Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 22
M jölnisfólk á eftir að naga n e g l u r n a r alla helgina því þeirra a t v i n n u - menn á stóra sviðinu, Gunn- ar Nelson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir, verða í eldlín- unni. Á laugardagskvöld berst Sunna, sem kallar sig Tsu- nami, við hina bandarísku Kelly D’Angelo í Kansas og á sunnudeginum er komið að Gunnari er hann mætir Argentínu- manninum Santiago Ponzinibbio í Glasgow. A n d s t æ ð i n g u r Sunnu er þrítug og rétt eins og Sunna þá þekkir hún það ekki að tapa. Hún á fimm boxbardaga að baki sem hún vann alla og hefur einnig unnið alla MMA-bardagana sína sem eru orðnir fimm. Síðustu tveir eru atvinnumannabardagar. Sunna hefur unnið báða sína bardaga hjá Invicta-bardagasam- bandinu en þetta verður frumraun D’Angelo hjá því sambandi en ferill hennar gefur til kynna að hún sé grjóthörð og kunni ýmislegt fyrir sér. Sérstaklega í hnefaleikum. Þetta er áhugaverð kona sem starfar sem sjúkraliði og slökkviliðskona og þar kynntist hún boxinu og síðar MMA. Hún kemur frá Missouri og ætti því að vera með fjölda fólks á bak við sig á bardagakvöldinu. Sjálf sagði hún reyndar í viðtali við MMAfréttir.is að hún ætti von á vinum og ættingjum á kvöldið stóra en væri ekki að búast við neinum heimavelli þó að hún sé frá þessum slóðum. Sunna væri orðin vel þekkt í Invicta, sem og vinsæl, og því myndi Sunna klárlega fá góðan stuðning líka úr stúkunni. Sunna okkar hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína hjá Invicta hingað til og bardagar hennar verið rosalegir. Hún vann fyrst sannfærandi sigur á stigum gegn Ashley Greenway í september í fyrra og fylgdi því eftir með sigri á Mallory Martin í maí. Það var jafn bardagi sem valinn var bardagi kvöldsins. Okkar kona sýndi þá ótrúlegt ljónshjarta sem hefur fleytt henni langt. Það er ekkert launungarmál að Sunna stefnir á að komast inn um dyrnar hjá UFC sem er stærsta bar- dagasamband heims. Leiðin þangað úr Invicta þarf ekkert að vera rosa- lega löng ef fólk stendur sig vel. Haraldur Dean Nelson hjá Mjölni er með sterk tengsl innan UFC og hefur þegar verið í sambandi við fólk þar vegna Sunnu. Fari svo að hún sýni allar sínar bestu hliðar á nýjan leik og klári D’Angelo með stæl gæti vel farið svo að UFC opni dyrnar og hleypi henni inn. Það er því til mikils að vinna fyrir Sunnu í Kansas City á laugardagskvöld. Gunnar Nelson er löngu kominn inn fyrir dyrnar hjá UFC og er í átt- unda sæti á styrkleikalista veltivigt- arinnar. Hann fær þann heiður að vera aðalnúmerið á bardagakvöld- inu í Glasgow á sunnudag. Það segir ýmislegt um sterka stöðu Gunnars innan UFC. Þetta er í annað sinn sem Gunnar er í aðalbardaga kvölds hjá UFC en hann var það einnig er hann barðist við Rick Story í Stokk- hólmi í október árið 2014. Að hann sé í aðalbardaga kvölds þýðir að bardagi hans sé fimm lotur en ekki þrjár eins og allir hinir bar- dagarnir. Gunnar fór í fimm lotur gegn Story á sínum tíma og varð þá að sætta sig við sitt fyrsta tap í búrinu. Hann hefur lært mikið á þeim bardaga og sneri tvíefldur til baka. Ef hann lendir aftur í því að þurfa að fara í fimm lotur mun hann ráða mun betur við það en hann gerði gegn