Fréttablaðið - 03.03.2017, Page 1

Fréttablaðið - 03.03.2017, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —5 3 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 3 . M a r s 2 0 1 7 Fréttablaðið í dag skoðun Bergur Ebbi skrifar um Ananaskisma. 15 sport Aníta Hinriksdóttir kepp- ir á EM í frjálsum innanhúss í Belgrad í dag. 20 Menning Einar Falur Ingólfsson og Sigtryggur Bjarni Baldursson opna á morgun einkasýningar í Ketilhúsi á Akureyri. 28 plús 2 sérblöð l Fólk l Fyrsta heiMilið *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Siggu Kling Stjörnuspá FrÍtt Heilbrigðiseftirlitin á höfuðborgarsvæðinu lýsa áhyggjum af glæfraakstri innan vatnsverndarsvæðis. Jeppi valt ofan í læk þannig að olía lak í Elliðavatn. Sjá síðu 6 Mynd/HeilbrigðiSeftirlit reykjavíkur. eFnahagsMál Seðlabankinn hefur að undanförnu reynt að stemma stigu við gengishækkunum og aukið gjaldeyriskaup sín. Þrátt fyrir að bankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir 29,3 milljarða í febrúar styrktist gengi krónunnar gagnvart evru um 10 prósent í mánuðinum. Til samanburðar keypti Seðla- bankinn gjaldeyri fyrir aðeins um fimm milljarða í janúar. Upphæðin samsvarar því að bankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir meira en 1,5 milljarða á dag að jafnaði í nýliðnum mánuði. Gengi Bandaríkjadals er nú komið niður fyrir 108 krónur og hefur krón- an ekki verið sterkari gagnvart dal frá því í október 2008. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði, segir að fyrir hinn almenna borgara sé þróun gjaldmið- ilsins hið besta mál. – jhh / sjá síðu 4 Keypti gjaldeyri fyrir milljarða saMFélag Nefnd Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðar- leysi (ECRI) hefur áhyggjur af efni sjónvarpsstöðvarinnar Omega og útvarpsstöðvarinnar Útvarps Sögu. Þetta kemur fram í fimmtu skýrslu nefndarinnar um Ísland. „ECRI tekur eftir því að einkarekna sjónvarpsstöðin Omega, sem nefnd er í fjórðu skýrslunni, heldur áfram að gefa sig að hatursorðræðu gegn múslimum,“ segir í skýrslunni. Þá segir einnig að ECRI sé kunnugt um Útvarp Sögu sem dreifi hatursorð- ræðu sem beint sé að innflytjendum, múslimum og hinsegin fólki. Nefndin hefur einnig áhyggjur af orðræðu Íslendinga á netinu. Þá segir að internetið hafi verið notað til þess að tjá fjandsamlegt viðhorf til hinsegin fólks. „Má nefna sem dæmi viðbrögð við fréttatilkynn- ingu Hafnarfjarðarbæjar í apríl 2015 um þá ákvörðun að hefja „hinsegin fræðslu“ í skólum bæjarins.“ ECRI segir enn fremur að sveitar- stjórnarkosningarnar í júní 2014 hafi einkennst af æstri orðræðu gegn múslimum. Gagnrýnir nefndin þar lista Framsóknar og flugvallarvina sérstaklega. „Framsóknarflokkur- inn gerði andstöðu við moskuna og múslima almennt að sínu helsta baráttumáli og fulltrúi flokksins í borgarstjóraembætti Reykjavíkur tilkynnti að hún myndi afturkalla ákvörðunina um að úthluta landi undir byggingu moskunnar,“ segir í skýrslunni. Nefndin gagnrýnir Ásmund Frið- riksson, þingmann Sjálfstæðisflokks- ins. „Í janúar 2015 spurði þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Facebook-síðu sinni hvort Íslendingar væru óhultir fyrir hryðjuverkum og vildi láta gera bakgrunnsrannsókn á þeim 1.500 múslimum sem búa á Íslandi til þess að komast að því hvort þeir hefðu sótt æfingabúðir hryðjuverka- manna.“ Eru þessi ummæli kölluð umburðarlaus og fordómafull. – þea Segja boðskap Útvarps Sögu og Omega hatur Nefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi segir efni Omega og Útvarps Sögu hatursorðræðu. Ummæli Íslendinga á netinu, þingmanns Sjálfstæðisflokks og borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina eru gagnrýnd í nýrri skýrslu. Seðlabankinn keypti gjaldeyri fyrir 29,3 milljarða í febrúar. 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 3 -D 1 0 4 1 D 1 3 -C F C 8 1 D 1 3 -C E 8 C 1 D 1 3 -C D 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 2 3 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.