Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.03.2017, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 03.03.2017, Qupperneq 14
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is 3 . m a r s 2 0 1 7 F Ö s T U D a G U r14 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN Fjármálakerfið á að styðja við hagsmuni heimila og fyrirtækja í landinu, en ekki vera eingöngu til fyrir sjálft sig. Stjórnvöld eru í einstakri stöðu til að búa svo um hnútana að fjármálakerfið tryggi hagsæld í landinu. Ekki aðeins getur ríkisvaldið mótað laga­ umgjörð fjármálafyrirtækja, heldur geta stjórnvöld gripið til beinna aðgerða í ljósi umfangsmikils eignarhalds á stærstu fjármálafyrirtækjum landsins. Fjármála­ og efnahagsráðherra birti nýverið drög að eigendastefnu fyrir fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins. Í henni er aðallega fjallað um vilja hins opinbera til að selja hlut sinn, en engin framtíðarsýn er sett fram fyrir fjármálakerfið í heild. Ríkissjóður ráðgerir að eiga 34­40% eignarhlut í Landsbankanum hf. til langframa, en selja allan eignarhlut sinn í Íslandsbanka og Arion banka þegar aðstæður leyfa. Hér þarf að staldra við, því áður en kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki verða seld þurfum við að meta hvernig fjármálakerfi hentar best íslenskum aðstæðum. Við eigum að; 1) skoða heildarstærð bankakerfisins, hvort hægt sé að hagræða og þá lækka þjónustugjöld og vaxtakostnað, 2) meta hversu stór eignarhlutur ríkissjóðs á að vera í fjár­ málafyrirtækjum til skemmri og lengri tíma litið, 3) meta hvort og þá með hvaða hætti eigi að skilja að viðskipta­ banka­ og fjárfestingarbankastarfsemi, 4) meta hvort dreift eignarhald eða samþjappað þjóni hagkerfinu best til lengri tíma litið og 5) skoða hvernig bankakerfið geti miðlað erlendri lánsfjármögnun í samkeppni við erlenda banka. Í þessari mikilvægu vinnu er brýnt að líta til alþjóð­ legrar þróunar og taka mið af reynslu annarra þjóða. Í umræðum á Alþingi í upphafi vikunnar lagði ég áherslu á mikilvægi þess að ráðast í heildarendurskoðun á fjármálakerfinu áður en sala ríkiseigna hæfist. Víðtæk sátt virðist vera um slíka endurskoðun, innan efnahags­ og viðskiptanefndar er samstaða um að taka málið að sér og vinna vegvísi að framtíðarskipan íslensks fjármála­ markaðar. Það er fagnaðarefni að löggjafinn hafi tekið að sér það mikilvæga hlutverk á fyrstu stigum málsins. Fólkið í landinu á skilið að vandað verði til verka. Efnahagsnefnd kemur að borðinu Lilja Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknar- flokksins Engin framtíðarsýn er sett þar fram fyrir utan það að selja skuli ákveðna eignarhluta í bönkunum. ALVÖRU HÁGÆÐA SÚKKULAÐI „FAIR TRADE“ VARA STEVÍA Í STAÐ SYKURS BELGÍSK GÆÐI OG HANDBRAGÐ Belgískt fjölskyldufyrirtæki stofnað árið 1996 Brautryðjandi í þróun á stevíu súkkulaði Þungt hljóð Það var heldur þungt í hljóðið henni Tinnu Brynjólfsdóttur, sem er eiginkona banka- manns sem situr í fangelsi. Tinna skrifaði Guðna forseta bréf og bað um áheyrn hans en fékk ekki. Viðbrögðin urðu þau að skrifa grein á Vísi þar sem hún segir synjun Guðna lýsa gerð hans. „Það sem hann blessaður hefur tekið sér fyrir hendur hingað til er nú ekki beint allt mjög skynsamlegt eða að skila miklu,“ sagði frúin og virtist ekki par sátt við hlutskipti sitt. Ákvörðun forsetans Embætti forseta Íslands er ungt embætti og mótast með hverjum þeim einstaklingi sem gegnir því hverju sinni. Við minnumst Vigdísar sem fyrsta kvenforseta heimsins og vegna áherslu hennar á tungumál og umhverfisvernd. Við minnumst Ólafs Ragnars fyrst vegna áherslu hans á að greiða leið viðskiptamanna erlendis en síðan vegna bar- áttu hans fyrir því að almenn- ingur en