Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 10
MMa Nú er aðeins einn dagur þar til Gunnar Nelson stígur inn í búrið í Glasgow þar sem hann mun mæta Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í aðalbardaga kvölds- ins. Mikið undir hjá okkar manni sem hefur lagt mikið á sig í aðdrag- anda bardagans. Undirbúningurinn hefur þó verið óhefðbundinn að því leyti að hinn írski þjálfari Gunnars, John Kavanagh, hefur ekkert verið með Gunnari og var að sjá hann í fyrsta sinn í langan tíma er hann kom til Glasgow. Gunnar er vanur að klára sínar æfingabúðir hjá Kavanagh í Dublin en að þessu sinni æfði Gunnar allan tímann á Íslandi enda aðstæður hjá Mjölni í heimsklassa. Vildi ekki fara frá syninum „Gunnar vildi líklega ekki fara frá syni sínum en Gunnar veit alveg hvað hann er að gera. Við sendum honum góða æfingafélaga frá Írlandi og ég fékk að sjá mikið af mynd- böndum frá æfingunum þannig að þetta var allt í góðu,“ segir hinn geð- Gunnar er í geggjuðu formi Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er sem fyrr á því að Gunnar muni berjast um heims- meistarabeltið í veltivigt UFC. Hann segir að Santiago Ponzinibbio sé mjög verðugur andstæðingur en að Gunnar muni klára hann í þriðju lotu. „Gunni er sjóðheitur þessa dagana,“ segir John Kavanagh. Gunnar Nelson er hér í miðjunni ásamt þjálfurum sínum, John Kavanagh og Jóni Viðari Arnþórssyni, úti í Glasgow. MyNd/MJolNir.is/sóllilJA bAltAsArsdóttir þekki Kavanagh en honum líst afar vel á lærisvein sinn frá Íslandi. „Gunni er sjóðheitur þessa dagana. Hann er búinn að klára tvo stráka sem eru líkir Ponzinibbio. Jouban og Tumenov voru boxarar eins og þessi er að stóru leyti. Duglegir og erfitt að ná þeim niður. Gunnar lítur svakalega vel út og ég veit að hann er í geggjuðu formi. Þetta gæti farið í fimm lotur enda er þessi gaur enginn aumingi. Það verður ekki auðvelt að taka hann niður. Ég sé ekki fyrir mér að þessi bardagi klárist í fyrstu lotu og því þarf formið að vera geðbilað gott, eins og við köllum það, fyrir svona bardaga. Ég veit að Gunni er í slíku formi.“ Þjálfar einnig Conor Þessi skemmtilegi írski strákur, sem einnig þjálfar Conor McGregor, er alltaf óhræddur að spá í hvernig bar- dagar Gunnars verða og ég sleppti honum ekki með það nú frekar en áður. „Ég held að þessi bardagi klárist í annarri eða þriðju lotu. Ég hef skoð- að Ponzinibbio og hann er í mjög góður formi sem og hraður. Hann hefur lent á móti stórum strákum sem hafa verið í vandræðum með að ná honum í gólfið. Ef menn ná honum niður þá er mjög erfitt að halda honum þar. Á móti kemur að það væri heimskulegt hjá honum að gera sömu mistök og Brandon Thatch gerði meðal annars og það er að vanmeta hversu góður Gunni er standandi. Fyrir mér er Gunni sterk- ari bæði standandi sem og í gólfinu þannig að ég hallast að því að Gunni klári þetta í þriðju lotu,“ segir Írinn og meinar það sem hann segir. Fer í taugarnar á Íranum Þetta verður þriðji bardaginn í röð þar sem Gunnar berst við menn sem eru fyrir neðan hann á styrkleika- lista UFC og það fer aðeins í taug- arnar á Íranum. „Það fer aðeins í taugarnar á mér því mér finnst Gunni eiga skilið að vera í umræðunni um þá gaura sem eru að fara að gera atlögu að beltinu. Samt flott hjá Gunna að vera fag- mannlegur. Taka þá bardaga sem hann fær og gera það vel,“ segir Kavanagh. „Þessi strákur er samt verulega krefjandi og ég held að það kveiki í Gunna. Ef hann klárar þennan bardaga þá fær hann vonandi að berjast við mann á topp tíu nema þeir séu að þvo á sér hárið eða hvað þeir voru að gera er þeir vildu ekki fara í hann síðast,“ sagði Kavanagh sposkur en venju samkvæmt sér hann stóra hluti í framtíðinni. Er með Evrópu við bakið á sér „Ég verð mjög svekktur ef við verð- um ekki að tala um beltið þegar við spjöllum næst eða þarnæst. Hann er að fara að gera tilkall til þess og er með Evrópu við bakið á sér. Ég vona að næsta sumar verðum við á leið í titilbardaga eða að minnsta kosti einum bardaga frá titilbardaga.