Fréttablaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 73
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Bára Gunnbjörnsdóttir Dynsölum 10, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 2. júní sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir samúðarkveðjur og vinarhug. Rebekka Sif Kaaber Guðjón Vilhjálmsson Fríða Rakel Kaaber Ryan Patrekur Kevinsson Bára Margrét og Eva Sóley Guðjónsdætur Björn Kaaber Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, Símon Páll Jónsson Seljabraut 50, lést miðvikudaginn 14. júní á gjörgæsludeild Landspítalans. Aron Páll Símonarson, Elvar Máni Símonarson, Jón Símon Gunnarsson, Eygló Magnúsdóttir og systkini hins látna. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Halldór Árnason Dóri skó Akureyri, lést að öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, fimmtudaginn 15. júní 2017. Jarðarförin auglýst síðar. Anna Gréta Halldórsdóttir Aðalsteinn Sigurgeirsson Ása Björk Þorsteinsdóttir Oddur Helgi Halldórsson Margrét Harpa Þorsteinsd. Freydís Ágústa Halldórsdóttir Jóhann Skírnisson Elma Dóra Halldórsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ragnar Hilmar Þorsteinsson múrarameistari, Jötunsölum 2, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 21. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartaheill. Kristín Hrefna Kristjánsdóttir Guðlaug Ragnarsdóttir Birgir Bjarnason Kristján Hjálmar Ragnarsson Kristjana Una Gunnarsd. Sigríður Ragnarsdóttir Trausti Gylfason barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát eiginmanns míns, föður, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, Halldórs V. Vilhjálmssonar (Mansa) sem lést 31. maí 2017. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Þorsteinsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Þórarinn Grímsson (Doddi Gríms) þúsundþjalasmiður, Knarrarbergi 8, Þorlákshöfn, lést á hjartadeild Landspítalans þann 14. júní sl. Útförin verður auglýst síðar. Valgerður Jóhannesdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Kærar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar Ingveldar Guðmundsdóttur Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu, Reykjavík, fyrir umönnun, vinskap og hlýju. Kristján Ólafsson Áslaug Friðriksdóttir Guðrún Þ. Ólafsdóttir Ólafur V. Skúlason Sigurður Ingi Ólafsson Kristjana L. Rasmussen Ove L. Rasmussen Hjördís Ólafsdóttir Halldór Ingvason Unnur Ólafsdóttir Stefnir Helgason barnabörn og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Friðrik J. Jónsson frá Kópaskeri, til heimilis að Lindasíðu 4, Akureyri, lést á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð þann 12. júní. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju á Akureyri, fimmtudaginn 22. júní kl. 13.30. Árni V. Friðriksson Gerður Jónsdóttir Ólafur Friðriksson Freyja Tryggvadóttir Kristín Helga Friðriksdóttir Bjarki Hrafn Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir og afi, Helge Sørensen 9. okt. 1937 – 9. júní 2017 verður jarðsettur frá Østervangskirken í Glostrup, þriðjudaginn 20. júní. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Hjördís Ingunn, Ulla Björk og Stina Stella. Elskulegur faðir, tengdafaðir og bróðir, Bjarni Hákonarson lést á líknardeild Landspítalans 7. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. júní kl. 13. Birgir Páll Bjarnason Amanda Da Silva Cortes Ragnheiður Mekkín Bjarnad. Kristján Oddsson Hulda Hákonardóttir Eggert Finnbogason Rósa Finnbogadóttir Sigurður Rúnar Sigurðsson Auður Finnbogadóttir Enrique Llorens Ólafur Finnbogason Sigríður Finnbogadóttir Leifur Hákonarson Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Rutar Sigurðardóttur Hrafnistu, Reykjavík, (áður Árskógum 8). Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Hrafnistu fyrir alúð og umhyggju. Guðmundi Rúnarssyni lækni þökkum við einstaka umönnun undanfarin ár. Birna Ágústsdóttir Júlíus Sigmundsson Guðlaugur Ágústsson Sigríður Ósk Pálmadóttir Ævar Ágústsson Ragnheiður Júníusdóttir Ína Björg Ágústsdóttir Haraldur Hansson Magnús Ágústsson Reynee Rose Agustsson Berglind Ágústsdóttir Hjálmar Hjálmarsson Linda Sjöfn Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a ð i ðT T T T 37L a U G a R D a G U R 1 7 . j ú n í 2 0 1 7 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ég er kominn úr útlegð í bili en fer svo aftur í framhaldsnám,“ segir Bjarni Örn Kristinsson, 24 ára, sem útskrifaðist nýlega með B.Sc. gráðu í flugvéla-og geimverkfræði frá MIT (Massachusetts Institute of Technology) sem sam- kvæmt QS University Ranking hefur verið besti háskóli heims síðustu ár. Bjarni Örn er sonur Örnu Sifjar Kærne sted tölvunarfræðings og Krist- ins Ragnars Árnasonar fjármálastjóra. Hvers vegna varð flugvéla- og geim- verkfræði fyrir valinu hjá honum? „Í menntaskóla fór ég í skiptinám til Jap- ans í eina önn. Þá opnaðist heimurinn og ég áttaði mig á hvað það er gaman að kynnast fólki frá öllum heimshornum og mér fannst lítið mál að búa erlend- is. Stefnan var því fljótt sett á nám í útlöndum. Á endanum stóð MIT upp úr. Það var ekki aðeins námið, heldur menningin og fólkið í skólanum sem togaði. Þar að auki ábyrgist MIT að veita nemendum fjárhagsaðstoð, óháð einkunnum og hvers lenskir þeir eru.“ En hafa Íslendingar þörf fyrir geim- verkfræðinga? „Að minnsta kosti flug- vélaverkfræðinga. Ég skoðaði að fara í tölvunarfræði sem annar hver nemandi er í, líka kjarnorku- og samrunaverk- fræði sem væri erfiðara að fá vinnu við á Íslandi, en áfangar um þotuhreyfla og eldflaugar, já, takk! Stærsta hindrunin við að fá vinnu í þessu fagi í Banda- ríkjunum er að fá öryggisheimild sem krefst ríkisborgararéttar í nánast öllum tilfellum. Án hennar fengi ég ekki að skúra gólfið í hönnunardeild Lockheed Martin.“ Hann reiknar þó með nokkurra ára veru í Bandaríkjunum. „Ég byrja á meistaranáminu í haust en til að kom- ast í doktorsnámið þarf ég að standast röð stöðuprófa. Ég held áfram á meðan ég hef gaman af náminu og rannsóknar- verkefnunum.“ Nú ætlar hann að njóta íslenska sumarsins og vinna í markaðsáhættu í Landsbankanum. „Verkfræðin er tól sem maður getur notað í allt milli himins og jarðar,“ segir hann. „Það er mikilvægt að byggja upp reynslu og þekkingu á mörgum sviðum.“ gun@frettabladid.is Þotuhreyflar, já, takk! Bjarni Örn Kristinsson er nýkominn heim með B.Sc. gráðu í flugvéla- og geimverkfræði frá MIT, einum besta háskóla heims. Þar komast um 2,2% útlendinga inn í grunnnám. „Verkfræðin er tól sem maður getur notað í allt milli himins og jarðar,“ segir Bjarni Örn. Mynd/Sif KjærneSted 1 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 9 6 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 D -9 2 2 8 1 D 1 D -9 0 E C 1 D 1 D -8 F B 0 1 D 1 D -8 E 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.