Fréttablaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Gunnar
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Það var laugardagskvöld, klukkan var ellefu og ég var á leið í háttinn. Úrill stóð ég inni á baði og burstaði í mér tennurnar. Áhyggjur af ókláruðum verkum sáðu
sér eins og illgresi um hugann. Mjólkin var búin. Myndi
kók út á Cheerios barnanna í fyrramálið hringja sjálfkrafa
viðvörunarbjöllum hjá barnaverndaryfirvöldum? Og
kakan, helvítis kakan sem mér hafði verið falið að baka
fyrir íþróttadaginn í leikskólanum. Af hverju mátti hún
ekki vera úr pakka? Krökkunum stæði á sama. Helmingur-
inn af þeim borðaði sand. Það var mamma Sophie sem
krafðist heimabaksturs. Sjitt hvað ég þoldi ekki mömmu
Sophie. Hver stýrði afmæli barnsins síns með kúabjöllu?
Ding-ding: „Hummusinn og gulrótarstangirnar eru komin
á borðið, vinsamlegast myndið einfalda röð.“ Ó fokk, ég átti
eftir að taka úr þvottavélinni.
En svo kallaði eiginmaðurinn í mig innan úr stofu:
„Kveiktu á fréttunum; það er eitthvað að gerast á London
Bridge.“
Kúabjallan, beljan og heimilisverkin gleymdust á auga-
bragði er samhengi hlutanna skall á mér eins og löðrungur.
Skálað í flötum bjór
Í dag eru tvær vikur síðan hryðjuverkaárás var gerð í Lond-
on. Þrír hrottar óku sendiferðabíl á gangandi vegfarendur,
stukku þvínæst út úr honum og réðust á fólk af handahófi
með hnífum. Átta létust og fjörutíu og átta særðust.
Ég bý í London. Daginn eftir árásina ultu klukkustund-
irnar áfram eins og tilfinningasnjóbolti sem hlóð utan á sig
sorg, reiði og ótta. Hvað áttum við að gera? Við gætum varla
farið í neðanjarðarlestina eins og til stóð. Var það? Yrðum
við ekki bara að halda okkur heima? Læsa dyrum. Loka
gluggum. Var hægt að búa í London við þessar aðstæður?
Ættum við kannski að flytja í einhvern óþekktan smábæ?
Crapham. Shitwich.
En snjóinn leysti og æðið bráði af mér. Fjölskyldan
klæddi sig í sunnudagspússið, steig um borð í lest sem ók
um London Bridge lestarstöðina og gerði sér glaðan dag
með góðum vinum. London var samstíga. Hryðjuverka-
menn skyldu engu fá breytt. Allir skyldu halda sínu striki,
ganga um göturnar, borða á veitingastöðunum og skála í
flötum bjór að breskum sið.
Þegar heim var komið fékk ég mér sæti inni í stofu og
gerði nokkuð sem ég taldi sakleysislegt. Ég fór á Facebook.
En án þess að átta mig á því spilaði ég beint upp í hend-
urnar á hryðjuverkamönnunum.
Tilhæfulaus ótti
Í dag er 17. júní. Hæ, hó, jibbí, jei og gleðilega hátíð.
Eins og fram kom í fréttum í vikunni verða hátíðahöldin
með breyttu sniði í ár. Vopnaðir lögreglumenn munu gæta
17. júní gleðinnar. Haraldur Johannessen ríkislögreglu-
stjóri sagði í viðtali að ástæðan væri „sú þróun sem hefur
átt sér stað í nágrannalöndunum, nú síðast í London þar
sem óðir menn gengu um og myrtu fólk á götum rinnar“.
Í kjölfar hryðjuverkanna í London smellti ég á takka á
Facebook sem tilkynnti vinum á samfélagsmiðlinum að ég
væri heil á húfi. Það var ekki fyrr en ég las grein á Indep-
endent um málið sem ég gerði mér grein fyrir hvað ég hafði
í raun gert. „Hættan á að særast í hryðjuverkaárás er hverf-
andi,“ sagði í greininni. „Öryggishnappurinn breiðir út
tilhæfulausan ótta og skapar andrúmsloft þrungið hættu.“
Vopnaðir lögreglumenn á 17. júní eru eins og öryggis-
hnappurinn á Facebook: Ráðstöfun sem virðist þjóna hags-
munum almennings en vinnur þvert á móti með hryðju-
verkamönnunum.
Aðalvopn hryðjuverkamannsins
Hryðjuverkaárásin í London var enn önnur árás á gildi
Vesturlanda; frelsi, jafnrétti og opið samfélag. Hnífar,
sprengjur og trukkar eru hins vegar ekki þau vopn sem
samfélagsgerð okkar stafar mest hætta af. Aðalvopn
hryðjuverkamannsins er óttinn. Með ódæðisverkunum
í London hugðust fylgismenn ISIS sá fræjum ótta og tor-
tryggni; þeir vildu að við hugsuðum okkur tvisvar um áður
en við kæmum saman til að syngja, dansa, borða, drekka
og gleðjast.
