Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 84
Hjartað í sýningunni eru tvö myndbrot af Guðrúnu. Annað frá því hún tók við styrk úr Rithöfundasjóði og hitt er sjö mín­ útna viðtal við hana í sjónvarpinu 1972. Það er gaman að heyra hana tala,“ segir Marín Guðrún Hrafns­ dóttir um sýninguna Kona á skjön, sem fjallar um ævi og störf Guðrúnar Árnadóttur frá Lundi. Sýningin er í gamla barnaskólanum á Aðalgötu 2 á Sauðárkróki en Marín segir stefnt á að hún komi næst til Reykjavíkur. „Það verður viðburður þegar Nauta­ flatafólkið fer til Reykjavíkur, gengur þar um göturnar en þráir örugglega ekkert heitara en að komast aftur í Hrútadalinn,“ segir hún hlæjandi og á þar við persónurnar úr Dalalífi, þekktustu sögu Guðrúnar frá Lundi. Alls liggja eftir hana 27 bækur. Marín er langömmubarn Guð­ rúnar og sýningin er hluti af meist­ araverkefni hennar úr hagnýtri Langamma var elskuð og hötuð Sögur Guðrúnar frá Lundi voru á toppi vinsældalista þjóðarinnar í tvo áratugi en sköpuðu líka átök í bókmennta- heiminum. Á Sauðárkróki er sýning um ævi Guðrúnar og höfundarverk sem Marín Guðrún Hrafnsdóttir stendur að. „Kerlingabókaumræðan festist dálítið við Guðrúnu því vinsældir hennar fóru fyrir brjóstið á þeim sem vildu að þjóðin læsi eitthvað innihaldsríkara og uppbyggilegra,“ segir Marín. Fréttablaðið/Eyþór bækur Guðrúnar frá lundi voru sannarlega lesnar ofan í kjölinn. Í gang fór háðsádeila á verk hennar með það fyrir augum hreinlega að kenna þjóðinni að skammast sÍn fyrir að lesa hana. ↣ Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A menningarmiðlun í Háskóla Íslands. Samstarfskona hennar er Kristín Sigurrós Einarsdóttir sem er búsett á Sauðárkróki og hefur meðal annars boðið upp á ferðir um slóðir skáld­ konunnar í Skagafirði. „Við fengum muni, handrit og bréf hjá byggða­ safni og héraðsskjalasafni Skag­ firðinga til að búa til sviðsmyndir og stemningu frá tímum langömmu, til dæmis lítinn eldhúskrók og stofu­ horn. Svo vinnum við með bókakáp­ urnar og bókastaflana, meðal annars eintök sem hafa verið lesin í tætlur. Við vorum svo heppnar að fá gamla barnaskólann, sem var vígður 1908, undir sýninguna og getum ímyndað okkur að Guðrún hafi gengið um þá byggingu. Hún flutti reyndar ekki á Sauðárkrók fyrr en 1939 en bjó á Mallandi á Skaga og víðar í Skaga­ firði og Húnavatnssýslu fyrir þann tíma. Þar var nú ekki mikið útstáelsi á henni því þau 17 ár sem hún var á Mallandi fór hún aðeins tvisvar á Krókinn, það var ekki verið að rjúka neitt í kaupstað. Mér fannst mikilvægt að finna myndir sem ekki var endalaust búið að nota, við erum með sauðskinns­ skóna sem langamma notaði sem inniskó síðustu árin, heklað sjal og upphlutssettið hennar. Peysu­ fötin eru því miður ekki til. Þau voru hennar vörumerki út á við og það hefði verið gaman ef þau hefðu varð­ veist.“ aðdáendur höfðu enga rödd Val sýningarmuna var ekki einfalt því nafn Guðrúnar frá Lundi tengist ekki bara íslenskri kvennasögu, heldur líka rithöfundasögu, menningar­ pólitík og auðvitað samtíðarsögu hennar. „Við þurftum að ákveða hvaða sögu átti að segja,“ lýsir Marín. „Út frá bókum Guðrúnar er hægt að skoða sagnfræðilegar heimildir um matargerð, vinnubrögð og þjóðhætti. En við vildum segja sögu hennar og bóka hennar og birta báðar hliðar, hina neikvæðu umræðu í fjölmiðlum sem af vinsældum bókanna spannst og líka fjalla um fólkið sem elskaði bækurnar hennar og hafði þær í stásshillum á heimilinu. Á 7.  ára­ tugnum, þegar bækur Guðrúnar höfðu verið efstar á vinsældalistum Íslendinga í tæp 20 ár, kemur upp sú umræða að þær séu kerlingabækur og ekki par fínar, það sé bara einhver lýður sem liggi í þeim. Menningar­ pólitíkin er alltaf þannig að línur eru lagðar um hvað er gott og hvað vont í bókmenntum og þar var allt mjög klippt og skorið. Ljóðaformið var enn öllu ofar og Íslendingar báru gríðar­ lega virðingu fyrir þjóðskáldunum. En það var Sigurður A. Magnússon sem kom með heitið kerlingabækur, ekki um bækur Guðrúnar heldur sem yfirheiti yfir þann fjölda skáldsagna sem konur skrifuðu á sjöunda ára­ tugnum og nutu mikilla vinsælda.“ Marín hefur haldið fyrirlestra á elliheimilum og hjá félagasamtökum um Guðrúnu frá Lundi og haldið endurmenntunarnámskeið í Háskóla Íslands. Þar keðst hún hitta fólk sem segir henni frá því hvernig hlaupið var með bækurnar hennar milli 1 5 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R24 H e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 5 2 -D C 7 8 1 D 5 2 -D B 3 C 1 D 5 2 -D A 0 0 1 D 5 2 -D 8 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.