Ægir - 01.04.2016, Síða 44
44
Undanfarinn aldarfjórðung
hefur orðið mikil vitunarvakn-
ing um umhverfismál á meðal
almennings. Einn angi þeirrar
vakningar lýtur að sjálfbærum
fiskveiðum. Rúm 20 ár eru liðin
frá því World Wildlife Fund og
risafyrirtækið Unilever settust
á rökstóla um hvernig hægt
væri að sporna gegn ofnýtingu
fiskistofna. Þá voru aðeins
nokkur ár frá því þorskstofninn
við Nýfundnaland hrundi vegna
ofveiði.
Niðurstaða fundarins var að
setja á stofn sjálfstætt vottunar-
fyrirtæki, Marine Stewardship
Council (MSC), sem stofnað var
snemma árs 1996. Framtakið
vakti athygli víða, m.a. hér
heima. Hnignun þorskstofnins
við Íslandsstrendur var fólki í
fersku minni og ekki leið á
löngu þar til farið var að huga
að vottunarmálum fyrir íslenska
fiskistiofna.
Yfirlýsing um ábyrgar veiðar
Árið 2007 var gefin út yfirlýsing
um ábyrgar fiskveiðar Íslend-
inga. Undir hana rituðu sjávar-
útvegsráðherra, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunarinnar, fiski-
stofustjóri og formaður Fiski-
félags Íslands, en verkefnið um
ábyrgar veiðar hefur frá upp-
hafi verið unnið á vettvangi
Fiskifélagsins.
Yfirlýsingin var svar við kröf-
um markaða um sjálfbæra nýt-
ingu sjávarauðlinda og hafði
þann tilgang að upplýsa kaup-
endur um hvernig stjórnun fisk-
veiða er háttað á Íslandi og að
stjórnunin væri byggð á bestu
vísindalegri þekkingu. Jafn-
framt kemur fram í yfirlýsing-
unni að íslensk stjórnvöld
skuldbindi sig að fara að öllum
alþjóðalögum og samningum
um umgengni við auðlindir
sjávar, sem þau hafa undirritað.
Íslenskt upprunamerki
Í framhaldinu var ákveðið að
auðkenna íslenskar sjávarafurð-
ir sem unnar eru úr afla í ís-
lenskri lögsögu með íslensku
merki, Iceland Responsible Fis-
heries og jafnframt að vinna að
því að fá vottun þriðja aðila á
veiðum Íslendinga.
Upprunamerki fyrir íslenskar
sjávarafurðir og vottun ábyrgra
fiskveiða Íslendinga eru mark-
aðstæki sem gefur framleiðend-
um og seljendum íslenskra
sjávarafurða tækifæri til að
staðfesta frumkvæði sitt í að
mæta kröfum markaðarins með
hagsmuni framtíðarkynslóða að
leiðarljósi.
Vottun fiskveiða og þau
auðkenni (merki) sem henni
fylgja eru því orðin mikilvæg
tæki til markaðssetningar. Neyt-
endur leita orðið eftir vottunar-
merkjum sem staðfesta upp-
runa afurða og sjálfbærni veið-
anna og stórar verslanakeðjur
líta orðið ekki við afurðum sem
ekki uppfylla þessi skilyrði.
Svipuð þróun er á meðal veit-
ingstaða um heim allan.
Vottun fiskveiða verð-
ur sífellt dýrmætari í
markaðssetningu
Kristján Þórarinsson, stofnvist-
fræðingur hjá SFS.
Mikilvægi vottunar eykst stöðugt í sjávarútvegi.
F
isk
v
eiða
r