Fréttablaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Það var laugardagskvöld, klukkan var ellefu og ég var á leið í háttinn. Úrill stóð ég inni á baði og burstaði í mér tennurnar. Áhyggjur af ókláruðum verkum sáðu sér eins og illgresi um hugann. Mjólkin var búin. Myndi kók út á Cheerios barnanna í fyrramálið hringja sjálfkrafa viðvörunarbjöllum hjá barnaverndaryfirvöldum? Og kakan, helvítis kakan sem mér hafði verið falið að baka fyrir íþróttadaginn í leikskólanum. Af hverju mátti hún ekki vera úr pakka? Krökkunum stæði á sama. Helmingur- inn af þeim borðaði sand. Það var mamma Sophie sem krafðist heimabaksturs. Sjitt hvað ég þoldi ekki mömmu Sophie. Hver stýrði afmæli barnsins síns með kúabjöllu? Ding-ding: „Hummusinn og gulrótarstangirnar eru komin á borðið, vinsamlegast myndið einfalda röð.“ Ó fokk, ég átti eftir að taka úr þvottavélinni. En svo kallaði eiginmaðurinn í mig innan úr stofu: „Kveiktu á fréttunum; það er eitthvað að gerast á London Bridge.“ Kúabjallan, beljan og heimilisverkin gleymdust á auga- bragði er samhengi hlutanna skall á mér eins og löðrungur. Skálað í flötum bjór Í dag eru tvær vikur síðan hryðjuverkaárás var gerð í Lond- on. Þrír hrottar óku sendiferðabíl á gangandi vegfarendur, stukku þvínæst út úr honum og réðust á fólk af handahófi með hnífum. Átta létust og fjörutíu og átta særðust. Ég bý í London. Daginn eftir árásina ultu klukkustund- irnar áfram eins og tilfinningasnjóbolti sem hlóð utan á sig sorg, reiði og ótta. Hvað áttum við að gera? Við gætum varla farið í neðanjarðarlestina eins og til stóð. Var það? Yrðum við ekki bara að halda okkur heima? Læsa dyrum. Loka gluggum. Var hægt að búa í London við þessar aðstæður? Ættum við kannski að flytja í einhvern óþekktan smábæ? Crapham. Shitwich. En snjóinn leysti og æðið bráði af mér. Fjölskyldan klæddi sig í sunnudagspússið, steig um borð í lest sem ók um London Bridge lestarstöðina og gerði sér glaðan dag með góðum vinum. London var samstíga. Hryðjuverka- menn skyldu engu fá breytt. Allir skyldu halda sínu striki, ganga um göturnar, borða á veitingastöðunum og skála í flötum bjór að breskum sið. Þegar heim var komið fékk ég mér sæti inni í stofu og gerði nokkuð sem ég taldi sakleysislegt. Ég fór á Facebook. En án þess að átta mig á því spilaði ég beint upp í hend- urnar á hryðjuverkamönnunum. Tilhæfulaus ótti Í dag er 17. júní. Hæ, hó, jibbí, jei og gleðilega hátíð. Eins og fram kom í fréttum í vikunni verða hátíðahöldin með breyttu sniði í ár. Vopnaðir lögreglumenn munu gæta 17. júní gleðinnar. Haraldur Johannessen ríkislögreglu- stjóri sagði í viðtali að ástæðan væri „sú þróun sem hefur átt sér stað í nágrannalöndunum, nú síðast í London þar sem óðir menn gengu um og myrtu fólk á götum rinnar“. Í kjölfar hryðjuverkanna í London smellti ég á takka á Facebook sem tilkynnti vinum á samfélagsmiðlinum að ég væri heil á húfi. Það var ekki fyrr en ég las grein á Indep- endent um málið sem ég gerði mér grein fyrir hvað ég hafði í raun gert. „Hættan á að særast í hryðjuverkaárás er hverf- andi,“ sagði í greininni. „Öryggishnappurinn breiðir út tilhæfulausan ótta og skapar andrúmsloft þrungið hættu.“ Vopnaðir lögreglumenn á 17. júní eru eins og öryggis- hnappurinn á Facebook: Ráðstöfun sem virðist þjóna hags- munum almennings en vinnur þvert á móti með hryðju- verkamönnunum. Aðalvopn hryðjuverkamannsins Hryðjuverkaárásin í London var enn önnur árás á gildi Vesturlanda; frelsi, jafnrétti og opið samfélag. Hnífar, sprengjur og trukkar eru hins vegar ekki þau vopn sem samfélagsgerð okkar stafar mest hætta af. Aðalvopn hryðjuverkamannsins er óttinn. Með ódæðisverkunum í London hugðust fylgismenn ISIS sá fræjum ótta og tor- tryggni; þeir vildu að við hugsuðum okkur tvisvar um áður en við kæmum saman til að syngja, dansa, borða, drekka og gleðjast. Vopn vekja ugg. Alveg