Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2016, Side 50

Ægir - 01.04.2016, Side 50
50 Í Húsi sjávarklasans við Vesturhöfnina í Reykjavík eru yfir 60 fyrir- tæki og frumkvöðlar í hafsæknum greinum á Íslandi. Alls starfa um 140 manns í húsinu í fyrirtækjum sem fást við fiskeldi, fisksölu, hugbúnaðargerð, hönnun, líftækni, ráðgjöf, rannsóknum, sjávar- útvegstækni, snyrtivörur og sitthvað fleira. Eitt þessara fyrirtækja er verkfræði-og ráðgjafafyrirtækið NAVIS sem hefur tekið þátt í starfi sjávarklasans á þriðja ár. „Þessi samstarfsvettvangur hefur opnað okkur nýjar víddir þar sem við njótum nálægðar og sam- starfs við önnur fyrirtæki í greinum sem tengjast sjávarútvegin- um,“ segir Hjörtur Emilsson framkvæmdastjóri NAVIS. Hann segir dagleg samskipti og návígi við fólk í ólíkum greinum stuðla að sam- starfi og miðlun hugmynda á milli manna og fyrirtækja. Hjörtur nefnir sem dæmi samstarfið um Green Marine Technology sem hef- ur það yfirlýsta markmið að þróa umhverfisvænar lausnir sem byggja á grænni orku og minni olíunotkun aukinni framleiðslu og framlegð. Þróa tvinn línubát Meðal verkefna NAVIS er að þróa fyrsta hybrid línubátinn á Íslandi. NAVIS hefur ásamt Naust Marine og Nýorku sótt um styrk til Rannís til þessa verkefnis og er hugmyndin að hanna nýjan 15 metra línubát með hybrid framdrift sem gengur bæði fyrir rafmagni og dieselolíu og síðar jafnvel fyrir rafmagni og metanoli en þá væri hægt að gera hann alfarið út með íslenskri orku. „Í stað þess að breyta eldri bát viljum við hanna nýjan bát frá grunni þannig að hægt sé að nýta til fulls þá möguleika sem þessi tækni býður upp á,“ segir Hjörtur. Hann segir verk- efnið framhald af meistaraverk- efni sem Alexander Andersson skipaverkfræðingur hjá NAVIS vann ásamt samnemanda sín- um og fólst í að kanna hag- kvæmni þess að setja tvinnkerfi í 56 metra línuskip. 30% eldsneytissparnaður „Það bendir allt til að með hy- brid framdrift megi spara allt að 30% af eldsneytiskostnaði í svona útgerð miðað við diesel- olíu og ennþá meira ef farið er yfir í metanol,“ segir Hjörtur. Hann segir að til þessa hafi ekki verið mikið hugað að orkunýt- ingu minni báta sem margir séu mjög afkastamiklir og með stór- ar vélar. Margir séu upphaflega hannaðir til að ganga allt að 25 til 30 mílur en rannsóknir bendi til að þeir fari sjaldnast yfir 10 mílur og 60% tímans séu þeir á 0 til 3ja mílna ferð. Með breyttri hönnun og minni vélum megi ná fram miklum sparnaði. „Við teljum tímabært að staldra við og velta fyrir sér aukinni hag- kvæmni í þessari útgerð.“ Hjörtur segist verða var við talsverðan áhuga bæði meðal sjómanna og útvegsmanna á þessum hugmyndum. Áhersla á umhverfisþætti „Í hönnun okkar leggjum við sí- fellt meiri áherslu á orkusparn- Tilraunaverkefnið um fyrsta hybrid línubátinn er framhald á meistaraverkefni Alexanders Andersson skipaverkfræðings hjá NAVIS sem hér er ásamt Hirti Emilssyni framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Aukin áhersla á orkusparn- að og umhverfi í hönnun Þ lón u sta

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.