Fréttablaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 12
GAKKTU Á HLJÓÐIÐ NÁNAR Á 17JUNI.IS STÓRTÓNLEIKAR Í HLJÓMSKÁLAGARÐINUM 17. JÚNÍ Skrúðgöngur leggja af stað kl. 13 frá Laugavegi við Barónsstíg og Hagatorgi. Þær nema staðar í garðinum græna, þar sem fjöldi listamanna kemur fram frá kl. 14–18. Auk tónleikadagskrár verða ýmsir aðrir viðburðir í garðinum. Brúðubíllinn, skátaþrautir, listhópar, Skólahreysti, Sirkus Íslands og margt fleira. Sjáumst í hátíðarskapi. 14:00 Stuðmenn 14:45 Hildur 15:00 Between Mountains 15:45 Daði Freyr 16:30 Svala 17:15 Emmsjé Gauti TÓNLEIKA- DAGSKRÁ #17JUNI Viðskipti Netrisinn Amazon mun festa kaup á bandarísku matvöru- keðjunni Whole Foods. BBC greinir frá því að kaupverðið sé 13,7 millj- arðar dollara og sé stærsta innreið Amazon á hinn hefðbundna smá- sölumarkað. Amazon borgar 42 dollara fyrir hvern hlut í fyrirtækinu. Whole Foods sem stofnað var árið 1978 er leiðandi í sölu á lífrænum mat. Fyrirtækið rekur 460 verslanir í Bandaríkjunum, Kanada og Bret- landi og starfa 87 þúsund manns fyrir fyrirtækið. Whole Foods hefur verið undir aðhaldi frá fjárfestum undanfarið vegna dræmrar sölu og aukinnar samkeppni. Í síðasta mánuði var nýr fjármálastjóri ráðinn til fyrir- tækisins og komu nýir aðilar inn í stjórn þess. Kaupverð Amazon á Whole Foods er 27 prósentum hærra en markaðs- virði fyrirtækisins þegar markaðir lokuðu á fimmtudag. – sg Amazon kaupir Whole Foods Whole Foods rekur 460 verslanir í þremur löndum. Fréttablaðið/EPa sVÍÞJÓð Kærum vegna nauðgana í Svíþjóð hefur fjölgað um 16 prósent það sem af er þessu ári frá því í fyrra. Í lok maí höfðu 2.224 kærur borist. Samtímis eru fleiri mál lögð niður í ár en í fyrra eða 13 á dag að jafnaði. Samkvæmt heimildum Sænska dagblaðsins eru flókin mál látin bíða til þess að hægt sé að senda fleiri mál til saksóknara á fyrri helmingi ársins. Haft er eftir lög- reglumanni að 80 nauðgunarkærur bíði nú rannsóknar sem enginn hafi haft tíma til að sinna. Í staðinn rannsaki lögreglan einstaklinga sem hafi ekið á móti rauðu ljósi eða á staur. - ibs Fleiri kæra nauðganir Bretland Lögreglan í London hefur staðfest að í það minnsta 30 manns létu lífið í brunanum í Grenfell-turn- inum í Norður-Kensington í London. Eldurinn kom upp aðfaranótt mið- vikudags. BBC greinir frá því að enn hafi í kringum 70 manns ekki fundist og líklegt er talið að þessir þrjátíu sem létust séu meðal þeirra. Þegar Frétta- blaðið fór í prentun höfðu einungis verið borin kennsl á þrjá hinna látnu. Lögreglan hefur varað við því að ef til vill verði ekki hægt að bera kennsl á alla hina látnu. Eldsvoðinn hefur vakið upp hörð viðbrögð hjá þeim sem töldu að eld- varnir hefðu ekki verið nægilegar í húsinu. Í gær mótmælti mikill fjöldi fólks klukkan þrjú að staðartíma fyrir utan ráðhúsið í Kensington og Chelsea hverfinu. Áætlað er að milli 50 og 60 manns hafi ráðist inn í ráðhúsið um hálf fimm til að mót- mæla. Þeir hafi krafist þess að þeir sem misstu íbúðir sínar fengju hjálp strax og að svör þyrftu að fást vegna brunans. Elísabet II Englandsdrottning og Vilhjálmur prins heimsóttu sjálf- boðaliða, íbúa og fulltrúa sam- félagsins á svæðinu í gær í Westway- íþróttahöllinni. Englandsdrottning þakkaði slökkviliðsmönnum fyrir hugrekki sitt og sjálfboðaliðum, sem hafa aðstoðað fórnarlömbin, fyrir gjafmildi. Enn er óvíst um upptök eldsins, en lögreglan segir engar vísbendingar um að kveikt hafi verið viljandi í. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur Theresa May, forsætisráðherra Bret- lands, óskað eftir opinberri rannsókn á brunanum. Hún segir að almenn- ingur eigi skilið svör um það hvers vegna eldurinn dreifðist jafn hratt og raun ber vitni. – sg Ljóst að minnst þrjátíu manns létu lífið í London Fjöldinn allur kom saman fyrir utan ráðhús Kensington og Chelsea til að mótmæla í gær. Fréttablaðið/EPa nOreGUr Nordea-bankinn hefur í undirrétti í Noregi verið dæmdur til að greiða hjónum bætur vegna milljónatjóns sem þau urðu fyrir. Þau höfðu tekið lán í erlendri mynt þegar þau keyptu sér sumarhús í Frakklandi. Það er mat dómstólsins að bankinn hefði átt að ráða hjón- unum frá því að taka slíkt lán. Hjónin tóku lán í svissneskum frönkum fyrir 2,5 milljónir norskra króna árið 2008. Upphæðin var komin í yfir 4,1 milljón á nokkrum árum. Bankinn var dæmdur til að greiða hjónunum 1,5 milljónir norskra króna eða næstum jafnháa upphæð og tapið hljóðaði upp á. – ibs Banki greiði bætur vegna myntláns lögregla á vettvangi í Svíþjóð. NOrDiCPHOtOS/aFP 1 7 . J ú n Í 2 0 1 7 l a U G a r d a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 9 6 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 D -6 F 9 8 1 D 1 D -6 E 5 C 1 D 1 D -6 D 2 0 1 D 1 D -6 B E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.