ekki bara stjórn- málamenn tækju ákvörðun um lyktir Icesave-málsins. Of snemmt er að sjá fyrir hvað Guðna verður minnst. En allir eiga forsetarnir það sameigin- legt að þeim er í sjálfsvald sett hverja þeir hitta og hvenær. jonhakon@frettabladid.is Ein helsta forsenda þess að hægt var að hefja almenna haftalosun á Íslendinga í byrjun árs voru aðgerðir sem gripið var til gagnvart eigendum aflandskróna. Þeir stóðu frammi fyrir skýrum valkostum. Að taka þátt í gjald­eyrisútboði Seðlabankans, þar sem þeim bauðst að selja eignir sínar fyrir gjaldeyri á genginu 190 krónur fyrir hverja evru, ella þurfa að sæta því að sitja fastir með fé sitt á læstum vaxtalausum reikningum um ófyrirséðan tíma. Þeir bandarísku fjárfestingar­ sjóðir sem áttu meginþorra þessara krónueigna kusu síðari kostinn og fóru því aftast í röðina. Þessar aðgerðir voru nauðsynlegar til að girða fyrir þann möguleika að aflands krónueignir gætu valdið óstöðugleika samtímis því að opnað yrði fyrir fjármagnsviðskipti Íslendinga. Þessir sömu sjóðir, sem eiga samanlagt um 150 millj­ arða í aflandskrónum, freista þess nú að fá stjórnvöld til að breyta leikreglunum. Greint var frá því í Markaðnum í vikunni að íslenskir embættismenn hefðu fundað með fulltrúum sjóðanna í New York til að kanna grundvöll að samkomulagi sem myndi gera þeim kleift að flytja eignir úr landi í skiptum fyrir gjaldeyri. Ljóst þykir að slíkt samkomulag myndi þýða umtalsvert hagstæðara útboðsgengi fyrir sjóðina en þeim stóð til boða í fyrra. Það hefur legið fyrir frá upphafi að forsvarsmönnum bandarísku sjóðanna hugnaðist ekki þessi staða – og hafa þeir beitt ýmsum úrræðum til að reyna að grafa undan aðgerðum íslenskra stjórnvalda. Óþarfi er hins vegar að efast um lögmæti þeirra enda er aðferðafræðin gerð í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og í fullu samræmi við íslensk lög og alþjóðlegar skuldbindingar. Stóru lánshæfismatsfyrirtækin hafa lagt blessun sína yfir aðgerðirnar og hækkað lánshæfiseinkunn ríkis­ sjóðs. Þá gerði Eftirlitsstofnun EFTA undir lok síðasta árs ekkert með kvartanir bandarísku sjóðanna. Það skýtur þess vegna skökku við ef stjórnvöld hafa í hyggju að hverfa frá fyrri stefnu á þessum tímapunkti og hleypa sjóðunum úr landi á mun hagstæðara gengi en öðrum aflandskrónueigendum bauðst í fyrra – áður en búið er að afnema höftin á Íslendinga. Bjarni Benedikts­ son forsætisráðherra neitaði því aðspurður á Alþingi í gær að um stefnubreytingu væri að ræða í þessum efnum. „Það kemur ekki til greina að skapa ein hverja lausn fyrir aflandskrónu eig endur sem ekki felur það um leið í sér að hægt verði að fara í fullt afnám hafta.“ Ekki er ástæða til að efast um þau orð forætisráðherra. Þótt efnahagsstaða Íslands hafi líklega aldrei verið betri þá þýðir það ekki að eigendur aflandskróna eigi sjálf­ krafa að njóta þeirrar bættu stöðu. Þeir hafa nú þegar fengið sérmeðferð enda áttu aflandskrónueigendur þess einir kost um árabil að losna út fyrir höft í tengslum við fjárfestingaleið Seðlabankans. Allar aðstæður eru núna fyrir hendi til að stíga skrefið til fulls og opna sem fyrst alfarið á erlendar fjárfestingar íslenskra lífeyris­ sjóða, fyrirtækja og heimila. Stefna stjórnvalda við að framfylgja áætlun um afnám hafta hlýtur að vera áfram sú að forgangsraða í þágu íslensks almennings – en ekki bandarískra vogunarsjóða. Forgangsröðun Þeir hafa nú þegar fengið sérmeðferð enda áttu aflandskrónu- eigendur þess einir kost um árabil að losna út fyrir höft. 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -E 4 C 4 1 D 1 3 -E 3 8 8 1 D 1 3 -E 2 4 C 1 D 1 3 -E 1 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 2 3 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.