Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.06.2017, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 22.06.2017, Qupperneq 23
Í lok síðustu aldar bar svo við að viðtalsþættirnir Maður er nefndur voru til sýninga í sjón- varpi allra landsmanna. Sitt sýndist hverjum um gæði þáttanna, hverra stjórn var í höndum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófess- ors. Framleiðslan var í höndum félags sem bar heitið Alvís, hvers hagsmuna gætti Jón Steinar Gunn- laugsson lögmaður og fyrrv. hæsta- réttardómari. Þeir sem hér hafa verið nefndir til sögunnar, eru þekktir af öðru en að leggjast í veg fyrir erindis- menn Sjálfstæðisflokksins, og hafa jafnvel tekið að sér slíkan erindis- rekstur sjálfir af einhvers konar sjálfsprottinni skyldu, þó að það sé ekki til umræðu hér. Slíkt kann að viðgangast í stjórnmálaflokkum almennt. En hafa ber hugfast í þessu sambandi að æ sér gjöf til gjalda – og hvort kom á undan, hænan eða eggið. Greinarhöfundur veltir fyrir sér í þessu samhengi hvort nýskipaður dómsmálaráðherra, Sigríður Ander- sen, nú fremst meðal jafningja sem fánaberi fyrrgreindra erindisrek- enda, hafi lagt sig fram um að kynna sér efni umræddra sjónvarpsþátta, og jafnvel ekki fundist neitt sér- staklega mikið til þeirra koma. Það skyldi þó ekki vera að ráðherra hafi ákveðna andúð á því þegar menn eru nefndir eða valdir af nefndum. En fleira kemur til. Dómnefnd um umsækjendur um embætti dómara við Landsrétt hefur nýlokið störfum og lagt fram ítarlega skýrslu ásamt rökstuðningi til grundvallar ákvörð- un sinni. Skýrslan er býsna góð. Greinarhöfundur leyfir sér að halda því fram að margir hæfir menn hafi verið nefndir, þegar fyrrgreind hæf- isnefnd komst að niðurstöðu sinni. Það hvarflar ekki að greinarhöfundi að halda að lögmenn séu annarrar skoðunar en þeirrar, að ítarlegri og vel rökstuddri niðurstöðu hæfis- nefndar verði ekki breytt eða hún felld úr gildi, nema með því að hrekja rökin sem lögð eru til grund- vallar niðurstöðunni hverju sinni – eins og í tilfelli úrskurðar eða dóms hjá dómstóli. Dómsmálaráðherra er lögmaður og starfaði sem slíkur um árabil ásamt kollegum sínum á lögmanns- stofunni Lex, m.a. við málarekstur fyrir dómstólum. Ganga verður út frá því sem vísu að ráðherrann sé öllum hnútum kunnugur, hafandi starfað sem lögmaður um árabil og rekið mál fyrir dómstólum. Hvað vakti fyrir þeim? Það verður ekki hjá því komist að velta fyrir sér hvað ráðherrann og hans fólk voru að myndast við að gera með umdeildum ráðstöfunum sem nú hafa litið dagsins ljós og gengist hefur verið við. Hvað vakti eða vakir fyrir þeim? Við því hafa ekki fengist viðhlítandi skýringar og hefur háttsemin vakið spurningar fremur en að veita svör. Útskýringar sem hafa verið færðar fram verða að teljast afar óljósar eða jafnvel ófull- nægjandi. Er um að ræða einhvers- konar Alvísan félagsskap, líkt og forðum í sjónvarpsþáttaframleiðsl- unni, sem fer fram eins og hentar þó það kunni að líta undarlega út í ljósi þess að um er að ræða ráðherra í ríkisstjórn Íslands, ekki síst gagn- vart þeim sem þurfa að gjalda fyrir gjörðirnar. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið þegar ákvörðun sérstakrar hæfisnefndar, sem ekki er haldin neinum formgöllum svo vitað sé, liggur skýr fyrir ásamt rökstuðn- ingi þá er eðlilegt að færð séu fram viðhlítandi rök af hálfu ráðherra í ríkisstjórn Íslands sem vill breyta ákvörðun hæfisnefndar í veigamikl- um atriðum. Er það eitthvert vafa- mál? Hvers vegna kýs ráðherrann að færa ekki fram viðhlítandi rök, eins og ráðherra hefur praktíserað undanfarin mörg ár sem starfandi lögmaður? Umrætt starfstímabil sem lög- maður er ráðherra ofarlega í huga eftir því sem best verður séð þegar tekið er mið af breytingum sem ráðherra gerði á niðurstöðu hæfis- nefndarinnar. Ekki er ástæða til að slá af kröfunum og gæðum vinn- unnar þegar komið er í stól ráð- herra, þvert á móti – bæta ætti í, og það myndi um leið slá á efasemdar- raddir í garð ráðherra og ekki síður gagnvart nýjum dómstól. Það er ákaflega mikilvægt og eðlilegt að leitað sé skýringa á fyrrgreindri framvindu mála. Maður er nefndur, ráðherra Gunnar Árnason starfar við arkitektúr og hönnun Hvers vegna kýs ráðherrann að færa ekki fram viðhlít- andi rök, eins og ráðherra hefur praktíserað undan- farin mörg ár sem starfandi lögmaður? „Þig langar að halda partí og bjóða öllum sem þú þekkir og faðma þá, líka þessum í vinnunni sem öllum finnst skrítinn.“ T H E G U A R D I A N „Óbærilega spennandi.“ J O S E P H F I N D I SUMAR- SMELLURINN Í ÁR! Fullkomnar í fríið www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsin s | F i sk i slóð 39 Save the Children á Íslandi S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 23F i M M T u D A G u R 2 2 . j ú n í 2 0 1 7 2 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 2 6 -F E 2 0 1 D 2 6 -F C E 4 1 D 2 6 -F B A 8 1 D 2 6 -F A 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.