Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.06.2017, Qupperneq 81

Fréttablaðið - 17.06.2017, Qupperneq 81
Vínarlög, aríur, dúettar, valsar og ungverskir dansar verða á árlegum hátíðartónleikum Salon Islandus í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ í kvöld. Þeir hefjast klukk- an 20. Einsöngvarar með sveitinni í ár eru þau Lilja Guðmundsdóttir sópran og Elmar Gilbertsson tenór. „Einsöngvararnir eru aðalatriðið og svo sólóið hennar Sigrúnar Eðvalds á fiðluna,“ segir Sigurður Ingvi Snorrason, stjórnandi sveitarinnar. „Elmar syngur Ó, sole mio og Sig- rún spilar Zardas eftir Monti fyrir hlé,“ tekur hann fram og heldur áfram: „Við förum út um víðan völl í fyrri hluta prógrammsins, erum bæði með ungverskt þema og svo koma tveir Napólíbúar sem sömdu O, sole mio og Zardasinn. Jóhann Strauss verður alltaf að vera á sínum stað, við erum með vals og polka eftir hann og svo endum við fyrir hlé á frægasta Vínarlagi allra tíma, Vín, Vín, þú aðeins ein. Þau syngja það bæði, Lilja og Elmar.“ Seinni helming tónleikanna segir Sigurður algerlega helgaðan tón- skáldinu Franz Lehár. „Þá heyrast frægar aríur eftir hann, meðal ann- ars úr óperettunni Brosandi landi. „Það er alltaf nýtt og nýtt prógram á þessum tóleikum þó þeir séu árvissir,“ segir hann. Með hljómsveitinni leika að þessu sinni auk Sigurðar á kontra- bassa og Sigrúnar Eðvalds á fiðlu þau Sigurlaug Eðvaldsdóttir á fiðlu, Bryndís Björgvinsdóttir á selló, Hávarður Tryggvason á kontra- bassa, Martial Nardeau á flautu, Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó og Frank Aarnink á slagverk. Ókeypis er inn. – gun Elmar syngur O, sole mio og Sigrún Spilar Zardas eftir Monti fyrir hlé „Við helgum seinni helminginn algerlega Franz Lehár,“ segir Sigurður Ingvi. FréttabLaðIð/GVa Næstkomandi sunnudag verður opnuð all sérstök sýning í Nauthóls- vík á verkum norsku listakonunnar Torild Storvik Malmedal undir yfir- skriftinni Capture the Blue. Sýning Torild Storvik Malme dal saman- stendur af marmara- og glerskúlptúr- um en hún segir að tilurð verkanna megi rekja til þess hversu heilluð hún hefur lengi verið af norðurslóðum. „Þessi einstaka birta norðurslóða og heimskautasvæðisins er einstök. Norðurljósin og bjartur blámi jökl- anna er eitthvað sem er engu líkt og ástæðan fyrir því að ég valdi að vinna mína skúlptúra í hvítan marmara og gler. Þetta ferðalag hefst norður við Svalbarða og sýningin hér í Reykjavík er svo hluti af þeirri vegferð að flytja þetta suður á bóginn. Þannig leitast ég við að endurskapa ferðalag hafíss- ins suður á bóginn og á því ferðalagi kynnist ég bæði magnþrunginni náttúru og áhugaverðri menningu.” Torild segir að með þessu vilji hún leitast við að fanga ákveðin augna- blik í straumi tímans. „Þetta er áminning um hversu viðkvæm nátt- úra norðurslóða er í raun og veru og ég vonast til þess að þeir sem koma að skoða verkin mín muni gefa sér tíma. Leitist við að hugleiða á hvaða vegferð við erum og finni innri frið í þessum hugleiðingum og verkum.“ Norski sendiherrann Cecilie Landsverk opnar sýninguna form- lega kl. 15 á sunnudaginn. Fram koma tónlistarkonan Björg Brjáns- dóttir, Knut Ødegaard ljóðskáld les ljóð og reykvískir dansarar stíga dans við tónlist eftir Erik Syversen (Zoundart). Listakonan Torild Malme dal verður viðstödd opnun- ina. – mg Birta norðursins og hverful náttúra Norska listakonan torild Storvik Malmedal að störfum við einn af norðurslóðaskúlptúrunum sínum. m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 45L A U g A R D A g U R 1 7 . j ú n í 2 0 1 7 1 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 9 6 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 D -4 8 1 8 1 D 1 D -4 6 D C 1 D 1 D -4 5 A 0 1 D 1 D -4 4 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.