 70 prósent. Bjarni Þórhallsson hjá Orms- son segir, beðinn um að skýra verð- muninn, að verðstríð hafi geisað á Norðurlöndunum að undanförnu, í tengslum við svartan föstudag, sem var í lok nóvember. DV tekur fram að til undantekninga heyrir ef sjónvarp- stækin á hinum Norðurlöndunum eru skráð á tilboði eða með afslætti. Verð á mjög fáum tækjum breyttist á milli daganna 2. og 9. desember. „Við höfum reynt að fylgja verði í Evrópu og erum mun nær verði á megin- landinu en á þessum tilboðum sem þarna er miðað við,“ segir hann. Bjarni segir einnig að hagræði felist í því að geta keypt inn vörur í miklu magni, eins og stórir aðilar geti gert. Hjá Sjónvarpsmiðstöðinni voru sjö 55 tommu tæki þegar DV hóf að taka niður verð. Eitt tæki, LG OLED55E6V er á sama verði og á hinum Norðurlöndunum en önnur tæki eru töluvert dýrari. Verðmunur- inn, heilt á litið, er 34%. Ólafur Már Hreinsson sagði við DV á dögunum að um 5% af verði sjónvarpstækjanna sé til komið vegna flutningskostnað- ar. Það sé fyrirtækinu keppikefli að bjóða vörur sínar á samkeppnishæfu verði miðað við nágrannalöndin. „Og helst á lægra verði“. Óraunhæft að keppa við Evrópu Verð hjá Heimilistækjum hefur hríðfallið að undanförnu. Eftir að DV hafði samband minnkaði verð- munurinn á milli landa úr 47 pró- sentum í 24 prósent. Áður höfðu tækin lækkað mikið í verði. Verð á tveimur sjónvarpstækjum í Heimilis- tækjum er þannig, miðað við verð á föstudaginn, á pari við verð á hin- um Norðurlöndunum. Tekið skal fram að tækið sem nú er 68 prósent- um dýrara í Heimilistækjum en á hinum Norðurlöndunum, finnst að- eins í samanburðarverslun í Svíþjóð. Tækið fæst reyndar í mörgum öðrum verslunum. Hlíðar Þór Hreinsson hjá Heimilis tækjum segir í ítarlegu svari til DV að þótt rekstrarumhverfið hér hafi batnað muni breytur eins og smæð landsins og fjarlægð ekki breytast í bráð. Hann nefnir að tollur- inn hér sé 7,5 prósent af þeim tækjum sem hafa Asíu skráð sem uppruna- svæði. Þess má geta að í Danmörku er tollur á sjónvörp 14 prósent utan ESB, auk þess sem virðisaukaskattur er enn hærri en á Íslandi. Í Noregi er enginn tollur á sjónvörp, en 25 pró- senta vaskur. Hlíðar segir að tollur- inn detti niður um áramót og í kjöl- farið muni verð lækka. Hann segir að gengisbreytingar skýri þá verð- lækkun sem orðið hafi í Heimilis- tækjum að undanförnu. Hann nefn- ir líka að neytendalöggjöf sé ólík á Íslandi, miðað við önnur lönd. Það kosti aukalega. Þá hafi kostnaður við þjónustu á Íslandi vaxið mjög með launahækkunum undanfarin ár. Þess má geta að DV er ekki kunnugt um að laun séu hærri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. „Þau þjón- ustuverkstæði sem við eigum við- skipti við hafa flest hver hækkað verð á árinu.“ Þá nefnir hann háan flutn- ingskostnað, þörf fyrir stærri lager – vegna þess hve langan tíma tekur að fá vörur sendar – og háa vexti. Þá sé stjórnunarkostnaður iðulega hár á Íslandi í samanburði við stórar versl- anakeðjur. Hann segir að að saman- lögðu sé ljóst að heilt yfir geti Ísland aldrei staðist Evrópu snúning hvað verðlag varðar. Það sé óraunhæft. Bestu kjörin Eftir verðlækkanir verslana undan- farna daga er nú hægt að fá fjög- ur tæki á lægra verði á Íslandi en í viðmiðunarverslununum á hinum Norðurlöndunum. LG55EG960V fæst í ELKO á 399.995 krónur. Það er 11 prósentum ódýrara en í Elgig- anten í Danmörku en fæst ekki í hinum samanburðarverslunun- um. Tækið er þó hægt að fá ódýrara í sænskri netverslun en þar kostar það 366 þúsund íslenskar krónur. Sony tæki, KD55XD8599, kostar 200 þúsund krónur í Árvirkjanum og Nýherja og er 9 prósentum ódýrara en í samanburðarverslununum. Þá eru Panasonic TX55DX603E og LG OLED55E6V á sama verði hér og í samanburðarverslununum. Önnur 55 tommu sjónvarpstæki eru dýrari. Tekið skal fram að í sumum versl- ununum var varan ekki til á lager. Í þeim tilvikum þar sem hægt var að panta vöruna á uppgefnu verði, og ganga frá greiðslu, var uppgefið verð haft til viðmiðunar. Í öðrum versl- unum var ekki hægt að ganga frá pöntun. Í þeim tilvikum tók DV verð ekki með. Samsung-tækin dýr í samanburði Samsung-tækin raða sér mörg hver neðarlega á