Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 30
Lið í Pepsi-deildinni líta hýru auga til Breiðhyltingsins og bíða spennt eftir ákvörðun hans eftir mót. Hann er hávær,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, mið-vörður íslenska kvenna- landsliðsins, eitt sinn aðspurð um hvernig þjálfari Freyr Alexanders- son væri. Freyr getur heldur betur látið í sér heyra, jafnt á æfingum sem og í leikjum, og er því við hæfi að hann var kallaður „jeppinn“ sem leikmaður hjá uppeldisfélagi sínu Leikni Reykjavík. Nafnið tengdist því ekkert hversu hávær hann var í þá daga en líkt og jeppar fer Freyr ótroðnar slóðir í þjálfun sinni, sérstaklega með kvennalandsliðið. Hann ætlar sér yfir stórar hæðir og kemst yfir þær og lætur vel í sér heyra. Frá aðstoðarþjálfun í kvennaboltanum, aftur heim í ævintýraferð í Breið- holtið og svo á EM með stelpunum okkar. Þetta er saga Freys Alexanders- sonar, landsliðsþjálfara Íslands. Byrjaði hjá Betu Freyr átti ekki glæstan leikmanns- feril. Hann spilaði 83 leiki fyrir Leikni í neðri deildunum á átta ára ferli í meistaraflokki og lét sig þá varla dreyma um að fara nokk- urn tíma á stórmót. Hann lagði skóna á hilluna 2007 og lagði fyrir sig þjálfun en hann byrjaði sem aðstoðarþjálfari Elísabetar Gunn- arsdóttur hjá kvennaliði Vals sem varð fimm sinnum Íslandsmeistari í röð frá 2006-2010. Freyr var aðalþjálfari liðsins frá 2009-2010 þegar Elísabet fór út en Freyr tók liðið upp á næsta þrep með því að vinna deild og bikar tvö ár í röð. Eftir þetta gerðist hann aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals áður en hann hélt heim í Breiðholtið og tók við Leiknismönnum ásamt góð- vini sínum Davíð Snorra Jónassyni. Þarna voru mættir saman tveir af efnilegustu þjálfurum landsins. Saman unnu þeir 1. deildina á öðru ári tímabilið 2014 og komu Leikni upp í Pepsi-deildina í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þrátt fyrir heiðarlega tilraun náði liðið ekki að halda sér uppi og sagði Freyr starfi sínu lausu hjá Leikni. Fyrr um sumarið hafði hann tekið við starfi kvennalandsliðsins af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni og þá hófst nýr kafli hjá Frey. Slæm byrjun Íslenska liðið var tvívegis búið að fara á stórmót en eftir stormasaman viðskilnað var liðið þjálfaralaust þegar Sigurður Ragnar lét af störfum eftir EM 2013 þar sem liðið komst í átta liða úrslitin. Verkefni Freys var að taka liðið upp á næsta þrep. Liðið var þó lítið breytt þegar kom að undankeppni HM 2015. Liðið fékk 2-0 skell í fyrsta leik á móti Sviss og átti ekkert skilið. Freyr áttaði sig strax á því að mikið verk væri óunnið en smám saman batnaði leikur liðsins og sást fram- för á spilamennsku og skilningi á taktík Freys hjá leikmönnum. Sjaldan höfðu sést svona miklar framfarir á skömmum tíma og var ljóst að Freyr var að gera vel í að byggja á frábærum grunni Sigurðar Ragnars. Liðið komst ekki á HM 2015 en náði góðum úrslitum á Algarve- mótinu og rúllaði svo upp sínum riðli í undankeppni EM 2017. Áföllin hafa verið mörg síðastliðið ár og hefur Freyr þurft að velja inn nýja leikmenn í liðið á þessu ári og þurft að breyta um leikkerfi nánast á síðustu stundu. Útlitið var ekki gott fyrir nokkrum vikum en frammistaða liðsins í síðustu leikjum fyrir mót gaf ástæðu til bjartsýni. Óhefðbundnar leiðir Freyr er óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir í þjálfun kvennaliða. Reyndar leiðir sem eiga ekkert að vera óhefðbundnar en oft hefur fólk viljað tala í kringum hlut- ina þegar kemur að konum í fót- bolta. Freyr segir alltaf að þetta séu tveir ólíkir heimar og er óhræddur við að þylja upp gallana við það að þjálfa konur og reyndar líka karla ef hann er spurður. Hvorugt er full- komið starf. Hann hefur náð að virkja fjöl- miðla mikið í kringum íslenska liðið og veitt gríðarlega mikinn aðgang að leikmönnum. Þetta hefur skilað sér í því að margir leikmenn eru orðnir miklu meiri og betri fjölmiðlamatur sem um leið eykur áhugann á liðinu. Þá fá leik- mennirnir líka frekar auglýsinga- samninga og þúsundir Íslendinga ætla sér á EM.  Stelpurnar eiga heldur ekkert minna skilið. Þetta er að sjálfsögðu ekki Frey einum að þakka, stelpurnar spila leikina, en hann er að spila leikinn. Freyr hefur vakið mikla athygli með íslenska liðið og náð langt á skömmum tíma. Þrátt fyrir að stundum vilji það því miður vera þannig að karlaboltinn líti hornauga þjálfara sem hafa skipt yfir í kvennaboltann er Freyr ekki staddur þar. Lið í Pepsi-deildinni líta hýru auga til Breiðhyltingsins og bíða spennt eftir ákvörðun hans eftir mót. Sjálfur er hann spenntur fyrir því að reyna að koma liðinu á HM en Pepsi-deildin heillar eflaust líka. Háværi jeppinn úr Breiðholtinu Freyr Alexandersson gat ekki látið sig dreyma um að spila á stórmóti þegar hann var að spila með Leikni Reykja- vík í neðri deildum Íslandsmótsins. Sem þjálfari hefur hann náð langt og vakið mikla athygli á skömmum tíma og munu honum standa spennandi kostir til boða að Evrópumóti loknu. Freyr þjálfaði Leikni ásamt Davíð Snorra Jónassyni. FréttaBLaðið/SteFán Freyr tolleraður af Valsstelpunum eftir bikarúrslitaleikinn 2010 þar sem Valur vann 1-0 sigur á Stjörnunni á Laugardalsvelli. FréttaBLaðið/DaníeL Freyr er að fara á sitt fyrsta stórmót eftir að hann tók við kvennalandsliðinu fyrir fjórum árum. FréttaBLaðið/ViLHeLm Gríptu lyfin á leiðinni heim Apótek Garðarbæjar í alfaraleið Litlatún 3, Garðarbæ | Sími 577 5010 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns PREN TU N .IS 8 áFram íSLanD 1 5 . j ú L Í 2 0 1 7 L aU G a r DaG U r 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 2 -C 8 B 8 1 D 5 2 -C 7 7 C 1 D 5 2 -C 6 4 0 1 D 5 2 -C 5 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.