Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Blaðsíða 30
Vikublað 13.–15. desember 201626 Menning L íkt og í fyrri bókum sínum skrifar Kristín Marja Baldursdóttir um konur í nýjustu skáldsögu sinni, Svartalogni. Konur á flótta, þaggaðar konur, konur sem standa saman, bregðast hver annarri og sjálfum sér. Eftir að hafa skilið við mann sinn og verið sagt upp í skrif­ stofustarfi í Reykjavík sökum aldurs og reynsla hennar því ekki metin að verð­ leikum, er Flóru Garðarsdóttur plantað í þorpi á Vestfjörðum þar sem hún er fengin til að mála hús tengdaforeldra sonar síns. Á meðan leigir hún út íbúð sína til að afla tekna. Húsið skal mála hvítt að innan sem og að utan. Verkið gengur hægt enda reikar hugur Flóru þar sem hún íhugar öskuill kynhlut­ verk sitt og mat samfélagsins á henni. Sagan er full af áhugaverðum táknum sem tengjast og skarast á skemmti­ lega vegu og varpa ljósi á samfélagið og þegna þess. Þannig verður verkið, að mála húsið, að eins konar táknmynd fyrir andlegt ástand Flóru og eftir því sem verkið kemst lengra á veg breytist sálarástand og viðhorf Flóru að sama skapi. Hvítur er skítsæll litur, eins og kvenleikinn Hvers vegna málar maður hús? Hús þarf að mála svo þau drabbist ekki niður. Þau þurfa reglulegt viðhald. Það þarf að dytta að þessu og hinu, endursteina þau, skipta út fúnum gluggakörmum og lakka. Verkið verð­ ur enn vandasamara þegar mála á hús hvítt, sem er mjög óhentugur litur. Hann er skítsæll og hylur illa. Iðulega þarf að fara margar umferðir yfir lit með hvítum svo hann hylji og mun meira viðhald er nauðsynlegt með hvítum lit en öðrum litum. Raun­ ar mætti segja að hvítur henti best sem bakgrunnur fyrir annað. Pappír skáldsins er hvítur áður en orðin koma á hann. Strigi listmálarans er einnig hvítur áður en hann er mál­ aður með öðrum litum. Í Svartalogni verður hvítur að eins konar tákni fyr­ ir kvenleikann og minnir þannig á hið táknræna hvíta blek sem kven­ skáld bókmenntasögunnar eru oft sögð hafa skrifað með. Því líkt og á við um hvít hús, þá þarf að viðhalda kynhlutverkum og krefst það tölu­ verðrar vinnu. Til þess að lappa upp á kvenleikann þarf að mála sig í fram­ an, passa upp á vöxtinn, læra að ganga í hælum, láta hárið síkka og snyrta það reglulega, kunna sig, vera kurteis, brosa, … Þetta eru ritúöl og gjörningar sem þarf að endurtaka í sífellu, jafnvel á hverjum degi til þess að viðhalda standardinum, til þess að viðhalda kvenleikanum. Sama á við um karlmennsku sem er ekki síð­ ur erfitt hlutverk eins og kvenleiki. Með því að raka af sér hárið, hætta að mála sig og byrja að ganga í sniðlaus­ um víðum flíkum, gerir Flóra upp­ reisn gegn samfélagslegu kynhlut­ verki sínu. En hún gerir sér smám saman grein fyrir því að kynhlutverk hennar er í raun ekki vandamálið heldur viðhorf samfélagsins og henn­ ar sjálfrar gagnvart því. Þá verður það hennar hlutverk að sanna sig fyrir öðrum og ekki síst sjálfri sér. Kerfi grundvallað á andstæðum Titillinn Svartalogn, „… eins og heimamenn kölluðu himnesku kyrrðina sem verður þegar fjöllin þegjandalegu spegla sig í haffletinum svo hann verður svartur að lit, …“ (bls. 342) er líkt og táknmynd fyrir þann ósýnilega skugga sem feðra­ veldið svokallaða varpar á þegna samfélagsins og sést eingöngu þegar lognið sjaldgæfa kemur loks. Margir fá grænar bólur um leið og einhver nefnir feðraveldið á nafn og hvá; gera ráð fyrir að með því sé verið að saka karlmenn um meðvitaða kúgun á konum til þess að upphefja sjálfa sig og kyn sitt. Svo er auðvitað sjaldnast. Orðið er notað yfir það kerfi sem er innra með okkur öllum, sem stjórn­ ar samfélaginu og sem við leyfum að stjórna samfélaginu. Kerfi sem hefur virkað hingað til, þó ekki áfallalaust. Kerfið sem um ræðir er grundvall­ að á andstæðum. Fólki er skipt upp í kyn og þeim gefin hlutverk og and­ stæðir eiginleikar til þess að auka greinarmun á kynjunum. Þeir sem ekki leika hlutverk sín eru jaðarsettir og álitnir undarlegir og skrítnir. Konur sem raka af sér hárið og fara á barinn, líkt og Flóra gerir í upphafi sögunn­ ar, eru kallaðar lessur, og karlmönn­ um sem ekki uppfylla sín hlutverk er líkt við konur, líkt og um sé að ræða skammarleg fúkyrði. Feðraveldið kemur í veg fyrir að karlar megi ekki gráta eða sýna fram á nokkurs kon­ ar veikleika, sem aftur veldur hærri sjálfsmorðstíðni hjá körlum en kon­ um. Það er einnig valdur þess að kon­ ur þurfa að