Fréttablaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 8
PANTAÐU FRÍAN TÍMA Í SKOÐUN STRAX Í SÍMA 893-0098 HÁRÆÐASLIT Í ANDLITINU ? ÞAÐ ER TIL LAUSN - VIÐ FJARLÆGJUM HÁRÆÐASLIT ENDANLEGA Í ANDLITI Hraunbæ 102 • Reykjavík • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com Snyrtistofan Hafblik Fyrir Eftir BORGARMÁL Starfshópur um heima- og íbúðagistingu í Reykjavík leggur til að borgin óski strax eftir viðræðum við leiguvefinn Airbnb með það að markmiði að auðvelda eftirlit með útleigu íbúða í gegnum vefinn. Þann- ig er lagt til að þak verði sett á fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar, til dæmis við sextíu eða níutíu nætur, en ef ætlunin er að bjóða íbúð til lengri leigu verði að afhenda Airbnb afrit af gistileyfum og skráningarnúmer. Tillaga  starfshópsins  er byggð á erlendri fyrirmynd en í skýrslu starfs- hópsins, sem var lögð fram á fundi borgarráðs á fimmtudag, er bent á að borgaryfirvöld í Amsterdam og Lundúnum hafi náð samningum við Airbnb þar sem fjöldi gistinátta sé takmarkaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tillögu hópsins skynsamlega. „Við erum ein af hraðvaxtarborg- unum í ferðaþjónustu í Evrópu, en alls ekki sú eina, þannig að við höfum borið saman bækur okkar við borgir eins og Barcelona, Berlín, Amster- dam og Stokkhólm sem eru að mörgu leyti í svipuðum sporum og við,“ segir Dagur. Um áramótin náðu yfirvöld í Amsterdam og Lundúnum mjög áhugaverðum samningum við Airbnb að sögn Dags. Þar komi allar upplýsingar um umfang starf- seminnar og gistinætur betur upp á yfirborðið. „Airbnb skuldbindur sig jafn- framt til þess að fylgja eftir reglum sem eru býsna sambærilegar þeim sem hafa verið leiddar í lög hér á landi,“ segir Dagur. Hann á þar við ákvæði í lögum um heimagistingu sem heimilar fólki að leigja út eignir sínar í samtals níutíu daga á ári án þess að hafa rekstrarleyfi. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki heimilt að starfrækja heimagistingu í allt að níutíu daga á ári svo lengi sem það hafi aflað sér starfsleyfis og skráð sig á lista sýslumanns. „Í stað þess að Airbnb eigi í átökum við borgirnar, eins og við þekkjum dæmi um í til dæmis Bandaríkjunum, þá vinna allir hlutaðeigandi saman að því að láta reglurnar virka sem skyldi,“ nefnir Dagur um samstarf borga og leiguvefjarins. Samningur Airbnb við borgaryfir- völd í Amsterdam felur ekki aðeins í sér að leiguvefurinn takmarkar sjálf- Borgin vill samstarf við Airbnb Starfshópur Reykjavíkurborgar leggur til að borgaryfirvöld óski eftir viðræðum við Airbnb. Markmiðið er að auðvelda eftirlit með útleigu íbúða. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tillögu hópsins skynsamlega. Íbúðagisting hefur aukist verulega í Reykjavík undanfarin ár, samhliða auknum ferða- mannastraumi til landsins. FRéttablaðið/ anton bRink 177 prósenta aukning á milli ára Það er kunnara en frá þurfi að segja að fjöldi gistirýma í útleigu hér á landi hefur margfaldast á síðustu árum með stórauknum straumi ferða- manna til landsins. Starfshópurinn fékk Deloitte til þess að afla gagna um umsvif Airbnb í Reykjavíkurborg. Athugun sérfræðinga félagsins leiddi meðal annars í ljós að fjöldi íbúða í útleigu á Airbnb var 177 pró- sentum meiri í janúar 2017 heldur en í janúar 2016. Undanfarna mánuði hefur þó aðeins hægt á fjölguninni. Þá reyndist heildarfjöldi virkra Airbnb-leigurýma í höfuðborginni, þ.e. rýma sem skapa leigutekjur í hverjum mánuði, vera 2.068 talsins í mars síðastliðnum. Hefur fjöldinn haldist nokkuð stöðugur síðustu mánuði, en er þó ávallt mestur yfir sumartímann og um jól og áramót. Í greiningu Deloitte kemur einnig fram að 60 prósent af öllum gistirýmum í höfuðborginni á Airbnb megi finna í mið- og vesturbæ. ur fjölda leyfilegra gistinátta í sam- ræmi við hollensk lög, heldur rukkar Airbnb viðskiptavini sína jafnframt um skatta og gjöld. Dagur segir vilja borgaryfirvalda standa til þess að leyfa fólki að leigja út eigin íbúðir í allt að níutíu daga, en jafnframt „að ná utan um það þegar heilu íbúðirnar eru keyptar gagngert til þess að leigja þær út. Það á að vera leyfisskylt og er mikilvægt að öll slík starfsemi sé uppi á borðum.