Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Side 20
Vikublað 13.–15. desember 20162 Kíktu í Múlann - Kynningarblað Frábærar jólagjafir úr ekta, handunnu leðri B ólstursmiðjan og Leðurverkstæðið Reykjavík eru sam- tvinnuð fyrirtæki sem eiga sér sögu aftur til ársins 1937 er opnað var leðurverkstæði í bakhúsi að Víðimel 35 í Vesturbæn- um. Sigurjón Kristensen er annar eigandi þessara fyrir- tækja í dag en hinn er Arne Friðrik Karlsson. Sigurjón kynntist leðuriðjunni ungur að árum í Vesturbænum: „Ég er eiginlega alinn upp þarna að Víðimel 35 þar sem leðurverkstæðið var í bakhúsi og var alltaf að skottast þarna inni á verk- stæðinu. Það var stjúpafi minn sem rak þetta allt til ársins 1982 en þá tók sonur hans við. Ég og Arne Frið- rik kaupum síðan fyrirtækið af þeim hjónum árið 2014,“ segir Sigurjón. Tímamót urðu í sögu fyrirtæk- isins í lok nóvember síðastliðinn þegar opnuð var leðurvöruverslun að Síðumúla 33 þar sem fyrirtækin eru til húsa: „Þetta var alltaf framleiðslu- fyrirtæki sem seldi í verslanir og heildsölu. Við gerum það eitthvað áfram en leggjum núna áherslu á okkar eigin verslun. Við erum að breikka vöruúrvalið en núna eru flottar leðursvuntur, til dæmis grill- svuntur, mjög vinsælar. Þær henta líka vel fyrir veitingastaði. Uppi- staðan í vöruúrvalinu er hins vegar belti og axlabönd úr leðri. Þetta eru góðar jólagjafir handa karlmönn- um, á fínu verði, úr úrvalsleðri og allt unnið hér á verkstæðinu. Við erum líka með ýmsar aðrar vörur, til dæmis fínni belti, svokölluð full- grain belti, þar sem leðrið er eins og það kemur af skepnunni, fjögurra millimetra þykkt og handunnið. Þetta er gott að gefa í jólagjöf en ekki er þó hægt að fá það í lengdum heldur kaupir sá sem gefur gjöfina leðurreimina og sylgjuna en þiggj- andi gjafarinnar kemur síðan með hana til mín og ég klæðskerasníð beltið á hann á meðan hann bíður.“ En Bólstursmiðjan er líka til húsa að Síðumúla 33 og þar geta bæði fyrirtæki og einstaklingar fengið bólstruð húsgögn og gert við þau: „Ég er menntaður bólstrari og við framleiðum húsgögn hérna fyr- ir ýmsar húsgagnaverslanir. Það er líka bólstrunarþjónustu á staðn- um. Við bólstrum allt, sæti í bíla, langferðabíla og flugvélar. Líka antikhúsgögn.“ Starfsemin er því afar fjölbreytt en leður er rauði þráðurinn. Þeir sem hafa áhuga á að skoða fal- legar jólagjafir úr ekta leðri eða láta bólstra fyrir sig ættu að kíkja í Bólstursmiðjuna/Leðurverkstæðið Reykjavík að Síðumúla 33. Einnig er forvitnilegt að skoða Bólstursmiðj- una á Facebook og heimasíðu leður verkstæðisins, lvr.is n Bólstursmiðjan og Leðurverkstæðið Reykjavík, Síðumúla 33

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.