Fréttablaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 81
Vínarlög, aríur, dúettar, valsar og ungverskir dansar verða á árlegum hátíðartónleikum Salon Islandus í Kirkjuhvoli,
safnaðarheimili Vídalínskirkju í
Garðabæ í kvöld. Þeir hefjast klukk-
an 20. Einsöngvarar með sveitinni
í ár eru þau Lilja Guðmundsdóttir
sópran og Elmar Gilbertsson tenór.
„Einsöngvararnir eru aðalatriðið og
svo sólóið hennar Sigrúnar Eðvalds
á fiðluna,“ segir Sigurður Ingvi
Snorrason, stjórnandi sveitarinnar.
„Elmar syngur Ó, sole mio og Sig-
rún spilar Zardas eftir Monti fyrir
hlé,“ tekur hann fram og heldur
áfram: „Við förum út um víðan völl
í fyrri hluta prógrammsins, erum
bæði með ungverskt þema og svo
koma tveir Napólíbúar sem sömdu
O, sole mio og Zardasinn. Jóhann
Strauss verður alltaf að vera á sínum
stað, við erum með vals og polka
eftir hann og svo endum við fyrir
hlé á frægasta Vínarlagi allra tíma,
Vín, Vín, þú aðeins ein. Þau syngja
það bæði, Lilja og Elmar.“
Seinni helming tónleikanna segir
Sigurður algerlega helgaðan tón-
skáldinu Franz Lehár. „Þá heyrast
frægar aríur eftir hann, meðal ann-
ars úr óperettunni Brosandi landi.
„Það er alltaf nýtt og nýtt prógram
á þessum tóleikum þó þeir séu
árvissir,“ segir hann.
Með hljómsveitinni leika að
þessu sinni auk Sigurðar á kontra-
bassa og Sigrúnar Eðvalds á fiðlu
þau Sigurlaug Eðvaldsdóttir á fiðlu,
Bryndís Björgvinsdóttir á selló,
Hávarður Tryggvason á kontra-
bassa, Martial Nardeau á flautu,
Anna Guðný Guðmundsdóttir á
píanó og Frank Aarnink á slagverk.
Ókeypis er inn. – gun
Elmar syngur O, sole mio og Sigrún Spilar Zardas eftir Monti fyrir hlé
„Við helgum seinni helminginn algerlega Franz Lehár,“ segir Sigurður Ingvi. FréttabLaðIð/GVa
Næstkomandi sunnudag verður
opnuð all sérstök sýning í Nauthóls-
vík á verkum norsku listakonunnar
Torild Storvik Malmedal undir yfir-
skriftinni Capture the Blue. Sýning
Torild Storvik Malme dal saman-
stendur af marmara- og glerskúlptúr-
um en hún segir að tilurð verkanna
megi rekja til þess hversu heilluð hún
hefur lengi verið af norðurslóðum.
„Þessi einstaka birta norðurslóða
og heimskautasvæðisins er einstök.
Norðurljósin og bjartur blámi jökl-
anna er eitthvað sem er engu líkt og
ástæðan fyrir því að ég valdi að vinna
mína skúlptúra í hvítan marmara og
gler. Þetta ferðalag hefst norður við
Svalbarða og sýningin hér í Reykjavík
er svo hluti af þeirri vegferð að flytja
þetta suður á bóginn. Þannig leitast
ég við að endurskapa ferðalag hafíss-
ins suður á bóginn og á því ferðalagi
kynnist ég bæði magnþrunginni
náttúru og áhugaverðri menningu.”
Torild segir að með þessu vilji hún
leitast við að fanga ákveðin augna-
blik í straumi tímans. „Þetta er
áminning um hversu viðkvæm nátt-
úra norðurslóða er í raun og veru og
ég vonast til þess að þeir sem koma
að skoða verkin mín muni gefa sér
tíma. Leitist við að hugleiða á hvaða
vegferð við erum og finni innri frið í
þessum hugleiðingum og verkum.“
Norski sendiherrann Cecilie
Landsverk opnar sýninguna form-
lega kl. 15 á sunnudaginn. Fram
koma tónlistarkonan Björg Brjáns-
dóttir, Knut Ødegaard ljóðskáld
les ljóð og reykvískir dansarar stíga
dans við tónlist eftir Erik Syversen
(Zoundart). Listakonan Torild
Malme dal verður viðstödd opnun-
ina. – mg
Birta norðursins
og hverful náttúra
Norska listakonan torild Storvik
Malmedal að störfum við einn af
norðurslóðaskúlptúrunum sínum.
m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 45L A U g A R D A g U R 1 7 . j ú n í 2 0 1 7
1
7
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
D
-4
8
1
8
1
D
1
D
-4
6
D
C
1
D
1
D
-4
5
A
0
1
D
1
D
-4
4
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
9
6
s
_
1
6
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K