vera ungar og sýna karl­ mannlega eiginleika (en samt ekki of mikið) til þess að vera teknar alvar­ lega. Þegar fólk bregður út af vanan­ um sem kerfið býður upp á, er það sjálfkrafa undirskipað og þaggað. Það er ekki endilega af völdum samfélags­ ins, þótt það gerist engu að síður oft, heldur gerist það frekar innra með einstaklingunum sjálfum. Fólkið fer að hafa eftirlit með sjálfu sér og refs­ ar sér jafnvel sjálft fyrir „óviðeigandi“ hegðun. Þannig veldur kerfið því að margt hæfileikaríkt og gott fólk nær ekki að skína. Snilldin týnist á jaðrinum Skilyrðislaus hlýðni við feðraveldið getur hæglega orðið til þess að snilldin týnist á jaðrinum. En það er einmitt vandamálið í Svartalogni. Þar eru hæfileikaríkar konur í aðal­ hlutverkum sem fá ekki að blómstra vegna hlýðni sinnar við kerfið. Organ istinn og tónskáldið Petra hef­ ur drabbast niður í litlu bæjarfélagi á Vestfjörðum og fær ekki tæki­ færi til þess að fóðra hæfileika sína. Útlendingarnir Eva, Juane og Ania dylja innra með sér stórar og fal­ legar söngraddir en fela sig í móður­ hlutverki, einsemd og ofbeldisfull­ um ástarsamböndum. Það er ekki fyrr en hvirfilvindurinn Flóra mætir á svæðið, sem eitthvað fer að gerast í málum hinna fjögurra hæfileika­ ríku kvenna, enda hefur Flóra nær engu að tapa, ekki starfinu, orðspor­ inu eða kvenleikanum og sýnir hin­ um hvernig á að rísa upp úr öskunni eins og Fönix. Konurnar neita að lifa í skugga fjallsins og hefja sig upp yfir það með tónlist sinni. Það má svo teljast afrek að hve miklu leyti Svartalogn, sem gæti auðveldlega orðið að kvikmynd vegna mynd­ rænna eiginleika, fjallar um tónlist. Ljúfum tónum er listilega lýst í text­ anum og fá okkur til þess að endur­ skoða það hvort bækur séu ekki bara fyrirtaksmiðill fyrir tónlist. Viðfangsefnið sem Kristín tekur sér fyrir hendur er ekki einfalt og hvítu þræðirnir sem hún vefur saman af kunnáttu í frásögninni, eru vandmeðfarnir og oft loðnir. Persón­ ur eru allar vel skapaðar og áhuga­ verðar, eiga sér sína forsögu og fram­ tíð. Frásögnin rennur ljúflega með fallegum ljóðrænum blæ. Það eina sem aftrar verkinu er lengd þess, en söguna hefði hæglega verið hægt að stytta, þó svo það megi færa rök fyrir því að lengdin gefi enn meiri tilfinn­ ingu fyrir löngum vestfirskum vetri. Kápuperrinn í gagnrýnanda var heldur ekkert að hrópa húrra fyrir hönnuninni en það er önnur saga. n Skítsæl kynjahlutverk og skuggi feðraveldisins Jóhanna María Einarsdóttir johanna@dv.is Bækur Svartalogn Höfundur: Kristín Marja Baldursdóttir Útgefandi: JPV 381 bls. „Sagan er full af áhugaverðum táknum sem tengjast og skarast á skemmtilega vegu og varpa ljósi á sam- félagið og þegna þess. Kristín Marja Baldursdóttir Viðfangsefnið sem Kristín tekur sér fyrir hendur er ekki einfalt. Mynd HEida HB Úr listheiminum Kvikmyndin La La Land með þeim Ryan Gosling og Emmu Stone í aðalhlutverki fékk sjö til­ nefningar til Golden Globe­verð­ launanna, en tilnefningar voru kynntar á mánudag. HBO var sú sjónvarpsstöð sem fékk flestar til­ nefningar, fjórtán talsins og The People v. O.J. Simpson: American Crime Story var atkvæðamestur sjónvarpsþátta með fimm til­ nefningar. Tónskáldið Jóhann Jóhanns­ son hlaut tilnefningu til Golden Globe­verðlaunanna fyrir tón­ listina í geimverukvikmyndinni Arrival eftir Denis Villeneuve. Jóhann var tilnefndur og hlaut verðlaunin fyrir tveimur árum, fyrstur Íslendinga, fyrir tónlistina í The Theory of Everything. Íslenskir listamenn hafa skotið upp kollinum hér og þar á árslist­ um og í samantektum nokkurra erlendra fjölmiðla. Álitsgjafi Fin­ ancial Times nefndi Mánastein eftir Sjón sem lesupplifun ársins, New York Times valdi sjónvarps­ þáttaröðina Réttur 3 sem eina þá bestu á árinu, tónlistarvefritið Noisey setti plötu svartmálms­ sveitarinnar Naðra í 86. sæti lista síns yfir bestu plötur ársins og sýning Ragnars Kjartanssonar í Barbican Center er í efsta sæti topp 10 lista Adrian Searle, mynd­ listargagnrýnanda The Guardian, yfir bestu sýningar ársins. Hið íslenska glæpafélag hef­ ur valið fimm bækur sem eru tilnefndar til Blóðdropans, glæpasagna­ verðlauna félagsins árið 2017. Þetta eru Petsamo eftir Arnald Indriðason, Konan í blokkinni eftir Jónínu Leósdóttur, Nýja Breiðholt eftir Kristján Atla Ragnarsson, Netið eftir Lilju Sigurðardóttur og Drungi eftir Ragnar Jónasson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.