Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 70
Fótbolti Ísland fékk sannkallaða draumabyrjun í fyrsta leiknum á fyrsta Evrópumótinu. Mótherjarnir voru Frakkar, sem Íslendingar mæta einmitt í fyrsta leiknum í Hollandi 18. júlí, og eftir aðeins sex mínútna leik var staðan orðin 1-0, Íslandi í vil. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á stórmóti með skalla eftir fyrirgjöf Margrétar Láru Viðarsdóttur. Því miður reyndist það eina íslenska markið á EM 2009. Frakkar unnu leikinn gegn Íslend- ingum á endanum með þremur mörkum gegn einu. Tvö af mörkum Frakklands komu úr umdeildum vítaspyrnum. Ísland fékk einnig vítaspyrnu á 76. mínútu en Sarah Bouhaddi varði frá Margréti Láru. Hólmfríður var hársbreidd frá því að koma Íslandi yfir eftir aðeins nokkrar sekúndur í öðrum leiknum gegn Noregi en skot smaug framhjá stönginni. Á 12. mínútu setti Dóra María Lárusdóttir, sem var að leika sinn 50. landsleik, svo boltann í stöngina á norska markinu. Íslandi hefndist fyrir að nýta þessi færi ekki þegar Cecilie Pedersen skoraði eina mark leiksins á loka- mínútu fyrri hálfleiks. Eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikjunum var ljóst að Ísland átti ekki lengur möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Í síðasta leik riðilsins tapaði íslenska liðið fyrir því þýska með einu marki gegn engu. Þjóðverjar fóru svo alla leið og urðu Evrópu- meistarar. Dagný skallaði Ísland í 8 liða úrslitin Fjórum árum síðar í Svíþjóð lenti Ísland aftur í riðli með Noregi og Þýskalandi. Holland var svo fjórða liðið í riðlinum. Íslensku stelpurnar mættu þeim norsku í fyrsta leik. Fimm úr byrj- unarliði Íslands byrjuðu einnig fyrsta leikinn á EM 2009. Kristine Hegland kom Noregi yfir á 26. mínútu. Ada Hegerberg fékk svo dauðafæri til að koma norska liðinu í 2-0 eftir rúman klukkutíma en Guð- björg Gunnarsdóttir varði vel. Guð- björg stóð vaktina í íslenska markinu á EM í stað Þóru B. Helgadóttur sem var meidd og Hafnfirðingurinn var besti leikmaður Íslands á mótinu. Þremur mínútum fyrir leikslok Þriðja mótið í röð EM í Hollandi er þriðja Evrópu­ mótið sem ís­ lenska kvenna­ landsliðið kemst á. Ísland var fyrst með í Finn­ landi 2009 þar sem það tapaði öllum þremur leikjum sínum. Fjórum árum síðar í Svíþjóð komst íslenska liðið í 8 liða úrslit þar sem það tapaði fyrir heimaliðinu. fiskaði Sara Björk Gunnarsdóttir víta- spyrnu sem Margrét Lára skoraði úr. Lokatölur 1-1. Íslenska liðið átti litla möguleika gegn því þýska í næsta leik sínum. Þjóðverjar unnu öruggan 3-0 sigur. Í lokaumferð riðlakeppninnar mætti Ísland Hollandi en ljóst var að sigurvegarinn úr þeim leik myndi tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum, burtséð frá úrslitunum í leik Þýska- lands og Noregs. Ísland var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Hólmfríður var hárs- breidd frá því að skora þegar hún átti skot í stöngina. En það var yngsti leikmaðurinn í byrjunarliði Íslands, Dagný Brynjarsdóttir, sem skoraði eina mark leiksins. Á 30. mínútu skallaði hún fyrirgjöf Hallberu Gísla- dóttur í netið. Þrátt fyrir hollenska pressu í seinni hálfleik hélt íslenska liðið út og fagnaði sigri og sæti í 8 liða úrslitum. Þar mætti Ísland heimakonum í Svíþjóð í Halmstad. Sænska liðið byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og eftir 19 mínútur var staðan orðin 3-0, Svíum í vil. Íslenska liðið lágmarkaði skaðann en sigur þess sænska var aldrei í hættu. Lokatölur 4-0, Svíþjóð í vil og þátttöku Íslands á EM 2013 var þar með lokið. Sara Björk Gunnarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir fagna sigrinum á Hollandi og sæti í 8 liða úrslitum á EM 2013 í Svíþjóð. MynDir/nnorDicpHotoS/GEtty Guðbjörg Gunn- arsdóttir var besti leikmaður Íslands á EM 2013. Marki Margrétar Láru Viðarsdóttur gegn noregi fagnað. Sara Björk Gunnarsdóttir á ferðinni á EM 2009. Áfram Ísland Styðjum stelpurnar til sigurs 24 áfraM ÍSLanD 1 5 . j ú l Í 2 0 1 7 L aU G a r DaG U r 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 5 3 -0 D D 8 1 D 5 3 -0 C 9 C 1 D 5 3 -0 B 6 0 1 D 5 3 -0 A 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.