Vopn vekja ugg. Alveg eins og öryggishnappurinn á
Facebook breiða þau út „tilhæfulausan ótta og skapa and-
rúmsloft þrungið hættu“. Ef hryðjuverk í London veldur
því að vopnaðir lögreglumenn verða hluti af íslensku
landslagi hafa hryðjuverkamennirnir haft erindi sem erfiði.
ISIS 1 – Ísland 0.
ISIS 1 – Ísland 0
Seint á síðustu öld var um árabil eftirminnilegur móttökustjóri í forsætisráðuneytinu, sem þá hýsti forsetaembættið líka. Hann var vel við aldur, bakari að iðn, lágur vexti, tággrannur, fágaður í fasi og vinalegur en fastur fyrir. Hans
hlutverk var að bjóða gesti velkomna og láta þá sem ekki
voru á skrá gera grein fyrir sér. Dagleg öryggisvarsla var á
hans könnu þó að fleiri hafi verið kallaðir til þegar mikið
lá við.
Þetta var í kalda stríðinu og tíð hryðjuverk í Evrópu.
Gíslataka Svarta september, alþjóðaarms PLO, á
Ólympíuleikunum í München olli miklu blóðbaði, IRA
framdi ódæði á Bretlandseyjum, Rauðu herdeildirnar
skelfdu Ítali, Baader-Meinhof framdi morð og mannrán
í Þýskalandi, Carlos, oft nefndur Sjakalinn, skildi eftir sig
blóðslóð í Frakklandi og tíðar fréttir bárust af mann-
fórnum ETA á Spáni. Listinn var miklu lengri. Sveitir
morðhunda, sem þjónuðu lund sinni með pólitísku yfir-
varpi, voru fleiri þá en nú.
Þó virðist viðtekið að heimur fari versnandi. Það stenst
ekki skoðun. Samantektir læknisins Hans Rosling, nýlát-
ins meistara tölfræðinnar, sýndu minnkandi hryðju-
verkaógn, færri styrjaldir, minna ofbeldi og almennt
friðsælla mannlíf. Rannsóknir margra virtra fræðimanna
leiða það sama í ljós. Samt mála grunnhyggnir leiðtogar
nær og fjær heiminn æ dekkri litum. Afleiðingin er tor-
tryggni, byggð á einstökum voðaverkum, en ekki heilli
mynd af veruleikanum.
Hér birtist lögreglan grá fyrir járnum við saklaust fjöl-
skylduhlaup og þjóðaröryggisráði er hóað saman í aflóga
loftvarnarbyrgi, „á stað sem uppfyllir nauðsynlegar
öryggiskröfur“, eins og aðstoðarmaður forsætisráðherra
orðar það. Hvergi er útskýrt hvers vegna og ekki greint frá
sérstökum váboðum.
Fyrst ekkert óvenjulegt kallar á viðbúnaðinn, má
reikna með að lögregla verði við alvæpni á útisam-
komum hér eftir. Hvernig á að manna tilstandið þegar
æskan þyrpist á útihátíðir á sumrin? Eitthvað hlýtur það
að kosta.
Á meðan sveltur fáliðuð almenn lögregla, sem þó
reynist svo vel að Ísland er talið friðsælasta land í heimi.
Lögregla getur ekki fengið betri einkunn. Enda nýtur hún
trausts og á skilið ríkulegri umbun fyrir sín daglegu störf.
Byssur geta stoppað voðaverk. En hvort fælingar-
máttur þeirra sé yfir höfuð fyrir hendi gegn þeim, sem
líklegastir eru til að myrða blásaklaust fólk, er óvíst.
Byssur gætu eins virkað sem segull á heilaþvegna blóð-
hunda, sem hika ekki við að fórna eigin lífi þegar lagt er
til atlögu. Markmið þeirra er blóðbað. Óttast fólk í slíku
hugarástandi byssur?
Margt hefur breyst frá dögum móttökustjórans aldna.
Mannlífið er fjölskrúðugra – ferðafólk, farandverkamenn
og nýbúar fagna 17. júní með okkur í dag. Það er ánægju-
efni. Svartir sauðir slæðast óhjákvæmilega með. Því þarf
að mæta af yfirvegun. En erfitt er að koma auga á rökin
fyrir vopnabyltingunni sem hellist yfir okkur.
Er verið að fórna sakleysinu á altari viskunnar – eða á
altari óþarfa ótta?
Sakleysi fórnað
Samt mála
grunnhyggn-
ir leiðtogar
nær og fjær
heiminn æ
dekkri litum.
Afleiðingin
er tortryggni,
byggð á
einstökum
voðaverkum,
en ekki heilli
mynd af
veruleik-
anum.
Gríptu lyfin á leiðinni heim
Apótek Garðarbæjar í alfaraleið
Litlatún 3, Garðarbæ | Sími 577 5010
1 7 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R16 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð i ð
SKOÐUN
1
7
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
D
-4
8
1
8
1
D
1
D
-4
6
D
C
1
D
1
D
-4
5
A
0
1
D
1
D
-4
4
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
9
6
s
_
1
6
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K