“ kristinningi@frettabladid.is 2.068 var heildarfjöldi leigurýma í höfuðborginni á Airbnb í mars síðastliðnum. VIÐSKIPTI Kaupverð olíufélagsins N1 á Festi, næststærstu smásölukeðju landsins, er rúmlega 20% hærra en verð Haga á markaði ef miðað er við hefðbundna verðkennitölu. Á þetta er bent í viðbrögðum sérfræðinga Capacent við kaupunum. Þeir benda jafnframt á að sam- kvæmt síðasta verðmati sínu á Högum, helsta keppinauti Festar, sé félagið verulega undirverðlagt á markaði. Taka ber þó fram að umrætt verðmat var unnið áður en Costco opnaði verslun sína í Kauptúni og er því líklegt að verðmat Haga lækki eftir annan fjórðung ársins. N1 tilkynnti um fyrirhuguð kaup sín á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko, fyrr í mánuðinum. Kaupverðið nemur 8.750 milljónum króna og er heildar- virði Festar metið á 37.900 milljónir króna í viðskiptunum. Rekstrarhagn- aður Festar fyrir afskriftir, fjármagns- liði og skatta, svonefnt EBITDA, er áætlaður um 3.340 milljónir króna árið 2016. Fram kemur í viðbrögðum Capa- cent við kaupunum að svonefnt EV/ EBITDA-hlutfall, þ.e. rekstrarhagn- aður sem hlutfall af heildarvirði, fyrir Festi sé 11,3 ef miðað er við uppgefið kaupverð á félaginu. Sama hlutfall hjá Högum er hins vegar 9,3. Það þýðir með öðrum orðum að kaup- verð Festar er umtalsvert hærra en núverandi markaðsverð Haga. – kij Kaupverð Festar yfir markaðsvirði Haga Festi rekur meðal annars sautján krónuverslanir. FRéttablaðið/Vilhelm BAndARíKIn Donald Trump Banda- ríkjaforseti sagðist í gær vilja takmarka ferðalög Bandaríkja- manna við Kúbu og viðskipti milli Bandaríkjanna og hersins á Kúbu. Reut ers greinir frá því að hann vilji afboða „hræðilegan og afvegaleiddan samning“ Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, við Havana. Trump hélt ræðu í Miami í Flórída þar sem hann skrifaði undir tilskipun þess efnis að tak- marka að einhverju leyti hluta af samningi Obama við Kúbu sem var saminn eftir fundi leiðtoga ríkjanna tveggja árið 2014. Trump mun þó leyfa nokkrum af breytingum Obama að standa. Bandaríkin munu til dæmis áfram vera með sendiráð í Havana, höf- uðborg Kúbu. „Við munum ekki þegja lengur þegar við stöndum frammi fyrir kúgun kommúnisma,“ sagði Trump á fundinum. „Ég hætti strax við einhliða samning síð- ustu ríkisstjórnar við Kúbu,“ sagði hann og talaði svo illa um ríkis- stjórn Rauls Castro, forseta Kúbu. Trump vill viðhalda langtíma banni á að Bandaríkjamenn fari til Kúbu sem ferðamenn og vill koma í veg fyrir að bandarískir dollarar séu notaðir til að fjár- magna her Kúbu. Í gær fór Trump svo á Twitter og staðfesti það að hann væri til rannsóknar vegna brottvikningar James Comey, fyrrverandi for- stjóra bandarísku alríkislögregl- unnar, FBI, úr embætti. „Maðurinn sem sagði mér að reka forstjóra FBI er núna að rannsaka mig fyrir að hafa rekið forstjórann! Nornaveiðar,“ segir Trump í tísti sínu. – sg Trump mun afturkalla tilslakanir vegna Kúbuviðskipta Donald trump vill takmarka ferðlög bandaríkjamanna til kúbu. noRDicPhotos/aFP dóMSMÁL  Ákvörðun Skipulagsstofn- unar frá 2014 um að fyrirhuguð fram- kvæmd Silicor Materials á Grundar- tanga í Hvalfjarðarsveit skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum var í gær felld úr gildi af Héraðsdómi Reykjavíkur. Með dóminum er tekið undir kröfu þeirra íbúa í Kjósarhreppi sem stefndu Silicor og íslenska ríkinu vegna málsins. – sg Silicor þarf í umhverfismat dóMSMÁL  Héraðsdómur Reykja- víkur felldi í gær úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann litháísks karl- manns. Endurkomubannið átti að gilda til tíu ára. Litháinn sem hefur búið á Íslandi í tíu ár ásamt fjölskyldu sinni var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir þátttöku í smygli á 1,7 lítrum af amfetamínbasa til landsins. Hann fékk reynslulausn á árinu 2015 og hefur starfað í byggingariðnaði. Eftir að Útlendingastofnun vísaði Litháanum úr landi gerði hann stofn- uninni grein fyrir því að það yrði fjöl- skyldu sinni mjög þungbært og jafn- vel ógerlegt að flytja til Litháens og byrja þar nýtt líf. Lýsti hann iðrun yfir því að hafa gerst brotlegur við hegningarlög og kvaðst ekki mundu gera slík mis- tök aftur. Héraðsdómur segir brott- vísun mannsins ósanngjarna fyrir hann og fjölskyldu hans. – sg Ósanngjarnt að vísa Litháa burt Undirritun samninga um silicor. 1 7 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R d A G U R8 f R é T T I R ∙ f R é T T A B L A Ð I Ð 1 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 9 6 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 D -8 8 4 8 1 D 1 D -8 7 0 C 1 D 1 D -8 5 D 0 1 D 1 D -8 4 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.