eins og öryggishnappurinn á Facebook breiða þau út „tilhæfulausan ótta og skapa and- rúmsloft þrungið hættu“. Ef hryðjuverk í London veldur því að vopnaðir lögreglumenn verða hluti af íslensku landslagi hafa hryðjuverkamennirnir haft erindi sem erfiði. ISIS 1 – Ísland 0. ISIS 1 – Ísland 0 Seint á síðustu öld var um árabil eftirminnilegur móttökustjóri í forsætisráðuneytinu, sem þá hýsti forsetaembættið líka. Hann var vel við aldur, bakari að iðn, lágur vexti, tággrannur, fágaður í fasi og vinalegur en fastur fyrir. Hans hlutverk var að bjóða gesti velkomna og láta þá sem ekki voru á skrá gera grein fyrir sér. Dagleg öryggisvarsla var á hans könnu þó að fleiri hafi verið kallaðir til þegar mikið lá við. Þetta var í kalda stríðinu og tíð hryðjuverk í Evrópu. Gíslataka Svarta september, alþjóðaarms PLO, á Ólympíuleikunum í München olli miklu blóðbaði, IRA framdi ódæði á Bretlandseyjum, Rauðu herdeildirnar skelfdu Ítali, Baader-Meinhof framdi morð og mannrán í Þýskalandi, Carlos, oft nefndur Sjakalinn, skildi eftir sig blóðslóð í Frakklandi og tíðar fréttir bárust af mann- fórnum ETA á Spáni. Listinn var miklu lengri. Sveitir morðhunda, sem þjónuðu lund sinni með pólitísku yfir- varpi, voru fleiri þá en nú. Þó virðist viðtekið að heimur fari versnandi. Það stenst ekki skoðun. Samantektir læknisins Hans Rosling, nýlát- ins meistara tölfræðinnar, sýndu minnkandi hryðju- verkaógn, færri styrjaldir, minna ofbeldi og almennt friðsælla mannlíf. Rannsóknir margra virtra fræðimanna leiða það sama í ljós. Samt mála grunnhyggnir leiðtogar nær og fjær heiminn æ dekkri litum. Afleiðingin er tor- tryggni, byggð á einstökum voðaverkum, en ekki heilli mynd af veruleikanum. Hér birtist lögreglan grá fyrir járnum við saklaust fjöl- skylduhlaup og þjóðaröryggisráði er hóað saman í aflóga loftvarnarbyrgi, „á stað sem uppfyllir nauðsynlegar öryggiskröfur“, eins og aðstoðarmaður forsætisráðherra orðar það. Hvergi er útskýrt hvers vegna og ekki greint frá sérstökum váboðum. Fyrst ekkert óvenjulegt kallar á viðbúnaðinn, má reikna með að lögregla verði við alvæpni á útisam- komum hér eftir. Hvernig á að manna tilstandið þegar æskan þyrpist á útihátíðir á sumrin? Eitthvað hlýtur það að kosta. Á meðan sveltur fáliðuð almenn lögregla, sem þó reynist svo vel að Ísland er talið friðsælasta land í heimi. Lögregla getur ekki fengið betri einkunn. Enda nýtur hún trausts og á skilið ríkulegri umbun fyrir sín daglegu störf. Byssur geta stoppað voðaverk. En hvort fælingar- máttur þeirra sé yfir höfuð fyrir hendi gegn þeim, sem líklegastir eru til að myrða blásaklaust fólk, er óvíst. Byssur gætu eins virkað sem segull á heilaþvegna blóð- hunda, sem hika ekki við að fórna eigin lífi þegar lagt er til atlögu. Markmið þeirra er blóðbað. Óttast fólk í slíku hugarástandi byssur? Margt hefur breyst frá dögum móttökustjórans aldna. Mannlífið er fjölskrúðugra – ferðafólk, farandverkamenn og nýbúar fagna 17. júní með okkur í dag. Það er ánægju- efni. Svartir sauðir slæðast óhjákvæmilega með. Því þarf að mæta af yfirvegun. En erfitt er að koma auga á rökin fyrir vopnabyltingunni sem hellist yfir okkur. Er verið að fórna sakleysinu á altari viskunnar – eða á altari óþarfa ótta? Sakleysi fórnað Samt mála grunnhyggn- ir leiðtogar nær og fjær heiminn æ dekkri litum. Afleiðingin er tortryggni, byggð á einstökum voðaverkum, en ekki heilli mynd af veruleik- anum. Gríptu lyfin á leiðinni heim Apótek Garðarbæjar í alfaraleið Litlatún 3, Garðarbæ | Sími 577 5010 1 7 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R16 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð i ð SKOÐUN 1 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 9 6 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 D -4 8 1 8 1 D 1 D -4 6 D C 1 D 1 D -4 5 A 0 1 D 1 D -4 4 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.