Fréttablaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 56
Þrír spennandi mánuðir Elsku hjartans hrúturinn minn, ég verð að segja að þú hefur dýpri skilning á lífinu en svo margir. Þú vilt öllum vel, þó það komi stundum fyrir að þú sért of hvatvís og segir það sem þú meinar án þess að hugsa þig tvisvar um. Ef þú hefur ekkert gott að segja, þá skaltu bara þegja, það er mitt aðalmottó og á eftir að hjálpa þér í gegnum næsta mánuð ef þú hefur það að leiðarljósi. Það er mikil spenna búin að vera yfir orkunni þessa daga í febrúar og þú átt eftir að nota þessa spennu og breyta henni í kraft eða bensín sem að þú átt eftir að nýta til að komast miklu hraðar og áfallalaust í gegnum þessa tíma sem þú ert að fara í. Það er í orkunni þinni sá einlægi ásetningur að redda og bjarga öðrum og þú átt það til að týna parti af sjálfum þér, þegar þú ert í þessum björgunarherferðum. Það sem á eftir að efla þig fram á vorið er að þú átt eftir að takast á við hlutina af einlægni og brjóta þér leið í gegnum allt sem þú hefur haft áhyggjur af. Þessir þrír mánuðir sem eru fram undan, eru afdrifaríkustu mánuðir ársins hjá þér. Mjög margt mun koma þér á óvart og það birtast þér nýir möguleikar. Spáin gildir fyrir mars Lengri útgáfa af stjörnuspá á visir.is/SiggaKlingMarsspá Siggu Kling 21. mars–19. apríl Hrúturinn 20. apríl–20. maí Nautið 21. maí–20. júní Tvíburinn Krabbinn 23. júlí–22. ágúst Ljónið 23. ágúst–22. september Meyjan 23. september–22. október Vogin 23. október–21. nóvember Sporðdrekinn 22. nóvember–21. desember Bogmaðurinn 22. desember–19. janúar Steingeitin 20. janúar–18. febrúar Vatnsberinn 21. júní–22. júlí 19. febrúar–20. mars Fiskarnir Hér eftir birtist spáin fyrsta föstudag hvers mánaðar Miklir töfrar í kringum þig Elsku nautið mitt, þú hefur þann hæfileika að geta breytt hvaða greni sem er í dásamlega paradís. Það er eins og þú sért í hreiðurgerð þetta vorið og það þýðir alls ekki að það séu að koma ungar, heldur ert þú að laga allt til í kringum þig. Þú átt eftir að finna út hvaða karakter þú vilt skapa því að það er náttúrulega þú sem skapar sjálft þig í þeirri mynd sem þú vilt sjá sjálft þig. Og þessi kraftur er að opnast fyrir þér, þú munt sjá fegurðina í kringum þig með skýrari augum. Þú verður ánægðara með sjálft þig og þar af leiðandi með aðra, því að ánægjan byrjar hjá þér. Það er ekki neitt sem getur stoppað þig á næstu mánuðum. Því að það eru svo miklir töfrar í kringum þig næstu 120 daga að minnsta kosti. Nú er kannski eitthvert naut að lesa þetta og það hugsar: „Það er ekkert að gerast hjá mér og engin hreyfing búin að vera í lífi mínu.“ En þá verður þú, elskan mín, að kalla með orðum og hugsunum á það sem þú vilt fá í lífið þitt. Því að eina sem getur stoppað þig er ótti við breytingar og þá verður þessi stöðnun að veruleika, af því að þú ert að kalla á það. Lærðu að aftengja þig Elsku tvíburinn minn, þú ert svo mikið tengdur himintunglunum í tilfinningaorku þinni. Og þar sem það er búið að vera mikil spenna í kringum jörðina okkar þá drekkur þú það inn í líkama þinn og huga. Þú þarft núna að læra að aftengja þig, setja skýr mörk á það hvað skiptir máli og hvað skiptir ekki máli. Með hverjum þú ætlar að „chill-a“ og hverjir eiga það ekki skilið að vera í lífi þínu. Þér getur fundist eins og það sé verið að ráðast á þig á einhvern hátt sem þú átt ekki skilið. Og þar sem þú ert svo mikill magnari og magnar upp huga þinn, þá skalt þú vita að þetta er eitt- hvað sem þú ræður við. Það eru ýmsar breytingar yfirvofandi sem tengjast því að þú færir þig til