Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 74
Margrét María (lengst til hægri) á góðri stundu á Pæjumótinu í Vestmanna- eyjum, með einu af liðunum sem hún þjálfar. Mynd/GuðMund- ur Kr. Gíslason Einbeitingin leynir sér ekki hjá þessari ungu knattspyrnu- konu sem tók þátt í símamót- inu í fyrra. Þessar stelpur eru alltaf að verða betri og betri og það eru klárlega ansi margar sem munu gera tilkall til sætis í kvennalandsliðinu okkar eftir nokkur ár. Gott kvennalandslið hefur ansi mikla þýðingu fyrir okkur þjálfara yngri flokka. Þessar landsliðskonur voru allar einu sinni stelpur og iðkendur okkar sjá að með góðu hugarfari og dugnaði geti þeir komist jafn langt einn daginn. Stelpurnar í landsliðinu eru þannig frábærar fyrirmyndir og ýta undir áhuga yngri iðkenda,“ segir Margrét María sem þjálfar 4., 5. og 6. flokk kvenna hjá Breiðabliki auk þess sem hún spilar sjálf með KR í Pepsi- deildinni. Hún segist dugleg að nýta sér vel- gengni landsliðsins í þjálfun sinni. „Við tölum reglulega um hversu langt er hægt að ná ef maður ætlar sér það og hversu mikilvægt það sé fyrir okkur að eiga sér draum og stefna að honum,“ segir Margrét María en hún telur að stelpurnar sem hún þjálfar eigi sér allar uppáhaldsleikmann í landsliðinu. „Stelpurnar eru ansi duglegar að mæta á völlinn og þekkja því vel til í landsliðinu. Þá þekkja þær suma leikmennina betur en aðra enda margar landsliðskonur sem spila með Breiðabliki og eru duglegar að gefa af sér til yngri iðkenda.“ landsliðið frábær fyrirmynd Að vera með gott kvennalandslið í knattspyrnu ýtir undir áhuga stúlkna á að æfa íþróttina og leggja meira á sig til að ná langt að sögn Margrétar Maríu Hólmarsdóttur, þjálfara yngri flokka hjá Breiðabliki. Staðreyndir um Símamótið l Símamótið verður haldið í 18. sinn nú um helgina en þetta er í 32. skiptið sem stúlknamót er haldið hjá Breiðabliki. l Mótið varð til fyrir tilstilli nokkurra feðra ungra knatt- spyrnukvenna í Breiðabliki. Þeim fannst ekki næg verkefni fyrir stelpurnar sínar og vildu að Breiðablik gengi á undan með góðu fordæmi til eflingar kvennaknattspyrnu á Íslandi. Fyrstu mótin voru smá í sniðum, nokkrum liðum var boðin þátt- taka og mótið stóð aðeins í einn laugardag. En eftirspurn eftir því að komast á mótið jókst jafnt og þétt og fyrr en varði var farið að spila mótið á föstudegi, laugar- degi og sunnudegi auk þess sem setningarathöfnin fór fram á fimmtudagskvöldi. l Keppendur á Símamótinu í ár eru um tvö þúsund. l Keppendur eru stelpur á aldr- inum fimm til tólf ára. l Keppendur koma frá 38 félögum víða af landinu. l Um 500 manns, starfsmenn Breiðabliks, foreldrar og iðk- endur, starfa á mótinu. Eitt stærsta mótið Breiðablik stendur fyrir hinu vinsæla Símamóti um helgina. Er ekki mikil spenna fyrir því hjá stelpunum? „Jú, mjög mikil spenna. Þetta er eitt af stærri mótunum sem stelpurnar bíða eftir allt sumarið. Margar hverjar eru farnar að telja niður nokkrum vikum á undan,“ svarar Margrét María og telur að mót á borð við þetta hafi mikið að segja til að viðhalda áhuga stelpn- anna. „Þetta er það sem stelpurnar stefna að og hlakka mest til allt árið. Þær æfa vel allt árið til að geta tekið þátt í þessum mótum. Mótin búa líka til svo margar skemmti- legar minningar.“ solveig@365.is Björt framtíð Í sinni þjálfun segist Margrét María leggja áherslu á að kenna stelpunum leikinn og að spila skemmtilegan fótbolta. „Ég vil sýna þeim að fótbolti er ekki bara einhver ein ákveðin leið heldur svo miklu meira. Mér finnst mikilvægt að stelpurnar öðlist sjálfstraust og séu óhræddar við að gera mistök. Ég hvet þær til að leggja sig alltaf allar fram við æfingar og leiki, æfa aukalega og njóta þess að vera í fótbolta,“ lýsir hún og er bjartsýn á framtíð íslenskrar kvennaknatt- spyrnu. „Þessar stelpur eru alltaf að verða betri og betri og það eru klárlega ansi margar sem munu gera tilkall til sætis í kvennalands- liðinu okkar eftir nokkur ár.“ Taktu þátt á frettabladid.is/sumarleikur 28 áfraM ísland 1 5 . j ú l Í 2 0 1 7 l au G a r daG u r 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 5 2 -B 9 E 8 1 D 5 2 -B 8 A C 1 D 5 2 -B 7 7 0 1 D 5 2 -B 6 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.