Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Blaðsíða 32
Vikublað 13.–15. desember 201628 Menning Þ að hefur skapast sérkenni- leg blanda ótta og virðingar í kringum höfundinn Steinar Braga og verk hans síðan hann gaf út Konur árið 2008, tímamótaverk í ís- lenskum bókmennt- um. Í stuttri rýni um nýtt verk er óvarlegt að ætla sér að skýra þann bakgrunn en þó má segja að hugmynda- auðgi, eindrægni og hugrekki við að fylgja bæði fantasíum og nístingsköldum raun- veruleikablæ eftir allt til enda, séu aðals- merki sem staðsetja Steinar í sérflokki ís- lenskra höfunda. Rödd hans er sér- kennileg og alls ekki allra – ímynda ég mér – en gæði bókmennta eru ekki falin í mælikvörðum á aðgengileika þeirra. Þótt þetta sé besta smásagnasafn sem ég hef lesið fyrir þessi jól, óvenju mikið er af þeim núna og mörg góð, þá má segja um það að á heildina litið hefði maður viljað meira af því sem er best í því og aðeins minna af þeim dökku litbrigðum sem eru einkenni nokk- uð margra sagna. Jafn- vel hefði bara mátt velja á milli nokkurra af þeim lengri og geyma, því þegar upp er staðið er búið að „troða“ svo mörgum hug- myndum í hausinn á manni eftir lestur heildarinnar að maður missir sýn á grunntónum verksins. Á ég þar til dæmis við að hinar annars ágætu sögur „Úrræði ríkisstjórnarinnar á fasteignamarkaði“ og „Garðurinn“ sem eru staðsettar við enda safnsins. Þær virka á mig sem yfirkeyrsla af hálfu höfundar, sem er að vísu auð- vitað þekktur fyrir að taka lesendur sína ekki bara að brúninni held- ur fram af henni, en annarri hvorri hefði mátt skipta inn fyrir „Söguna af þriðjudegi“ um miðbik bókarinnar, og þá hefði safnið orðið fullkomlega skothelt í sínum massívu 300 síð- um. En nóg um smáatriði í heildar- myndinni. Allt fer er smásagnasafn sem stendur ekki á nokkurn hátt að baki hinum stóru skáldsögum að gæðum og hugmyndirnar sem eru kynntar til sögunnar eru oft svo eimaðar og kjarnmiklar að margur höfundur- inn hefði freistast til að teygja eina þeirra í stutta nóvellu (dæmi um slíkt er Hestvík Gerðar Kristnýjar sem kom út í haust). Það er því gríðar- legt örlæti á hugmyndir og orku sem maður upplifir við lestur bókarinnar og í raun er það svo að það má treina sér hana með góðu móti. Sumar sögurnar eru þannig að það er bara best að leggja frá sér bókina og melta í dálítinn tíma. Að því leyti kemur smásagnaformið til móts við tíma- skort nútímafólks – ég skal ekki segja – en verkið felur líka í sér mjög þakk- lát frí frá ýmsum samtíma-minnum, til dæmis samfélagsmiðlum, án þess að sverja sig nokkurn tíma beint úr því að vera nútímalegar. Einsemd og firring, líkamlegur sársauki og and- leg þjáning, doði og töfraraunsæi eru dæmi um efnistök, en þó er mjög langt frá að Steinar Bragi sé ófyndinn eða taki sig of alvarlega í að fjalla um erfiða hluti. Smásagan „Einsam- all úlfur“ er til dæmis frábærlega út- færð skyndimynd á fimm síðum, sem varpar upp hugleiðingum og sjónar horni á eitt af viðkvæmustu viðfangsefnum vestræns samfélags á hátt sem fáir höfundar þyrðu að láta frá sér. Vissulega væri hægt að láta móðan mása um margar af sögunum því þær skilja eftir sig sterkar myndir og þegar rennt er yfir efnisyfirlitið á enda leiðar koma þær flestar ljós- lifandi fram. Þótt ráðandi tilfinning sé ákveðinn hrollur yfir því hvað líf- ið getur verið miskunnarlaust og ástin leikið manneskjurnar grátt, þá stendur fjöldi setninga eftir sem ekki bara eru bjartar og lífseflandi held- ur skipa manni að hugsa alvarlega um ást, hamingju og virði nándar. Á stundum er maður á þessum furðu- lega stað sem Vésteinn Lúðvíksson skildi mann eftir á í Maður og haf – til að mynda þegar maður ferðast með Emil um allan heim í leit að andlegri fyllingu í „Að spila Nintendo Wii á réttargeðdeildinni á Sogni“ (sem er mjög villandi heiti á sögunni) – að því leyti að eftir djúpa umhugsun er ekki bent á neinar einfaldar lausnir, og það er gott. Á hinn bóginn þá eru sögumenn oft svo afgerandi og fordómafullir í garð málefna eða þjóðfélagshópa að maður fær samúð með viðkom- andi, og í raun má segja að þannig birtist galdur skáldskaparins til þess að fá mann til að hugsa með nokkuð öfug snúnum hætti. Í þessu er Steinar ógnarfær og þess vegna er líka hægt að segja blákalt að í verkinu í heild sé svo mikið af snilld að það sé nánast óafsakanlegt að gefa ekki fullt hús stiga. n Níhilistinn grátandi: Sægur hugmynda Arnaldur Máni Finnsson skrifar Bækur Allt fer Höfundur: Steinar Bragi Útgefandi: Mál og Menning 351 bls. Hrafninn og rjúpan - þjóðleg og falleg gjöf Graf.is - sími: 571 7808 / Lilja Boutique hf. - 18 rauðar rósir, Kópavogi graf.is/design K O L R E S T A U R A N T · S K Ó L A V Ö R Ð U S T Í G U R 4 0 · S Í M I 5 1 7 7 4 7 4 · K O L R E S T A U R A N T . I S JÓLASTEMNINGIN ER HAFIN …og matseðillinn fer í léttan jólabúning VILLIBRÁÐARSÚPA, TVÍREYKT HANGIKJÖT, TÚNFISKUR, DJÚPSTEIKT ANDAR-CONFIT, GRAFIÐ HREINDÝR, HANGIREYKTUR LAX, KRÓNHJÖRTUR OG PURUSTEIK eða KOLAÐUR LAX, MÖNDLUKAKA Verð 8.990 kr. á mann Borðapantanir í síma 517 7474 eða kolrestaurant.is KVÖLD JÓLAMATSEÐILL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.