Story. Hann er þess utan í betra formi í dag. Andstæðingur Gunnars að þessu sinni er grjótharður Argentínumað- ur. Hann hefur unnið 24 bardaga en aðeins tapað þremur. Þret- tán af sigrum Ponzinibbio hafa komið með rothöggi. Hann er mikill stríðsmaður sem þarf að hafa mikið fyrir að vinna. Hann virðist eflast við hverja raun en hefur aldr- ei lent í eins hæfileikaríkum bardagamanni og Gunnari. Þetta verður níundi bardagi Ponzin- ibbio í UFC en hann hefur tapað tveimur af átta bardögunum þar hingað til. Hann er aftur á móti á mikilli siglingu og hefur unnið fjóra bardaga í röð. Argentínu- maðurinn mun því mæta með sjálfstraustið í botni og kass- ann úti gegn Gunnari. Þessi bar- dagi er nefnilega risatækifæri fyrir hann að blanda sér í umræðuna um þá bestu í vigtinni. Hann er sem stendur í fjórtánda sæti á styrkleika- listanum eftir að hafa tapað síðast fyrir rúmum tveimur árum. Þó að Gunnar hafi mátt sætta sig við tvö töp hjá UFC til þessa þá hafa markmið hans alls ekkert breyst. Hann ætlar sér að verða heims- meistari hjá UFC og hefur tekið neikvæðu reynsluna af töpunum og snúið þeim upp í jákvæða reynslu sem hjálpar honum að komast þangað sem hann ætlar sér. Leiðin á toppinn hefur verið örlítið grýtt- ari en hann ætlaði sér en stígurinn þangað er í sjónmáli. Gunnar barðist aðeins þrisvar á árunum 2015 og 2016. Hann veit að hann þarf að berjast oftar og er að vinna í því í ár. Að öllum líkindum mun hann ná þremur bardögum á þessu ári. Því miður hafa hlutirnir ekki spilast eins vel fyrir hann og hann ætlaði sér. Í nóvember á síðasta ári varð hann að draga sig út úr bardaga gegn Kóreubúanum Dong Hyun- Kim en sigur þar hefði gefið honum enn stærri bardaga í kjölfarið. Flest- ir af þeim sem eru fyrir ofan hann hafa annaðhvort verið meiddir eða bókaðir í aðra bardaga á þessu ári. Gunnar þarf því að slökkva á spræk- um strákum sem eru á uppleið á meðan hann bíður eftir að mæta hákörlunum. Hann afgreiddi Alan Jouban smekklega í mars og ætlar sér að senda enn sterkari skilaboð með því að klára Ponzinibbio. Auðvitað er miklu meira undir hjá Gunnari sem er eðlilega að taka talsverða áhættu með því að berjast við gaura sem eru fyrir neðan hann á styrkleikalistanum. Hann er aftur á móti að sýna að hann óttast ekki áskoranir og ef allt fer að óskum á morgun þá geta forráðamenn UFC ekki annað en gefið honum næst bardaga gegn ein- hverjum af þeim bestu. Þá er leiðin í heims- meistaratitilinn sem Gunnar horfir á ekk- ert svo löng þó að steinarnir sem þarf að henda af stígn- um séu ívið stærri en þeir sem hann hefur verið að velta við á síðustu árum. Gunnar og Sunna á leið í stríð Henry Birgir Gunnarsson henry@fretta­ bladid.is Það er risastór helgi hjá Mjölnisfólkinu Gunnari Nelson og Sunnu „Tsunami“ Davíðsdóttur. Þau berjast sitt í hvorri heimsálfunni í afar mikilvægum bar- dögum. Sigur gæti opnað stórar dyr fyrir þau bæði. Á laugardagskvöld berst sunna, sem kallar sig tsunami, við hina bandarísku kelly d‘angelo og Á sunnudaginn mætir gunnar argentínu- manninum santiago Ponzinibbio. 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 2 -E 1 6 8 1 D 5 2 -E 0 2 C 1 D 5 2 -D E F 0 1 D 5 2 -D D B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.