Ægir - 01.04.2016, Síða 48
48
kerfi dugi ekki til að verja
dreifðu byggðirnar og smá-
bátaútgerð til framtíðar. „Eftir
því sem ég velti þessu meira
fyrir mér og sé af reynslunni þá
væri besta leiðin að bátar
fengju ákveðna lögsögu út frá
sínum heimahöfnum, að þeim
yrði tryggður réttur til veiða á
sínum svæðum. Landhelgi upp
á til dæmis tvær til þrjár mílur
frá heimahöfn. Á miðunum hér
í kringum Vestmannaeyjar sést
vel hvernig þróunin hefur orðið
því á þá slóð sem við á litlu bát-
unum höfum verið á í ár og ára-
tugi eru nú komin stór línuskip,
sum hver lengra að. Í dag geta
allir fylgst með öllum, séð stað-
setningar og afla ég hef marg-
oft séð að stóru línuskipin fara
strax í kjölfarið á okkur og
leggja línuna á sömu svæði
þegar við erum farnir í land. Ég
hef líka upplifað það að þurfa
frá að hverfa vegna þess að það
var hreinlega ekkert pláss leng-
ur á hefðbundnum svæðum
okkar hér við Eyjarnar. Þess
vegna er ég þeirrar skoðunar að
ef menn raunverulega vilja
tryggja útgerðir minni bátanna
þá þurfi að koma á betri stýr-
ingu á þessu,“ segir Georg.
Í háska við Ystaklett
Georg er borinn og barnfæddur
Eyjamaður af sjómannaættum
sem hóf sjómennsku fyrir tæp-
um þremur áratugum á skut-
togurum en segist ekki hafa
heillast af þeim veiðiskap. Á
fyrsta bátnum sem hann eign-
aðist kynntist Georg því vel að
veður geta snögglega breyst
og sett litla báta í stórhættu.
„Þennan bát keypti ég sum-
arið 1989 og í desember það ár
fór ég í róður í blíðskaparveðri
og hélt hér vestur fyrir eyjuna.
Þegar ég var að fara fyrir klett-
inn tók ég eftir að það var mjög
þung undiralda þannig að ég
hafði vara á mér. Þegar ég var
kominn stutt vestur fyrir klett-
inn brast á með yfir 20 metra
vindi og ölduskaflarnir voru eft-
ir því. Ég sneri því strax í land
en þegar ég kom aftur að klett-
inum voru öldurnar milli Ysta-
kletts og Faxaskers fjallháar.
Báturinn var afturbyggður með
stuttum hvalbak og þegar ég
keyrði upp í fyrstu ölduna fékk
ég hana beint ofan í bátinn og
þá næstu líka þannig að á auga-
bragði var báturinn að fyllast af
sjó. Í sortanum sá ég að þriðja
aldan og sú stærsta nálgaðist
þannig að ég ákvað í skyndingu
að setja á fulla ferð upp í hana
en um leið og hún skall á bátn-
um snerist hann á punktinum
undan öldunni. Því var ekkert
um annað að ræða en komast
norður fyrir í skjól og það tókst
en báturinn var orðinn hálffull-
ur af sjó og vélin byrjuð að
hiksta. Það var því ekkert um
annað að ræða en setja út ból
og byrja að ausa. Þegar þarna
var komið kom kunningi minn
aðvífandi og við ákváðum að
setja út fleiri ból og stefna svo á
að sækja bátinn þegar veðrinu
slotaði. Það varð úr og ég fór
með í land en svo fór að ekki
var hægt að komast út til að
vitja um bátinn fyrr en á þriðja
degi og þá var hann horfinn.
Þannig að einhvers staðar
þarna á hafsbotninum liggur
hann,“ segir Georg en báturinn
bar nafn langafa hans, Siggi
Munda. Næsta bát skírði Georg
sama nafni en þann bát missti
hann síðar á uppboði og sagði
móðir hans þá að augljóslega
væri langafi Georgs ekkert hrif-
inn af því að hann notaði nafnið
á báta.
„Þetta veður sem þarna
brast skyndilega á er dæmigert
fyrir það sem oft gerist hér. Ef
spáð er ákveðinni austanátt þá
má treysta því að ekki er fært á
sjó fyrir okkur á litlu bátunum.
Sú vindátt er mjög vond hér við
Eyjarnar - það hefur maður lært
af reynslunni í gegnum árin,“
segir Georg.
Ný ríkisstjórn er eina vonin
Núverandi bát, Blíðu VE 26
keypti Georg árið 2013 og hefur
fiskað vel á hann. Mikilvægur
hluti útgerðarinnar hafa verið
sumarveiðar á löngu og veiddi
hann á annað hundrað tonn af
henni á einu sumri þegar best
gekk. Kvóti er hins vegar orðinn
mjög lítill á löngu, verð á henni
lágt og stærri línubátar æ meira
á sömu veiðislóð og Georg hef-
ur verið vanur að vera á þannig
að hann segist hafa séð þann
kost vænstan við þessar að-
stæður að fara eftir vetrarver-
tíðina í mjaðmaaðgerð sem fyrir
lá. Síðan ætli hann að sjá hvað
setur.
„Ég hafði sett mér það mark
að ná 30 árum í sjómennskunni
en eins og þetta lítur út hjá mér
núna er óvíst að svo verði. Ég
verð á annarri mjöðminni eitt-
hvað fyrst um sinn en eina von-
in til breytinga á kerfinu er að
ný ríkisstjórn í haust geri ein-
hverjar breytingar sem bæta
aðstæður fyrir útgerðir eins og
mína. Það er eina vonin. Ég er
alveg búinn að afskrifa það að
þessi ríkisstjórn breyti einhverju
til batnaðar.“
Georg landar úr Blíðu VE.
Miðhella 4 | 221 Hafnarfjörður | www.naust.is | naust@naust.is | sími 414 8080
Sendum sjómönnum og
fjölskyldum þeirra okkar
bestu kveðjur í tilefni af
sjómannadeginum