Fréttablaðið - 03.03.2017, Page 26

Fréttablaðið - 03.03.2017, Page 26
Elínborg fékk ársleyfi frá störfum sem prestur í Stafholti í fyrra og vinnur nú að meistararitgerð um pílagrímaguðfræði og -ferðir. „Pílagrímsgöngur hafa verið stundaðar í öllum trúarbrögð- um frá örófi alda og var rík hefð í kristinni trú á miðöldum að ganga á helga staði. Í Evrópu var helst gengið til Rómar, Santiago De Compostela á Spáni og Niðar- óss í Noregi,“ segir Elínborg en fólk hafði mismunandi ástæður fyrir því að leggja slíka göngu á sig. „Sumir voru í ævintýraleit, aðrir vildu efla sig í trúnni. Marg- ir trúðu að helgir staðir byggju yfir lækningamætti og fóru þang- að í von um að geta læknast af sjúkdómum. Síðan var farið í yfir- bótargöngu en það voru oft menn sem höfðu brotið af sér og hétu að ganga á ákveðinn stað til þess að snúa við blaðinu.“ Spegill af lífinu Sjálfu Pílagrímsgöngur lögðust nær af en í kringum síðustu aldamót jókst áhugi á þeim og þá helst Jakobs- veginum. „Það var eins og fólk hefði uppgötvað fjársjóð og sá hvað þetta er ótrúlega magnað. Pílagrímsganga er mjög heilandi og breytir jafnvel lífi fólks. Líkt og áður er fólk í ævintýraleit, aðrir að vinna úr sorg eða erfiðri lífs- reynslu, sumir standa á krossgöt- um og vilja taka nýja stefnu í líf- inu. Svo er fólk sem upplifir að það er komið í öngstræti og verður að finna nýja leið til að lifa.“ Flestir ganga frá Frakklandi yfir Pírenafjöllin og til Santi- ago De Compostela, rúma 800 kílómetra. Elínborg segir göng- una eins og spegilmynd af lífinu sjálfu, frá vöggu til grafar. „Fólk upplifir magnað, kærleiksríkt sam- félag þar sem aðrir vilja hjálpa því að komast á leiðarenda og ég hef upplifað það sjálf. Í nútímalífi er mikil streita, margir brenna út, fólk er undir gríðarlegu álagi og stundataflan svo stíf að margir sjá ekki út úr augum. Á svona göngu sér fólk hvað skiptir raun- verulegu máli í lífinu. Það geng- ur frá ákveðnum lífsstíl og finnur merkingu og til- gang,“ útskýr- ir Elínborg sem hefur gengið fyrstu tvo áfanga Jakobsveg- arins. „Ég hef líka gengið gamla pílagrímsleið á Jótlandi sem heitir Hervejen, um Ólafsveg- inn í Noregi, hluta af gömlu píla- grímsleiðinni Via Francigena á Ít- alíu sem liggur til Rómar. Evrópa er í raun sundurskorin af gömlum pílagrímsleiðum.“ Stikuðu leiðina Í sumar stendur Elínborg að píla- grímsgöngu á milli Bæjar í Borg- arfirði og Skálholts í sjöunda sinn. „Ég fékk kollega mína hér í hérað- inu þá sr. Geir Waage og sr. Flóka Kristinsson til að standa með mér fyrir gönguferðum á milli kirkna um allt héraðið fyrir nokkrum árum og er skemmst frá því að segja að þessar göngur urðu mjög vinsælar. Það tók nokkra sunnu- daga. Svo varð úr að við gengum með hóp úr Borgarfirði alla leið í Skálholt og það höfum við gert und- anfarin ár. Frá 2004 hefur verið farin pílagrímsganga frá Þingvöll- um á Skálholtshátíð. Okkur hafði um skeið dreymt um að lengja göngurnar, en við höfðum þessa erlendu fyrirmynd. Við stofn- uðum félagið Pílagrímar, ásamt Huldu Guðmundsdóttur, guðfræð- ingi og kirkjubónda á Fitjum, og félagsskapurinn hefur staðið fyrir fræðslu um pílagrímsferðir og ráð- stefnu um pílagrímsguðfræði. Auk þess höfum við sett upp merkingar og stikað leiðina frá Bæ í Skálholt svo fólk geti gengið þessa leið á eigin vegum. Við höfum ekki verið ein í þessu, við höfum notið ýmissa styrkja og velvildar góðra manna.“ Elínborg hefur einnig verið í sam- starfi við Margréti Njarðvík hjá ferðaskrif- stofunni Mundo og Ferðafélag Ís- lands. „Í vetur höfum við Margrét í Mundo verið að undirbúa píla- gríma fyrir Jakobsveginn og geng- ið eina dagleið í senn á milli Bæjar og Skálholts. Í sumar mun Píla- grímafélagið í samstarfi við Ferða- félag Íslands ganga alla leiðina á sex dögum. Við blöndum saman útivist og hreyfingu, sem gerir öllum gott, og andlegri rækt.“ Elínborg segir það ákveðinn lífsstíl að vera pílagrímur í nútím- anum. „Þetta snýst um að efla lík- ama og anda, einfalda líf sitt, vera nægjusamur og lifa hófstilltu lífi í sátt við náttúruna og umhverfið. Lifa góðu lífi og vera almennileg manneskja.“ Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Leiðin frá Bæ í Borgarfirði að Skálholti er einkar fögur. Á pílagrímsgöngu sér fólk hvað skiptir máli í lífinu, að sögn Elínborgar. Upphafsstaður göngunnar að sumri til. Elínborg hefur sérhæft sig í pílagríma­ guðfræði. gengið á milli helgra Staða Elínborg Sturludóttir prestur hefur sérhæft sig í pílagrímsfræðum. Hún stendur að sex daga pílagrímagöngu milli Bæjar í Borgarfirði og Skálholts í sumar. Pílagrímslíf snýst um að vera almennilega manneskja, að sögn Elínborgar. 20% afsl. af öllum buxum og toppum 2 fyrir 1 af ilmkertum KRINGLU KAST PEYSA 4.495 BLÚSSA 1.995 á Kringlukasti á Kringlukasti KJÓLL 4.995 KJÓLL 4.995 KJÓLL 4.995 KJÓLL 3.995 á Kringlukasti á Kringlukasti á Kringlukasti KRINGLUNNI | 588 2300 á Kringlukasti 3 . m a r s 2 0 1 7 F Ö s T U D a G U r4 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F s s T í l l 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 4 -1 6 2 4 1 D 1 4 -1 4 E 8 1 D 1 4 -1 3 A C 1 D 1 4 -1 2 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 2 3 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.