Fréttablaðið - 22.06.2017, Síða 58
500 ÁSKRIFENDUR
SPORTPAKKANS HAFA NÚ ÞEGAR
UNNIÐ MIÐA FYRIR 2 Á VÖLLINN.
365.ISSÍMI 1817
SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2017
KL. 17:00
HÁSTEINSVÖLLUR
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017
KL. 16:00
AKUREYRARVÖLLUR
MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2017
KL. 19:15
KÓPAVOGSVÖLLUR
*miðað við 12 mánaða bindingu
Tryggðu þér
áskrift á aðeins
399 kr. á dag
11.990 kr. á mánuð
i
*
VINNUR ÞÚ MIÐA Á LEIKINN?
VERÐUR ÞÚ Í HÓPI ÞEIRRA
HEPPNU Í NÆSTU UMFERÐ?
Úrvalslið fyrri umferðarinnar
Bryndís Lára
Hrafnkelsdóttir
Bianca
Elissa Sierra
Ingibjörg
Sigurðardóttir
Lillý Rut
Hlynsdóttir
Guðný
Árnadóttir
Fanndís
Friðriksdóttir
Natalia
Esteva
Katrín
Ásbjörnsdóttir
Agla María
Albertsdóttir
Cloe
Lacasse
Sandra Stephany
Mayor Gutierrez
Fótbolti Þór/KA trónir heldur
óvænt á toppi Pepsi-deildar kvenna
með fullt hús stiga, nú þegar fyrri
umferð tímabilsins er lokið og
mótið því hálfnað. Liðið er með
sex stiga forystu á Breiðablik og því
langur vegur frá því að annar titill í
sögu félagsins sé tryggður.
„Ég átti von á Þór/KA í topp-
baráttu en ekki í svona afgerandi
forystu. Þetta minnir mig á Íslands-
mótin þegar ég var að spila,“ segir
Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA og
sérfræðingur 365 um Pepsi-deild
kvenna.
Fréttablaðið gerir nú upp fyrri
hluta mótsins og tilnefnir lið
umferðarinnar, besta þjálfarann,
efnilegasta leikmanninn og þann
besta – sem er Sandra Stephany
Mayor Gutierrez hjá Þór/KA.
„Hún og allir útlendingarnir hjá
Þór/KA eru stórkostlegir en þeir
gera líka leikmennina í kringum
sig betri,“ segir Helena um Söndru
Stephany og samherja hennar í Þór/
KA.
Bíta litlu liðin frá sér?
Þór/KA byrjaði sumarið á því að
leggja Val að velli en Valskonum
hafði skömmu áður verið spáð titl-
inum. Sigur á Breiðabliki, sem er nú
í öðru sæti, fylgdi svo í kjölfarið.
„Mótið spilaðist vel fyrir þær því
með þessum tveimur sigrum þá var
komin trú í liðið. Sú trú hefur bara
eflst eftir því sem liðið hefur á sum-
arið,“ segir Helena og vonar auð-
vitað til þess að síðari hluti mótsins
verði spennandi.
„Þó svo að það sé ljótt að segja
það átti ég von á að FH myndi taka
fyrstu stigin af Þór/KA í sumar. Það
gerðist síðasta sumar að liðin í neðri
hlutanum fóru að bíta frá sér og ef
það gerist aftur þá gætum við fengið
meiri spennu í mótið.“
Missir liðið fótanna?
Helena bendir á að öll önnur lið í
toppbaráttunni séu nokkurn veginn
á pari miðað við það sem reiknað
var með. Þór/KA hafi hins vegar
farið langt fram úr væntingum.
Næstu tveir leikir Akureyringa
verða við Val og Breiðablik en að
þeim loknum verður hlé gert á
deildinni vegna EM í Hollandi.
„Þessir leikir hafa mjög mikið að
segja og maður veit ekki hvað gerist
ef Þór/KA tapar leik. Missir liðið þá
fótanna?“ spyr Helena.
Valur tekur á móti Þór/KA á
þriðjudagskvöld í næstu viku, en
þá hefst 10. umferðin með fjórum
leikjum. eirikur@frettabladid.is
Yfirburðirnir óvæntir
Sigurganga Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna hefur komið sparkspekingum að óvör-
um en norðanstúlkur eru með fullt hús stiga að loknum fyrri hluta tímabilsins.
Sandra Stephany Mayor Gutierrez er besti leikmaður fyrstu níu umferða Pepsi-deildar kvenna að mati Fréttablaðsins.
Besti þjálfarinn
Halldór Jón Sigurðs-
son, þjálfari Þórs/
KA, er besti
þjálfari fyrstu níu
umferðanna í
Pepsi-deild kvenna
að mati Fréttablaðs-
ins enda lið hans með
fullt hús stiga á toppi deildarinnar.
Donni, eins og hann er kallaður,
tók við liðinu fyrir þetta tímabil
og fer því frábærlega af stað. Hann
hefur verið óhræddur við að koma
með stórar yfirlýsingar eftir leiki í
sumar og stefnir á að vinna alla leiki
í sumar.
„Hann hleður trú í sína leikmenn.
Þær trúa einfaldlega því sem hann
segir og þess vegna trúir maður því
sjálfur að þær geti unnið alla leiki í
sumar,“ segir Helena Ólafsdóttir.
Donni kom mörgum á óvart með
því að stilla upp í þriggja manna
varnarlínu í upphafi móts og hefur
hann haldið tryggð við sitt leikkerfi,
enda ekki ástæða til annars. Þór/KA
hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk
í níu deildarleikjum í sumar.
Besti ungi
leikmaðurinn
Agla María Albertsdóttir er
sautján ára og hefur átt frábært
sumar, ekki bara með Stjörnunni
heldur einnig íslenska landsliðinu
þar sem hún hefur fengið stór
tækifæri í ár.
„Það er stórkostlegt að fylgjast
með henni. Hún átti til dæmis frá-
bæran landsleik gegn Brasilíu og
reiknaði maður með að eftir slíka
frammistöðu myndi jafn ungur
leikmaður og hún slaka
aðeins á en það er
ekki að sjá á henni.
Hún heldur bara
áfram,“ segir Hel-
ena Ólafsdóttir.
Freyr Alexand-
ersson, landsliðs-
þjálfari Íslands,
mun í dag tilkynna
leikmannahóp sinn
fyrir EM í Hollandi og
reiknar Helena með því
að Agla María verði þar á
sínum stað.
„Ég held að hún sé að
fara til Hollands og að hún
verði þar með stórt hlutverk
Úrvalslið fyrri
umferðar Pepsi-
deildar kvenna
er skipað fimm
leikmönnum frá
toppliði Þórs/
KA. Breiðablik
og Stjarnan eiga
tvo fulltrúa
hvort, FH og ÍBV
einn.
2 2 . j Ú n í 2 0 1 7 F i M M t U D A G U R34 S p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð
2
2
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
2
6
-F
E
2
0
1
D
2
6
-F
C
E
4
1
D
2
6
-F
B
A
8
1
D
2
6
-F
A
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
8
0
s
_
2
1
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K