lista yfir bestu „dílana“. Algengt er að verðmunur á Sam- sung-tækjum sé 40–60 prósent. Óhagstæðast er að kaupa Philips tæki, 55PUS7181, hjá Sjónvarps- miðstöðinni en það er að meðaltali 74 prósentum dýrara þar en í sam- anburðarverslununum. Tækið er 20 prósentum dýrara en í Danmörku, 109 prósentum dýrara en í Noregi og 94 prósentum dýrara en í Svíþjóð. Þó að verð í nágrannalöndun- um sé ekki endilega mælikvarði á það hvað teljist góð kaup, er í það minnsta hægt að fá um það vís- bendingu með því að bera saman verð á milli landa. Heilt yfir er verð á sjónvarpstækj- um miklu hærra hér en á hinum Norðurlöndunum. Inni á milli er þó hægt að gera góð kaup, eins og sést í þessari úttekt. DV hvetur neytendur til að vera á varðbergi og bera saman verð á raftækjum og öðrum neyslu- vörum, áður en í innkaup er ráðist. Það getur margborgað sig. Til þess má nota vefsíður á borð við prisjakt. no, prisjakt.se og pricerunner.dk. Þá sýnir úttektin að innanlands getur einnig verið mikill verðmunur á sömu vöru. n N O R Ð U R LÖ N D -30% Sjónvarpslottóið Súlurnar sýna að verðlag á sjónvörpum á hinum Norðurlöndunum er að jafnaði um 30 prósent- um lægra en á Íslandi, þótt tilboðs- og afsláttarverð liggi til grundvallar. Þó er hægt að finna valin tæki hér heima á góðu verði. „Þau þjón- ustuverk- stæði sem við eigum viðskipti við hafa flest hver hækkað verð á árinu Samsung-tækin dýrust Taflan hér fyrir neðan sýnir hvernig 55 tommu sjónvarpstæki voru verðlögð á Íslandi þann 9. desember síðastliðinn. Í dálknum lengst til hægri er hlutfallstala. Hún gefur til kynna hvernig verðlagið er að jafnaði í völdum samanburðarverslunum á öðrum Norðurlöndum. Þannig er efsta tækið 11 prósentum ódýrara á Íslandi en í þeim saman- burðarverslunum þar sem tækið var til. Tegund Vörunúmer Verslun Verð Norðurlönd LG 55EG960V Elko 399.995 -11% Sony KD55XD8599 Árvirkinn 199.990 -9% Sony KD55XD8599 Nýherji 199.990 -9% Panasonic TX55DX603E HT 129.995 -1% LG OLED55E6V SM 439.990 1% LG OLED55E6V HT 439.995 1% LG OLED55E6V Elko 449.995 3% Samsung UE55KU6675 Elko 179.995 5% LG 55UH750V Elko 169.995 6% Samsung UE55KU6075 Elko 139.995 6% LG 55UH600V Elko 129.995 7% LG 55EF950V Elko 399.995 9% LG 55UH668V HT 159.995 9% Sony KD55XD8005 Elko 154.995 9% Philips 55PUS6501 Elko 144.995 13% Philips 55PUS6031 HT 109.995 14% Sony KD55XD8505 Elko 164.990 17% Sony KDL55W755 Elko 139.995 19% Sony KD55XD8005 Nýherji 169.989 20% Philips 55PUS7101 Elko 179.995 21% Sony KD55X8505 Nýherji 169.990 25% LG 55UH605V SM 129.990 25% LG 55UH605V HT 129.995 25% TCL U55S6906 Elko 99.995 26% Philips 55PUS6561 SM 149.990 26% Philips 55PUS6561 HT 149.995 26% Sony KD55SD8505 Nýherji 254.991 28% LG 55UH950V Elko 269.995 28% Sony KD55XD9305 Nýherji 259.990 30% Samsung UE55KS7005 Elko 189.995 30% LG 55UH850V SM 249.990 32% LG 55UH850V HT 249.995 32% Philips 55PUT6101 Elko 109.995 32% LG 55UH650V Elko 149.995 34% Samsung UE55KU6515 Elko 189.995 35% Thomson 55UA6406 SM 149.990 36% Sony KD55X8505 Árvirkinn 189.990 40% Philips 55PUT6401 HT 129.995 40% Philips 55PUS8601 SM 319.990 41% Samsung UE55KU6655 Árvirkinn 189.900 42% Samsung UE55KU6655 Ormsson 189.900 42% Samsung UE55KS9005 Elko 319.995 42% Samsung UE55KS7505 Elko 249.995 42% Samsung UE55KS7005 Ormsson 209.900 44% Samsung UE55KS8005 Elko 249.995 48% Sony KD55XD9305 Elko 299.995 50% Samsung UE55KS9005 Ormsson 339.900 51% Samsung UE55KS7505 Ormsson 269.900 54% Samsung UE55KS8005 Árvirkinn 269.900 60% Samsung UE55KS8005 Ormsson 269.900 60% Samsung UE55K5505 Ormsson 149.990 61% TCL U55S7906 Elko 159.995 64% Samsung UE55KU6475 Árvirkinn 179.900 66% Samsung UE55KU6475 Ormsson 179.900 66% Philips 55PUS8601 HT 379.995 68% Samsung UE55KU6175 Árvirkinn 159.900 68% Philips 55PUS7181 SM 249.990 74% Samanburðar- verslanirnar Hér eru þær verslanir sem DV valdi til að bera saman verð: Danmörk: Elgiganten, Power, Bilka, Sony Center og Euronics. Noregur: Elkjöp, Euronics, Siba, Budal Radio og Expert. Svíþjóð: Elgiganten, Siba, AudioVideo og Mediamarkt. „Við höfum reynt að fylgja verði í Evrópu og erum mun nær verði á meginlandinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.