Fréttablaðið - 03.03.2017, Page 34

Fréttablaðið - 03.03.2017, Page 34
Grindarljósakrónur eru vinsælar, enda smart og nýtískulegar. MYNDir/ANTON BriNK Í ljósadeild BYKO er gríðarlegt úrval af OSrAM-perum. Hægt er að fá fjölmargar gerðir af ljósaperum hjá BYKO. Úrvalið í ljósadeild BYKO er mikið. Bjarni Ólafur Bjarnason leiðbeinir viðskiptavinum um val á ljósum og perum. Ljósadeildin í BYKO er ævin- týri líkust. Það blasa við glitr- andi ljósakrónur, nýtísku víraljós, gamaldags loftljós, fallegir kúpl- ar og allt þar á milli, að ógleymd- um smart lömpum á borð eða gólf. Bjarni Ólafur Bjarnason deild- arstjóri og annað starfsfólk ljósa- deildarinnar tekur vel á móti við- skiptavinum, enda er það hafsjór fróðleiks þegar kemur að lýsingu fyrir heimilið. „Við leggjum mikið upp úr að bjóða gott úrval af ljós- um við allra hæfi, hvort sem fólk vantar ljós fyrir fyrsta heimilið eða vill breyta til eða endurnýja og skipta út eldri ljósum. Við þjón- ustum einnig verktaka og þá sem eru að setja upp ljós í blokkir eða heilu húsin,“ segir Bjarni en hann fylgist vel með nýjungum á þessu sviði. LED-perur eru framtíðin Inntur eftir tískusveiflum í ljós- um segir hann allt vera í gangi en áberandi sé að yngra fólk velji víraljós eða grindarljós en þá sjást ljósaperurnar vel. „Nýja peran frá OSRAM kallast 1906 LED og hún er mjög vinsæl í slík ljós. Peran sjálf er falleg og stendur fyrir sínu ein og sér. Annars eru hefð- bundnir kúplar alltaf vinsælir og hangandi ljós í öllum stærðum og gerðum.“ Lýsingin skiptir miklu máli á hverju heimili og því þarf að vanda valið vel. „Í dag er þróunin yfir í LED-ljós, sem er tvímæla- laust framtíðin. Við erum með mesta úrvalið á landinu af perum frá OSRAM og þar eru LED-per- urnar fremstar í flokki. LED-per- urnar eru með lengri líftíma og eyða minna rafmagni. Þær gefa frá sér þetta hvíta ljós sem fólk sækist gjarnan eftir og ljósstyrk- urinn er svipaður og var á gömlu glóperunum. Til lengri tíma litið ætti notkun á LED-perum að lækka rafmagnsreikninginn á heimilinu en þær eiga að endast í allt að fimmtán þúsund klukku- tíma,“ útskýrir Bjarni. Umhverfisvænar perur Stofnkostnaðurinn við að skipta yfir í LED-perur er dálítill í upp- hafi en það er fljótt að borga sig upp með lægri rafmagnsreikningi. Þær eru einnig umhverfisvænar, það kviknar strax á þeim og lít- ill hiti stafar frá ljósinu sjálfu. „LED-perur hafa mikið þol gegn hristingi og titringi og gefa ekki frá sér útfjólubláa eða innrauða geisla,“ segir Bjarni og bendir á að LED-perur séu umhverfisvæn- ar og þeim eigi að skila til endur- vinnslu. „Við hjá BYKO tökum á móti perum til förgunar.“ Lightify gerir lífið litríkara Helsta nýjungin í ljósadeild BYKO er nýtt ljósakerfi frá OSRAM sem kallast Lightify og er stórsnjallt. Lightify-kerfið er algjör bylting á þessu sviði en um er að ræða ein- falda ljósastýringu sem hentar vel á öll heimili. „Lightify er einfalt kerfi sem gerir fólki kleift að stjórna lýsing- unni á heimilinu eins og því hent- ar, í símanum. Hægt er að stýra snjallperum, innanhúss sem utan, á einfaldan hátt með appi í síman- um. Appið má nota til að kveikja og slökkva, auka eða minnka ljós- magn eða breyta um lit. Ljósun- um er hægt að stjórna hvar sem er, og því er þetta ekki síst snið- ugt ef fólk er á ferðinni því þá virka ljósin sem þjófavörn. Þetta er ótrúlega einföld lausn sem auð- velt er að setja upp,“ segir Bjarni. Virk vefverslun BYKO þjónustar ekki aðeins höf- uðborgarsvæðið heldur einnig landsbyggðina því rekin er öflug vefverslun á www.byko.is. „Það er alltaf nokkuð um að fólk kaupi ljós í gegnum netið og svo sendum við auðvitað hvert á land sem er.“ Ljós skipta miklu máli á heimilum Ljósadeild BYKO er ein sú allra glæsilegasta á landinu. Þar má fá allt frá einföldum skermum og víraljósum upp í íburðarmiklar kristals- ljósakrónur. Að auki býður ljósadeildin upp á breitt úrval af OSRAM-ljósaperum og lausnum fyrir heimilið og ber Lightify þar hæst. fYrSTA HeiMiLið Kynningarblað LýSiNG 3. mars 20178 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 3 -D F D 4 1 D 1 3 -D E 9 8 1 D 1 3 -D D 5 C 1 D 1 3 -D C 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 3 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.