Fréttablaðið - 03.03.2017, Síða 8
AÐALFUNDUR FJARSKIPTA HF.
Aðalfundur Fjarskipta hf. (Vodafone) verður haldinn fimmtudaginn 16. mars 2017 kl. 16:00 á Hilton Reykjavík
Nordica að Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.
Aðrar upplýsingar:
Skjöl og tillögur sem lögð verða fyrir aðalfund er að finna á vefsíðu félagsins vodafone.is/fjarfestatengsl. Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 13 a, 108 Reykjavík,
virka daga milli kl. 09:00 – 16:00. Fundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn jafnframt á íslensku. Ekki verður unnt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum.
Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt umboð á eyðublaði sem unnt er að nálgast á vef félagsins.
Endanleg dagskrá og tillögur hafa verið birtar í Kauphöll og er unnt að nálgast á vef félagsins.
Sérstök tilnefningarnefnd hefur verið að störfum í samræmi við starfsreglur stjórnar og tilnefningarnefndar. Hluthafar og aðrir sem óskað hafa eftir tilnefningu nefndarinnar til framboðs til stjórnar að aðalfundi félagsins
hafa átt þess kost að koma áhuga sínum og eftir atvikum framboði á framfæri við nefndina.
Með fyrirvara um að stjórn staðfesti lögmæti hlutaðeigandi framboða leggur tilnefningarnefnd til að þau Heiðar Guðjónsson, Anna Guðný Aradóttir, Hildur Dungal, Hjörleifur Pálsson og
Yngvi Halldórsson verði kjörin til setu í stjórn sem aðalmenn.
Eftir sem áður er unnt að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega minnst fimm sólarhringum fyrir aðalfund, sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 eða fyrir kl. 16:00 laugardaginn
11. mars 2017. Framboð skulu berast á netfangið: stjorn2017@vodafone.is.
Endanlegar upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund.
Í samræmi við starfsreglur stjórnar og starfsreglur tilnefningarnefndar gefst hluthöfum tækifæri á að kjósa tvo af þremur fulltrúum í tilnefningarnefnd. Framboðsfrestur
til tilnefningarnefndar er til kl. 16.00 laugardaginn 11. mars 2017 og ber að skila framboðum á netfangið: stjorn2017@vodafone.is.
Reglur um stjórnarkjör gilda eftir því sem við getur átt um kosningu tilnefningarnefndarfulltrúanna.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá kl. 15:30 á aðalfundardegi.
Stjórn Fjarskipta hf.
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess á liðnu starfsári.
2. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað félagsins á reikningsárinu 2016.
3. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til staðfestingar.
4. Tillaga um stefnu um arðgreiðslur og/eða endurkaup eigin hluta.
5. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins.
6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir árið 2017.
7. Kosning stjórnar félagsins.
8. Kosning tveggja fulltrúa í tilnefningarnefnd félagsins í samræmi við
starfsreglur stjórnar og starfsreglur tilnefningarnefndar.
9. Kosning endurskoðanda félagsins.
10. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins:
a) Tillaga um heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins, sem breytir 4. gr.
samþykktanna.
b) Tillaga um að heimila félaginu kaup á eigin hlutum, sem verður viðauki við
samþykktirnar.
11. Önnur mál löglega upp borin.
Vodafone
Við tengjum þig
Bandaríkin Demókratar þrýsta á
afsögn Jeffs Sessions, dómsmála-
ráðherra Bandaríkjanna. Telja þeir
að hann hafi sagt ósatt, eiðsvarinn,
í yfirheyrslum áður en skipan hans
í embætti var staðfest. Sessions var
þá spurður hvað hann myndi gera ef
upp kæmist að einhver tengdur for-
setaframboði Donalds Trump hefði
átt í sambandi við rússnesk stjórn-
völd á meðan á kosningabaráttu
stóð.
„Ég hef enga vitneskju um slík
samskipti. Ég var kallaður stað-
gengill einu sinni eða tvisvar á
meðan á framboðinu stóð og ég átti
ekki í samskiptum við Rússa. Ég get
því ekki tjáð mig um þetta,“ sagði
Sessions í yfirheyrslunni. Sessions
tók þátt í kosningabaráttu Trumps
og lýsti snemma yfir stuðningi við
frambjóðandann þáverandi.