eða skipuleggur mikla breytingu í lífi þínu, þetta gæti samt tekið dálítinn tíma. En hugsunin er byrjuð og allt byrjar nefnilega í hugsun. Það er í eðli þínu að opna of marga möguleika, og ef eitthvað klikkar þá getur þú farið eitthvað annað. Í ástinni er svo mikilvægt að þú skoðir fyrir þig að húmorinn er lykillinn að ástinni og hamingjunni hjá þér. Leitaðu að einhverjum sem kemur þér til að hlæja. Besta spáin hingað til Elsku hjartans krabbinn minn, það er hægt að segja með sanni að þetta er þinn tími. Þín orka hentar nákvæmlega inn í tímabil vorsins. Og þó að þér finnist vera læti í kringum þig þá er eins og þú látir þér fátt um finnast og heldur áfram að þínu takmarki eins og eldspúandi halastjarna sem enginn getur stöðvað. Það verður eldmóður í talanda þínum svo að þú þarft ekki að setja hugsanir þínar í excel, orðin munu koma frá þér án þess að þú þurfir að hugsa þau fyrir fram og skipuleggja, það er eins og þú fáir þennan X-faktor til þess að verða stórmenni. Þetta er líka sent til ykkar ef þið hafið haft hindranir í líkama ykkar, veikindi í líkama eða huga, því góðar fréttir og mikill kraftur munu hjálpa þér til að setja heil- brigða stefnu í allt sem tengist sál þinni. Þetta er besta spá sem ég hef nokkurn tíma sent ykkur, elsku krabbalabbarnir mínir. Svona raðast þetta upp hjá þér, svo vert þú þakklátur fyrir gjafirnar sem alheimurinn gefur þér. Í ástinni skaltu setja ástarorkuna til þín. Mottóið þitt ætti að vera: Í upphafi skal ekki endirinn skoða, því að núið gefur þér allt sem þú þarft. Þú sérð ljósið í myrkrinu Elsku dásamlega meyjan mín, þú virðist hafa þá blessunarlegu hæfileika að geta breytt öllu því neikvæða í jákvætt og sjá ljósið í myrkrinu. Þér tekst að halda upp á það sem gerist í lífi þínu þó að það sé lokastig skilnaðar. Þetta veit ég af því að nokkrar meyjuvinkonur mínar eru að skilja og ætla sér bara að halda upp á það, meðan við hin myndum líklega væla í koddann. Það er ekki út af neinu sem þú ert oft valin til þess að taka ábyrgð í skóla eða vinnu og þarft að sýna leiðtogahæfi- leika. Það eina sem getur orðið að hindrun er að fá leiða á verkefninu, skólanum og svo framvegis. Það sést langar leiðir ef persóna í meyjarmerkinu er ekki á réttri leið í lífi sínu og skín ekki eins skært og hún vill. Þín dásamlega pláneta Merkúr gerir þig að snillingi í samskiptum, það er samt mikil- vægt að þú hafir ekki þá tilhneigingu að þurfa að láta aðra vita að þú hefur á réttu að standa, sem þú yfirleitt hefur. Meyjarmerkið sem eru mér nálægar og ég sækja oft fyrirmyndir mínar til per- sóna sem eru í meyjarmerkinu. Það er mikilvægt að þú skoðir að deyfa þig ekki með vímugjöfum því að þú átt það til að draga þig svo langt niður. Planaðu fram í tímann Elsku vog, ég get ekki betur séð en að þú sért að fara inn í tímabil sem er eins og þín besta versl- unarmannahelgi. Það er mikið að gerast, margar áhættur teknar og ótrúlegir sigrar yfir svo mörgu að það sem miður fer virðist vera svo lítið og óttalega ómerkilegt að ég nenni ekki einu sinni að lýsa því. Það er eins og þú elskir spennuna sem birtist þér í svo mörgum myndum. Þú átt eftir að hafa góða yfirsýn og ná að gera hlutina í hárréttri röð þannig að þér verður veitt athygli fyrir margt. Þú átt svo sannarlega eftir að sjá það að þú hefur kraft og orku til að standa þig í þeim verkefnum sem eru yfir þér. Það er eins og þú leggir þig 200% fram, þú munt vita að þetta er þinn tími til að sýna þér þitt rétta andlit og vera einlæg og segja nákvæmlega hvernig þú vilt hafa hlutina. Ekki láta neinn í kringum