Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2016, Page 29

Ægir - 01.04.2016, Page 29
29 þeirra til hafnar á Íslandi vegna Schengen-samkomulagsins og siglingaverndar, sem er eitt af verkefnum VSS. Stjórnstöðin er elsta starfs- eining Landhelgisgæslunnar á eftir Sjómælingum en hún var sett á fót þann 1954 og var starfrækt að Seljavegi 32 í Reykjavík í rúmt 51 ár eða þar til starfsemin var flutti í björgunar- miðstöðina að Skógarhlíð 14. Um leið tók Landhelgisgæslan og stjórnstöð hennar við stjórn og rekstri VSS. Til hlutverka VSS teljast m.a. strandastöðvaþjón- ustan og tilkynningarskylda ís- lenskra skipa. Sjálfstæð tölvu- og fjarskiptakerfi Stjórnstöð LHG og VSS er búin sérstökum tölvu- og fjarskipta- kerfum og getur starfað sjálf- stætt og óháð almennum fjar- skiptakerfum. Markmiðið er að tryggja eins og kostur er virkni stöðvarinnar og fjarskiptasam- band hennar og gæslueining- anna, annarra skipa og loftfara ef almenn fjarskiptakerfi bregð- ast, innanlands eða milli landa. Þannig getur stjórnstöð Landhelgisgæslunnar haldið uppi fjarskiptasambandi við varðskipin eða erlendar björg- unarstöðvar undir flestum kringumstæðum, um eigin gervihnattastöðvar og fjar- skiptabúnað á stuttbylgju, auk búnaðar strandastöðva-þjón- ustunnar í VSS, sem er jafnframt öflugasti hluti fjarskiptakerf- anna. Það er aldrei dauður punktur í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar við Skógarhlíð. Verkefnin eru enda fjölþætt Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er fjarskiptastöð fyrir varðskip og gæsluloftför, björgunarstjórnstöð og hlekkur í hinu almenna öryggiskerfi landsins, fjareftirlits- og fiskveiðieftirlitsstöð og móttökustöð tilkynninga erlendra skipa vegna siglinga þeirra um lögsöguna.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.