Washington Post greindi hins
vegar frá því í gær að Sessions
hefði tvisvar rætt við sendiherra
Rússa í Bandaríkjunum, Sergey Kis-
lyak. Annar fundanna fór fram á
skrifstofu Sessions í öldungadeild
Bandaríkjaþings í september síðast-
liðnum.
Þegar Sessions átti í samskiptum
við Kislyak, í júlí og september,
sat hann í hermálanefnd öldunga-
deildarinnar. Talskona Sessions
hefur sagt fundi Sessions og Kislyaks
tengjast því starfi og að Sessions hafi
alls fundað með 25 sendiherrum.
Vegna þessa þrýsta Repúblikan-
ar, flokksbræður Sessions, einnig
á að hann komi hvergi nærri yfir-
standandi rannsókn alríkislög-
reglu Bandaríkjanna á mögulegum
afskiptum Rússa af forsetakosning-
um nóvembermánaðar.
Kevin McCarthy, þingflokks-
formaður Repúblikana í fulltrúa-
deild þingsins, segir að það væri
fyrir bestu að Sessions kæmi ekki
að rannsókninni. „Þú vilt vera viss
um að allir treysti rannsakendum,“
sagði McCarthy við fjölmiðla í gær.
Á blaðamannafundi í gærkvöldi
lýsti Sessions því yfir að hann myndi
ekki koma nálægt rannsóknum er
beindust að afskiptum Rússa.
Demókratar vilja hins vegar
ganga skrefinu lengra og krefjast
afsagnar Sessions. Þingflokksfor-
maður þeirra í fulltrúadeild, Nancy
Pelosi, sagði Sessions hafa sagt ósatt,
eiðsvarinn, og að „ekkert annað en
afsögn hans myndi duga“.
Í samtali við fréttastofu MSNBC í
gær sagðist Sessions aldrei hafa hitt
Rússa til þess að ræða kosninga-
baráttuna. „Þær sögusagnir þykja
mér ótrúlegar og þær eru ósannar,“
sagði Sessions.
Þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi
Bandaríkjaforseta, Mike Flynn,
var í febrúar beðinn um að segja
af sér embætti eftir að upp komst
um samtöl hans við sama sendi-
herra. Þá kom í ljós að Flynn hefði
átt í sambandi við Kislyak áður en
Flynn tók við embætti og sagt Mike
Pence, varaforseta Bandaríkjanna,
ósatt um samskiptin. Sá munur er
þó á málum þessara tveggja sam-
herja að Flynn var óbreyttur borg-
ari þegar samtölin áttu sér stað en
Sessions þingmaður í öldungadeild
Bandaríkjaþings.
Mun víkja frá rannsóknum á Rússum
Jeff Sessions er sagður hafa logið að öldungadeildarþingmönnum. Hann hitti sendiherra Rússa tvisvar á meðan kosningabarátta
Trumps stóð yfir. Sessions neitar sök og segist aldrei hafa rætt við Rússa um kosningabaráttuna. Demókratar vilja að hann segi af sér.
Jeff Sessions dómsmálaráðherra er hann mætti í yfirheyrslu hjá einni af nefndum öldungadeildarinnar. NordicphotoS/AFp
Þórgnýr Einar
Albertsson
thorgnyr@frettabladid.is
Ég hef enga vitn-
eskju um slík
samskipti. Ég var kallaður
staðgengill einu sinni eða
tvisvar á meðan á framboð-
inu stóð og ég átti ekki í
samskiptum við Rússa.
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna
3 . m a r s 2 0 1 7 F Ö s T U d a G U r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð
1
3
-0
6
-2
0
1
7
1
0
:4
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
4
-1
1
3
4
1
D
1
4
-0
F
F
8
1
D
1
4
-0
E
B
C
1
D
1
4
-0
D
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
2
3
2
0
1
7
C
M
Y
K