þig þurfa að geta í eyðurnar. Að hika er sama og tapa og þú þarft að þora til að skora. Þetta er tímabilið sem hugrekkið verður svo sannarlega vinur þinn. Þú munt smávegis þurfa að plana fram í tímann, það er nú alveg gott og blessað á meðan þú hefur ekki hugann langt á undan þér í tímanum. Slakaðu á og njóttu Elsku sporðdrekinn minn, þú ert að fara inn á tímabil þar sem er mjög mikilvægt að slaka á og njóta. Ekki vera að flýta þér of mikið og reyna að gera allt fyrir einhvern vissan tíma, gefðu frekar þína ljúfu sál í það að gera eitt í einu. Þú hefur óendanlegan næmleika fyrir lífinu, þú hefur ástríðu til að sætta þig við allar mögulegar hliðar sem lífið mun bjóða þér. Þú ert að ná svo sterkum tökum á því að láta ekki gömul vandamál vera að rjúka upp í kringum þig, því þá sérðu ekkert nema móðuna sem er innan á gleraugunum sem er auðvelt að þurrka af. Ég ætla sérstaklega að ávarpa ykkur konur sem eruð í þessu merki, það er að koma fram svo mikil kisulóra í ykkur, þið sýnið svo mikið sex-appeal og útgeislun að það gæti orðið pínulítil öfundsýki í kringum ykkur. En öfundsýkin er alltaf tákn um vanmátt og enginn sparkar í hundshræ svo það er aldrei sparkað í þann sem ekkert hefur að gefa. Þú ert á mjög góðu tímabili og eina hindrunin er að þú gefur of stórt pláss í huga þínum í einskis nýtar hugsanir. Þetta er tíminn sem þú þarft að efla orkuna þína. Vertu sjálfum þér trúr Elsku bogmaður minn, orkan sem verður yfir þér á næstunni stoppar þig ekki í því sem þú vilt gera, alveg sama hvað gerist. Þó þér finnist eins og hlutirnir gerist ekki á þínum hraða þá er það alveg á hreinu að það eru engin mistök í gangi, þú ert að gera hárrétta hluti. Það er alveg sama hvað þú ákveður, þú virðist taka réttu ákvörðunina. Þú þarft að muna að þú ert eini dómarinn yfir lífi þínu og að sjálfsögðu þarft þú að dæma þér í hag. Þessi tími verður svo ótrúlega spennandi og skemmtilegur ef þú ert sjálfum þér trúr. Það er hægt að segja að þú hugsir dálítið öðruvísi en hin stjörnumerkin og þú átt það til að vera aðeins á undan með hugmyndir og skoðanir. Fólk getur ekki alltaf haldið í við þig en það er í þínu eðli að hafa alla í lífspartíi þínu. Þú átt erfitt með að vera leiðinlegur og skaprauna fólki. Þú þarft að nota þína snilligáfu til þess að aftengja þig frá þeim sem spila ekki sömu tegund af músík og þú. Hægt og rólega þarft þú að taka inn nýja orku og nýja vini eða breyta áherslum um hvern þú umgengst ef þér finnst þú vera fastur. Hóaðu í vini þína Elsku hjartans frábæra steingeitin mín, þú hefur svo frjótt og athyglisvert ímyndunarafl svo hugur þinn á auðvelt með að sveiflast frá einni hug- mynd í aðra. Þú vilt vera sú persóna sem tekur áhættu en það skiptir þig samt svo miklu máli að vera heiðarleg og hafa allt á hreinu. Það getur hindrað þig eins asnalega og það kann að hljóma. Því það er í eðli þínu að gera allt fyrst fyrir aðra og setja svo súrefnisgrímuna á sjálfa þig en þar sem þú ert svo mikill töffari getur þú sett á þig þannig grímu að öðrum finnist þeir ekki ná að hjarta þínu. Og þú verður alltaf jafn hissa af því þér finnst þú í raun vera með svo opið hjarta og að öllum sé boðið inn. Í ástinni er í eðli þínu að stjórna. Þú vilt gera nákvæmlega það sem þú vilt, þó þú sért kurteis og hlýr við hinn aðilann. Yfir þetta tímabil sem þú ert að fara í er það sam- vinna sem stýrir ferðinni. Að vinna í einlægni með ástinni, gefa nýjan kraft og innspýtingu í vinnuna þína og ákveða hvar og hvernig þú vilt byggja upp heimilið þitt. Hóaðu saman vinum þínum og já, þú átt marga. Breytingatímabil