Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 2
COSTA DEL SOL 6. ágúst í 7 nætur Bókaðu sól á Netverð á mann frá kr. 60.920 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í stúdíó. Netverð á mann frá kr. 80.645 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. Ms Aguamarina Suites Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . ÁÐUR KR. 79.900 NÚ KR. 39.950FL UG SÆ TI á flugsæti m/gistingu FY RI R2 1 Frá kr. 60.920 Fjöldi gistivalkosta í boði Allt að 39.950 kr. afsl. á mann Leikmenn kvennalandsliðsins í knattspyrnu héldu til Hollands í gær þar sem liðið spilar á EM. Kveðjuathöfn var haldin fyrir stelpurnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og var sýnt frá henni beint á fréttavefnum Vísi. Fyrsti leikur Íslands er gegn Frökkum í Tilburg á þriðjudaginn. fréttablaðið/stefán Veður Suðvestan 3-10 m/s og víða skúrir á morgun, laugardag. Heldur hvassara við suðausturströndina síðdegis. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Norð- austur- og Austurlandi. sjá síðu 36 fjársjóðsleit Kassi sem breska fyrirtækið Advanced Marine Serv­ ices vill koma höndum yfir og liggur í flaki þýska flutningaskipsins Mind­ en gæti rúmað gull fyrir meira en tólf milljarða króna. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur AMS í starfsleyfisumsókn til Umhverfisstofnunar  sagst hafa fundið áhugaverðan kassa í póst­ herbergi undir efsta þilfari Minden. Segist fyrirtækið telja að í kassanum séu verðmætir málmar. Samkvæmt mati AMS á stærð kassans gæti hann verið um það bil 0,2 rúmmetrar. Slíkur kassi gæti rúmað hátt í fjögur tonn af gulli. Sé verðmætur málmur í kassanum og sé sá málmur gull gæti því verið um gríðarleg auðævi að tefla. Ef þar væru til dæmis  þrjú tonn af gulli væri markaðsverðmæti þess liðlega 12 milljarðar króna. Ekki er gefið upp af hálfu AMS nákvæmlega hvaða verðmætu málma fyrirtækið telur vera í kass­ anum. Aðspurður útilokar Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ekki að það gætu verið málmar á borð við gull eða silfur. „Það gæti bara vel verið en ég veit það ekki,“ svarar hann. AMS telur Minden og allt sem er í flakinu ekki tilheyra neinum. Skipið hafi legið óhreyft á hafsbotni frá því áhöfnin sökkti því fyrir nærri 78 árum og enginn gert tilraun til að endurheimta það. Ætlunin sé að skera gat á skrokk skipsins til að ná kassanum út, lyfta honum upp á yfirborðið og flytja til Bretlands. Ítarlega var fjallað um Minden­ málið í Fréttablaðinu 29. apríl síð­ Fjársjóðskista í Minden gæti geymt 12 milljarða Ef gull er í kistu sem fjársjóðsleitarmenn vilja ná úr flaki þýska skipsins Minden gæti það verið tólf milljarða króna virði. Ekki eru til heimildir um verðmætan farm. Þýskur bankastarfsmaður í Suður-Ameríku kom um borð á elleftu stundu. Kassi sem aMs vill skyggnast í er í sérstyrktu rými undir efsta þilfari Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi um 120 mílur undan Íslandi. MYnD/aMs astliðinn. Sagt var frá því að engar heimildir bentu til þess að verð­ mætur farmur hefði verið um borð er Minden sigldi frá Ríó í Brasilíu áleiðis til Þýskalands þegar heims­ styrjöldin síðari var að brjótast út. Hins vegar kom fram að stuttu fyrir brottför 6. september 1939 