Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2016, Qupperneq 44

Ægir - 01.04.2016, Qupperneq 44
44 Undanfarinn aldarfjórðung hefur orðið mikil vitunarvakn- ing um umhverfismál á meðal almennings. Einn angi þeirrar vakningar lýtur að sjálfbærum fiskveiðum. Rúm 20 ár eru liðin frá því World Wildlife Fund og risafyrirtækið Unilever settust á rökstóla um hvernig hægt væri að sporna gegn ofnýtingu fiskistofna. Þá voru aðeins nokkur ár frá því þorskstofninn við Nýfundnaland hrundi vegna ofveiði. Niðurstaða fundarins var að setja á stofn sjálfstætt vottunar- fyrirtæki, Marine Stewardship Council (MSC), sem stofnað var snemma árs 1996. Framtakið vakti athygli víða, m.a. hér heima. Hnignun þorskstofnins við Íslandsstrendur var fólki í fersku minni og ekki leið á löngu þar til farið var að huga að vottunarmálum fyrir íslenska fiskistiofna. Yfirlýsing um ábyrgar veiðar Árið 2007 var gefin út yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar Íslend- inga. Undir hana rituðu sjávar- útvegsráðherra, forstjóri Haf- rannsóknastofnunarinnar, fiski- stofustjóri og formaður Fiski- félags Íslands, en verkefnið um ábyrgar veiðar hefur frá upp- hafi verið unnið á vettvangi Fiskifélagsins. Yfirlýsingin var svar við kröf- um markaða um sjálfbæra nýt- ingu sjávarauðlinda og hafði þann tilgang að upplýsa kaup- endur um hvernig stjórnun fisk- veiða er háttað á Íslandi og að stjórnunin væri byggð á bestu vísindalegri þekkingu. Jafn- framt kemur fram í yfirlýsing- unni að íslensk stjórnvöld skuldbindi sig að fara að öllum alþjóðalögum og samningum um umgengni við auðlindir sjávar, sem þau hafa undirritað. Íslenskt upprunamerki Í framhaldinu var ákveðið að auðkenna íslenskar sjávarafurð- ir sem unnar eru úr afla í ís- lenskri lögsögu með íslensku merki, Iceland Responsible Fis- heries og jafnframt að vinna að því að fá vottun þriðja aðila á veiðum Íslendinga. Upprunamerki fyrir íslenskar sjávarafurðir og vottun ábyrgra fiskveiða Íslendinga eru mark- aðstæki sem gefur framleiðend- um og seljendum íslenskra sjávarafurða tækifæri til að staðfesta frumkvæði sitt í að mæta kröfum markaðarins með hagsmuni framtíðarkynslóða að leiðarljósi. Vottun fiskveiða og þau auðkenni (merki) sem henni fylgja eru því orðin mikilvæg tæki til markaðssetningar. Neyt- endur leita orðið eftir vottunar- merkjum sem staðfesta upp- runa afurða og sjálfbærni veið- anna og stórar verslanakeðjur líta orðið ekki við afurðum sem ekki uppfylla þessi skilyrði. Svipuð þróun er á meðal veit- ingstaða um heim allan. Vottun fiskveiða verð- ur sífellt dýrmætari í markaðssetningu Kristján Þórarinsson, stofnvist- fræðingur hjá SFS. Mikilvægi vottunar eykst stöðugt í sjávarútvegi. F isk v eiða r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.