fram undan Elsku hjartans vatnsberinn minn, það er að koma eitthvað svo friðsöm, jákvæð, uppbyggileg og himintær orka inn í þetta merki. Smátt og smátt hefur verið að byggjast upp mikil orka sem veitir þér styrk. Það er ekki eins og þú sért að fara inn á mikið breytingatímabil, nema það sé eitthvað sem þú ert búinn að ákveða og hugsa um að framkvæma. Andlega verður þú sterkari og sterkari og á því byggist lífið. Það eina sem hefur hindrað þig undanfarið, hvort sem það er í sambandi, vinnu eða lífinu hreinlega, er kvíði yfir hinum veraldlegu gæðum sem þér finnst þú þurfa að uppfylla. Ef engar áhyggjur væru tengdar hinu veraldlega þá er ég sannfærð um að þú gætir sagt: Ég er hamingjusamur vatnsberi. Þú ert svo tilfinningamikill og átt það til að vera yfirdrifinn sem er svo dásamlega skemmtilegt, en líka í senn svo ofboðslega tilfinningasamur að ungfrú drama getur átt það til að eiga heima í stofunni hjá þér. Það er náttúrulega mjög óvanalegt hjá vatnsbera en svona er þetta. Ef þú ætlar að vera rökréttur eða reikna allt út þá líður þér illa. Undir töfrakrafti ástarinnar Elsku hjartans fiskarnir mínir, það er svo mögnuð setning fyrir þig út þennan mikilvæga mánuð sem að þú átt svo sannarlega einkaeign á, að vandamál er bara hamingjan í vinnufötum. Ef þú hefur ekki verið það heppinn að þurfa að takast á við það vandamál þá værir þú ekki þessi dá- samlega manneskja sem þú ert. Eftir því sem þú verður eldri þá líður þér betur í eigin skinni. Svo að þú skalt þakka fyrir hvert ár sem bætist við í líflínuna þína. Ef allt hristist í þinni tilfinningaveru þá ert þú að hafa áhyggjur af því sem hefur í raun og veru ekki átt sér stað. Og það mun alltaf fylgja þér sá kraftur sem heitir „þetta reddast“ og sú setning er til bara í íslensku töluðu máli hef ég heyrt. Þú vilt skipuleggja allt í þaula í kringum þig og þar af leiðandi þreytir það þína tilveru þegar fólk í kringum þig skilur ekki þessa skipulagstaktík þína og fattar ekki þegar það gerir vitleysur. Þessi mánuður og þetta ár er svo mikið betra en árið 2016, varðandi það hvernig þú tekur á hlutunum. Þú ert undir töfrakrafti ástarinnar svo að jafnvel hundarnir elta þig heim. Hjartað er fullt af eldi Elsku dásamlega ljón, þú hefur alltaf eitthvað að segja og eitthvað til málanna að leggja. Það sem mun gefa þér blessun þennan mánuð er að vera ekki of einstrengingslegt og samskipti snúast ekki um það að eiga síðasta orðið. Auðvitað er það alveg á hreinu að þú ert gáfaðri en flestir en það gerir ekkert fyrir þig ef þú kannt ekki að efla tengslanet þitt og hafa virkni í kringum þig í sambandi við það. Það er svo dásamlegt í ástinni að þú leggur þig allt fram við að ná í þann sem þú elskar, en átt það til að hætta og missa áhugann þegar þér finnst þú hafa náð tökunum. Kraftur ástarinnar er inni í stjörnumerkinu þínu núna svo að hún eflir góða ást en sprengir vonda, og það er eðli ástarinnar. Þú munt svo sannarlega sjá hverjir eru þínir vinir, þegar þú skoðar það tímabil sem að þú ert að fara inn í. Þar sem þú ert svo mögnuð persóna og hjarta þitt fullt af eldi getur þú auð- veldlega brennt bæði þig og aðra. Núna hefur þú tækifæri til að fara í frelsið og friðinn með þessu fágætu og fallegu vinum sem umkringja þig. 3 . m a r s 2 0 1 7 F Ö s T U D a G U r36 L í F i ð ∙ F r É T T a B L a ð i ð Lífið 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 4 -1 1 3 4 1 D 1 4 -0 F F 8 1 D 1 4 -0 E B C 1 D 1 4 -0 D 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 2 3 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.