hefðu komið tveir menn frá fyrirtæk­ inu Stolze og Co. og einn starfsmaður Banco Germanico og viljað sigla með skipinu sem farþegar. Banco Germ­ anico hafi verið dóttur fyrirtæki þýsku bankanna Dresdner Bank og Darmstädter und Nationalbank og starfað í Suður­Ameríku. Í gær rann út frestur ýmissa stofn­ ana auk utanríkisráðuneytisins til að senda Umhverfisstofnun umsagnir vegna beiðni AMS um starfsleyfi til að skera gat á Minden. Ekki feng­ ust upplýsingar í gær um hvaða umsagnir hefðu borist en þess er vænst að utanríkisráðuneytið geri í umsögn sinni grein fyrir lagalegum álitamálum varðandi eignarhald og umráðarétt yfir Minden. gar@frettabladid.is um borð í Minden 13. apríl síðastlðinn Áhuga- verður kassi, vilja fjarlægja kassann. stærð u.þ.b. 100x45x45 cm Sérstyrkt rými í pósther- bergi. ViðsKiPti Útgáfufélagið Myllusetur, sem á og rekur Viðskiptablaðið, hefur rætt við forsvarsmenn útgáfufélagsins Heims um kaup á viðskiptatímaritinu Frjálsri verslun, samkvæmt heimild­ um Fréttablaðsins. Viðræðurnar eru langt á veg komnar og má reikna með niðurstöðu úr þeim innan tíðar. Forsvarsmenn Heims hafa um nokkurt skeið leitað nýrra eigenda að Frjálsri verslun. Þau systkini Jóhannes, Jón og Steinunn tóku við rekstri félagsins af föður sínum, Benedikt Jóhannessyni fjármálaráð­ herra, í lok síðasta árs. Samtals eiga þau um 75 prósenta hlut í félaginu. Í kjölfarið hefur félagið dregið saman seglin og selt meðal annars tímaritin Vísbendingu, Ice land Review og Ský. Öllu starfsfólki Heims var sagt upp fyrr í sumar. – kij Í viðræðum um kaup á Frjálsri verslun stjórnsýsla Fjármálaráðuneytið segir mikilvægt að ríkið fái tekjur af Felli í „eðlilegu hlutfalli við þann mikla kostnað sem lagt hefur verið í vegna kaupa á jörðinni“. Þetta segir í umsögn ráðuneytisins til umhverfis­ ráðuneytisins sem vill friðlýsa Fell og innlima í Vatnajökulsþjóðgarð. Mikill rekstur er í landi Fells vegna útsýnisferða og annars við Jökulsár­ lón. Fjármálaráðuneytið  segir að verið sé að setja saman starfshóp sem móta eigi almennan ramma utan um sérleyfissamninga vegna nýtingar lands í eigu ríkisins. „Gert er ráð fyrir að þær tillögur liggi fyrir síðar á þessu ári og að þær muni væntanlega gilda um allt land í eigu ríkisins.“ Ríkið neytti forkaupsréttar þegar fyrri eigendur höfðu samið um sölu á Felli til einkaaðila og greiðir 1.520 milljónir króna fyrir. – gar Ríkið vill tekjur af Jökulsárlóni Við Jökulsárlón. fréttablaðið/Valli  Eftirvænting hjá leikmönnum og aðdáendum lögregluMál Heiðar Orri Þorleifs­ son, sem Lögreglan á höfuðborgar­ svæðinu lýsti eftir fyrr í vikunni, fannst látinn um hádegisbil í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ekki sé talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Fjölskylda Heiðars Orra vill koma á framfæri þökkum til þeirra sem aðstoðuðu við leitina. Heiðar Orri var fæddur 14. júlí 1986 og hefði því orðið 31 árs gamall í gær. – jhh Heiðar Orri fannst látinn Ekki er útilokað að málmar á borð við gull eða silfur séu í kassanum um borð í Minden. 1 5 . j ú l í 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 2 -B 0 0 8 1 D 5 2 -A E C C 1 D 5 2 -A D 9 0 1 D 5 2 -A C 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.