“ Bardagakvöldið með Gunnari hefst klukkan sjö annað kvöld og er í beinni á Stöð 2 Sport. henry@frettabladid.is Henry B. Gunnarsson henry@frettabladid.is Það fer aðeins í taugarnar á mér því mér finnst Gunni eiga það skilið að vera í umræðunni um þá gaura sem eru að fara að gera atlögu að beltinu. John Kavanagh, þjálfari Gunnars Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM hjá volvo penta á íslandi Öflug Volvo Penta þjónusta Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt. Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa. HAFÐU SAMBAND Í DAG • Sími: 515 7067 | 869 7537 Guðmundur Gísli • Netfang: volvopenta@brimborg.is • Heimasíða: volvopenta.is Kauptu bestu varahlutina Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup. Volvo Penta Kubbur_10x10_20170615_Draft1.indd 1 20.6.2017 13:47:16 sportrásir stöðvar 2 l08.55 F1: Æfing Sport l11.50 F1: tímataka Sport l14.00 AAM scottish open Golfst. l14.50 Grótta - leiknir F. Sport l18.00 Us open Sport 4 l19.00 John deere Classic Golfst. l19.30 Formúla E: New york Sport l00.00 sunna - d’Angelo Sport l02.00 lA Gal. - Man. Utd Sport 2 s11.30 F1: bretland Sport s14.00 AAM scottish open Golfst. s16.30 Formúla E: New york Sport s18.00 Us open Sport 4 s19.00 John deere Classic Golfst. s19.00 Gunnar - Ponzinibbo Sport s19.45 Víkingur r. - Valur Sport 2 Pepsi-deild karla s16.00 KA - ÍbV s20.00 Víkingur r. - Valur inkasso-deildin l14.00 Ír - selfoss l14.00 Keflavík - leiknir r. l14.00 Fram - HK l14.00 Þór - Fylkir l14.00 Haukar - Þróttur l14.00 Grótta - leiknir F. Í dag Nýjast VAlDÍS ÞórA úr lEiK Valdís Þóra Jónsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Trump National Golf Club í Bedminster í New Jer- sey. Þetta var fyrsta risamót Valdísar Þóru á ferlinum. Skagakonan var á sex höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn og þrátt fyrir betri spila- mennsku í gær dugði það ekki til að komast í gegnum niður- skurðinn. Valdís Þóra lék á þremur höggum yfir pari í gær og var því samtals á níu höggum yfir pari og var talsvert langt frá því að komast í gegnum niður- skurðinn. TVEir lANDSliðSMENN HöFðU ViSTASKiPTi Í Gær Tveir landsliðsmenn í fótbolta, Jón Daði Böðvarsson og Kári Árnason, skiptu um lið í gær. Jón Daði gekk til liðs við reading frá Wolves. Sel- fyssingurinn skrifaði undir þriggja ára samning við reading sem var hársbreidd frá því að komast upp í ensku úrvalsdeildina á síðasta tímabili. Kári gerði hins vegar eins árs samning við Aberdeen. Hann þekkir vel til hjá skoska liðinu en hann lék með því tímabilið 2011- 12 og var í miklum metum hjá stuðningsmönnum þess. GETA MæTT FrEiBUrG Dregið var í næstu umferðir í Meistaradeild Evrópu og Evrópu- deildinni í gær. Ef FH slær Víking frá Götu út í forkeppni Meistara- deildarinnar mætir liðið Zrinjski Mostar frá Bosníu eða Maribor frá Slóveníu í næstu umferð. Slái Valsmenn Domzale út í forkeppni Evrópudeildarinnar mæta þeir þýska úrvalsdeildarliðinu Freiburg í næstu umferð. Kr-ingar fá svo annaðhvort Panionios frá Grikk- landi eða Gorica frá Slóveníu takist þeim að slá ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv úr leik. 1 5 . j ú l í 2 0 1 7 l a U G a R D a G U R10 S p o R t ∙ F R É t t a B l a ð i ð sport 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 2 -E 6 5 8 1 D 5 2 -E 5 1 C 1 D 5 2 -E 3 E 0 1 D 5 2 -E 2 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.