Ægir - 01.04.2016, Blaðsíða 19
19
Lífríkið breytist hratt
Við bíðum með að rekja ferilinn
sem er orðinn langur, bæði á
kaupskipum og fiskiskipum og
ræðum frekar um það sem hef-
ur verið að gerast í lífríkinu
samfara hlýnun sjávarins.
„Manni finnst breytingin allt-
af að verða hraðari. Áður veidd-
ist skötuselurinn bara hér fyrir
sunnan land, frá Hornafirði að
Grindavík. Nú veiðist hann alls
staðar. Blálanga sem var bara
fiskur í djúpköntunum hérna
áður er komin upp á grunnslóð
með vesturströndinni. Svo er
makríllinn kominn, en við erum
ekkert búin að sjá fyrir endann
á því hvaða áhrif hann hefur til
lengri tíma, því hann tekur svo
mikið af æti. Með svona breyt-
ingum kemur eitthvað nýtt inn
og annað færist til. Túnfiskurinn
er til dæmis kominn miklu nær
landinu en áður var. Núna er
ufsaveiði mjög lítil og hefur ver-
ið síðasta ár. Hann virðist ganga
eitthvað dreifðari en áður.
Hvort það er afleiðing af því að
makríllinn er búinn að éta frá
ufsanum ætið, sem hann er að
sækjast í þegar hann þjappar
sér saman, veit maður ekki. Það
hefur verið mjög erfitt að ná í
ufsa síðasta ár þó hann hafi
veiðst grunnt með landinu þar
sem hann hefur verið í ein-
hverju öðru æti, eins og síld,“
segir Hilmar.
Býst við niðursveiflu
Hilmar segir breytinguna mikla
og hver endanleg áhrif verði sé
erfitt að átta sig á. Svona hlýn-
unarskeið hafi komið áður og
gengið til baka. Það sé engu að
síður áleitin spurning hvort
þessar breytingar leiði til niður-
sveiflu í þorskinum. Árin 1970
til 1980 hafi meðalveiðin á tog-
ara ekki verið mikil á dag.
„Þegar ég var fyrir norðan á
Júlíusi Hafstein kringum 1980
var meðalafli á úthaldsdag á
togara ekki nema á milli sjö og
átta tonn. Núna er þetta 30 til
Hilmar í brúnni á Hrafni Sveinbjarnarsyni.
„Nú liggur við að þetta sé eins og á hóteli. Ein veigamesta breytingin er
þegar áhöfnin fór að geta haft regluleg samskipi við fjölskylduna í landi. Nú
eru skipin nettengd og menn nota bara sinn síma og sína tölvu í gegnum
gervihnött til að hafa samband í land, til dæmis á Facebook.“