Fréttablaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 26
Elínborg fékk ársleyfi frá störfum sem prestur í Stafholti í fyrra og vinnur nú að meistararitgerð um pílagrímaguðfræði og -ferðir. „Pílagrímsgöngur hafa verið stundaðar í öllum trúarbrögð- um frá örófi alda og var rík hefð í kristinni trú á miðöldum að ganga á helga staði. Í Evrópu var helst gengið til Rómar, Santiago De Compostela á Spáni og Niðar- óss í Noregi,“ segir Elínborg en fólk hafði mismunandi ástæður fyrir því að leggja slíka göngu á sig. „Sumir voru í ævintýraleit, aðrir vildu efla sig í trúnni. Marg- ir trúðu að helgir staðir byggju yfir lækningamætti og fóru þang- að í von um að geta læknast af sjúkdómum. Síðan var farið í yfir- bótargöngu en það voru oft menn sem höfðu brotið af sér og hétu að ganga á ákveðinn stað til þess að snúa við blaðinu.“ Spegill af lífinu Sjálfu Pílagrímsgöngur lögðust nær af en í kringum síðustu aldamót jókst áhugi á þeim og þá helst Jakobs- veginum. „Það var eins og fólk hefði uppgötvað fjársjóð og sá hvað þetta er ótrúlega magnað. Pílagrímsganga er mjög heilandi og breytir jafnvel lífi fólks. Líkt og áður er fólk í ævintýraleit, aðrir að vinna úr sorg eða erfiðri lífs- reynslu, sumir standa á krossgöt- um og vilja taka nýja stefnu í líf- inu. Svo er fólk sem upplifir að það er komið í öngstræti og verður að finna nýja leið til að lifa.“ Flestir ganga frá Frakklandi yfir Pírenafjöllin og til Santi- ago De Compostela, rúma 800 kílómetra. Elínborg segir göng- una eins og spegilmynd af lífinu sjálfu, frá vöggu til grafar. „Fólk upplifir magnað, kærleiksríkt sam- félag þar sem aðrir vilja hjálpa því að komast á leiðarenda og ég hef upplifað það sjálf. Í nútímalífi er mikil streita, margir brenna út, fólk er undir gríðarlegu álagi og stundataflan svo stíf að margir sjá ekki út úr augum. Á svona göngu sér fólk hvað skiptir raun- verulegu máli í lífinu. Það geng- ur frá ákveðnum lífsstíl og finnur merkingu og til- gang,“ útskýr- ir Elínborg sem hefur gengið fyrstu tvo áfanga Jakobsveg- arins. „Ég hef líka gengið gamla pílagrímsleið á Jótlandi sem heitir Hervejen, um Ólafsveg- inn í Noregi, hluta af gömlu píla- grímsleiðinni Via Francigena á Ít- alíu sem liggur til Rómar. Evrópa er í raun sundurskorin af gömlum pílagrímsleiðum.“ Stikuðu leiðina Í sumar stendur Elínborg að píla- grímsgöngu á milli Bæjar í Borg- arfirði og Skálholts í sjöunda sinn. „Ég fékk kollega mína hér í hérað- inu þá sr. Geir Waage og sr. Flóka Kristinsson til að standa með mér fyrir gönguferðum á milli kirkna um allt héraðið fyrir nokkrum árum og er skemmst frá því að segja að þessar göngur urðu mjög vinsælar. Það tók nokkra sunnu- daga. Svo varð úr að við gengum með hóp úr Borgarfirði alla leið í Skálholt og það höfum við gert und- anfarin ár. Frá 2004 hefur verið farin pílagrímsganga frá Þingvöll- um á Skálholtshátíð. Okkur hafði um skeið dreymt um að lengja göngurnar, en við höfðum þessa erlendu fyrirmynd. Við stofn- uðum félagið Pílagrímar, ásamt Huldu Guðmundsdóttur, guðfræð- ingi og kirkjubónda á Fitjum, og félagsskapurinn hefur staðið fyrir fræðslu um pílagrímsferðir og ráð- stefnu um pílagrímsguðfræði. Auk þess höfum við sett upp merkingar og stikað leiðina frá Bæ í Skálholt svo fólk geti gengið þessa leið á eigin vegum. Við höfum ekki verið ein í þessu, við höfum notið ýmissa styrkja og velvildar góðra manna.“ Elínborg hefur einnig verið í sam- starfi við Margréti Njarðvík hjá ferðaskrif- stofunni Mundo og Ferðafélag Ís- lands. „Í vetur höfum við Margrét í Mundo verið að undirbúa píla- gríma fyrir Jakobsveginn og geng- ið eina dagleið í senn á milli Bæjar og Skálholts. Í sumar mun Píla- grímafélagið í samstarfi við Ferða- félag Íslands ganga alla leiðina á sex dögum. Við blöndum saman útivist og hreyfingu, sem gerir öllum gott, og andlegri rækt.“ Elínborg segir það ákveðinn lífsstíl að vera pílagrímur í nútím- anum. „Þetta snýst um að efla lík- ama og anda, einfalda líf sitt, vera nægjusamur og lifa hófstilltu lífi í sátt við náttúruna og umhverfið. Lifa góðu lífi og vera almennileg manneskja.“ Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Leiðin frá Bæ í Borgarfirði að Skálholti er einkar fögur. Á pílagrímsgöngu sér fólk hvað skiptir máli í lífinu, að sögn Elínborgar. Upphafsstaður göngunnar að sumri til. Elínborg hefur sérhæft sig í pílagríma­ guðfræði. gengið á milli helgra Staða Elínborg Sturludóttir prestur hefur sérhæft sig í pílagrímsfræðum. Hún stendur að sex daga pílagrímagöngu milli Bæjar í Borgarfirði og Skálholts í sumar. Pílagrímslíf snýst um að vera almennilega manneskja, að sögn Elínborgar. 20% afsl. af öllum buxum og toppum 2 fyrir 1 af ilmkertum KRINGLU KAST PEYSA 4.495 BLÚSSA 1.995 á Kringlukasti á Kringlukasti KJÓLL 4.995 KJÓLL 4.995 KJÓLL 4.995 KJÓLL 3.995 á Kringlukasti á Kringlukasti á Kringlukasti KRINGLUNNI | 588 2300 á Kringlukasti 3 . m a r s 2 0 1 7 F Ö s T U D a G U r4 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F s s T í l l 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 4 -1 6 2 4 1 D 1 4 -1 4 E 8 1 D 1 4 -1 3 A C 1 D 1 4 -1 2 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 2 3 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.