Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2016, Síða 14

Ægir - 01.04.2016, Síða 14
14 „Við vorum að fá það sem við köllum eina í net á nóttu. Það eru sjö og hálfur kílómetri af netum sem má vera með á bát í dag. Við fengum rúmlega 400 grásleppur í þetta þegar við drógum tveggja nátta og hlut- fallslega svipað þegar við dróg- um þriggja nátta. Við erum búnir að fá um 2,9 tonn af grá- sleppu úr tveimur ferðum. Við erum með netin heimavið, eins og við köllum það hér í Stykkis- hólmi; vestan við Hólminn og út að Höskuldsey í sunnanverð- um firðinum. Þetta er svona miðlungs veiði,“ sagði Páll Að- alsteinsson grásleppukarl í samtali við Ægi. Ægir heyrði í Páli þann 28. maí en hann gerir út bátinn Önnu Karín frá Stykkishólmi við annan mann. Þeir lögðu netin 20. maí og drógu þau svo 22. og síðan 25. Síðan var búið að vera sunnan rok á norðanverðu Snæfellsnesi og ekki hægt að koma nálægt netunum. Reynd- ar hafði verið leiðinlegt veður frá 22. maí. Á laugardagsmorg- uninn, þann 28. maí, var vind- hraðinn í Stykkishólmi 18 metr- ar en Páll vonaðist til að komast á sjó daginn eftir. Markaðurinn heimtar vottun „Fyrirtækið Agustsson hér í Stykkishólmi kaupir gráslepp- una heila af okkur. Eftir að MSC vottunin kom á grásleppuveið- arnar landa menn helst heilum fiski í fyrirtæki sem hefur vottun á vinnsluna. Þá er komin vottun bæði á veiðar og vinnslu. Þeir sem eru að salta sjálfir og eru ekki með vottun eiga í erfiðleik- um með að selja hrognin nema á lægra verði. Markaðurinn heimtar vottun,“ sagði Páll. Páll er ekki sáttur við verðið fyrir grásleppuna og hrognin. „Það er eins og allt hjálpist að til að eyðileggja þessar veiðar sem atvinnugrein. Við erum búnir að vera í þessu í 20 ár og aldrei sleppt úr vertíð. Þegar við byrj- uðum mátti vera með 300 net í þrjá mánuði, en í dag er þetta komið niður í 200 net í 32 daga í staðinn fyrir 90. Þetta er því ekki hægt að stunda nema sem hobbý í einn mánuð með ann- arri vinnu. Þegar dögunum var fækkað niður í 50 á sínum tíma Páll Aðalsteinsson við bát sinn, Önnu Karín SH, í höfninni í Stykkishólmi. S jóm en n sk a n

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.