Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 72
Þetta var söguleg undankeppni fyrir
íslenska kvennalandsliðið í fótbolta.
Stelpunum okkar tókst nú í fyrsta
sinn að tryggja sig inn á EM án þess
að fara í gegnum umspil. Íslenska
liðið vann sinn riðil og var búið að
tryggja sér sæti á Evrópumótinu fyrir
tvo síðustu leiki sína.
Íslensku stelpurnar fögnuðu
EM-sætinu með því að vinna sinn
sjöunda sigur í röð sem kom á móti
Slóveníu 17. september en lokaleik-
urinn var við Skota aðeins þremur
dögum síðar. Þegar lagt var í hann í
upphafi undankeppninnar stefndi
alltaf í hreinan úrslitaleik við Skota
í lokaleiknum en þegar 20. septem-
ber 2016 rann upp þá skipti sá leikur
litlu máli.
Íslenska liðið hafði þó bæði þá
gulrót að landa fullkomni undan-
keppni og vinna riðilinn. Annað
markmiðið náðist en 2-1 tap þýddi
að liðið tapaði sínum fyrstu stigum
og fékk á sig fyrstu mörkin.
Markatala íslenska liðsins fyrir
lokaleikinn var 33-0 og liðið var búið
að halda hreinu í 655 mínútur þegar
Skotar komust í 1-0 í Laugardalnum.
Einum þýðingarlitlum
lokaleik frá fullkomnun
Harpa Þorsteins-
dóttir skoraði 10
mörk í aðeins 6
leikjum í undan-
keppninni. Hér
fagnar hún einu
af mörkum
sínum. Mynd/KSÍ/
HilMar Þór Guð-
MundSSon
Það var mjög gaman á laugardalsvellinum í september síðastliðnum þegar stelpurnar okkar voru
búnar að tryggja sér sæti á EM. Hér fagna þær sigri á Slóveníu sem tryggði þeim endanlega EM-
sætið. Fréttablaðið/anton brinK
Íslensku stelpurn-
ar komust í fyrsta
sinn inn á EM án
þess að þurfa að
fara í gegnum
umspilsleiki. Ís-
lenska liðið vann
riðil sinn í fyrsta
sinn og var meira
að segja komið
inn á EM fyrir tvo
síðustu leiki sína.
Ísland átti líka
markahæsta leik-
mann riðilsins og
undankeppninnar.
Árangur íslensku stelpnanna á
útivelli var afar athyglisverður en
íslenska liðið vann alla fjóra úti-
leikina og það með markatölunni
19-0. Meðal þeirra var 4-0 sigur á
Skotum í júní 2016 en með þeim sigri
lagði íslenska liðið grunninn að sigri
í riðlinum. 6-0 sigurinn úti í Slóveníu
í síðasta leiknum haustið 2015 kom
íslenska liðinu líka í mjög góða stöðu
og gaf um leið skýr skilaboð um
að íslensku stelpurnar væru til alls
líklegar. Þessir tveir útileikir voru
líklega bestu leikir íslenska liðsins í
undankeppninni, tveir sannfærandi
útisigrar á liðunum sem enduðu í 2.
og 3. sæti riðilsins.
Harpa Þorsteinsdóttir var ekki
aðeins markahæsti leikmaður
íslenska riðilsins með tíu mörk
heldur var hún markahæst í allri
undankeppninni. Norska stelpan
Ada Hegerberg og Skotinn Jane Ross
skoruðu 10 mörk eins og Stjörnu-
konan. Dagný Brynjarsdóttir skoraði
sjö mörk í riðlinum og varð þar
þriðja markahæst á eftir þeim Hörpu
og Ross. Alls skoruðu sex leikmenn
íslenska liðsins tvö mörk eða fleiri í
undankeppninni.
Íslensku stelpurnar voru meðal
efstu liða bæði hvað varðar sóknar-
leik og varnarleik. Aðeins tvö lið
skoruðu fleiri mörk en íslenska liðið
í undankeppninni, Spánn (39) og
Þýskaland (35), og bara Frakkland (0
mörk á sig), Þýskaland (0), Danmörk
(1) og England (1) fengu á sig færri
mörk
21
.3
24
4/
7.
17
Molta er náttúrleg afurð mynduð við jarðgerð.
Jarðgerð er niðurbrot á lífrænum úrgangi við stýrðar aðstæður.
Ýmsir efnaferlar og örverur umbreyta efninu í moldarkenndan
jarðvegsbætandi massa með töluvert áburðargildi.
Moltu er gott að blanda annarri mold eða dreifa moltunni yfir beð
og grasflatir í þunnu lagi.
Sendum moltuna heim í stórsekkjum gegn vægu gjaldi.
Þá er öllum velkomið að koma til okkar á Gámavelli í Berghellu 1
í Hafnarfirði og moka moltu í eigin fólksbílakerru án endurgjalds.
Berghellu 1 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2500 • soludeild@gamar.is • www.gamar.is
MOLTA
er kraftmikill jarðvegsbætir
26 áFraM ÍSland 1 5 . j ú l Í 2 0 1 7 l au G a r daG u r
1
5
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:1
2
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
5
2
-F
A
1
8
1
D
5
2
-F
8
D
C
1
D
5
2
-F
7
A
0
1
D
5
2
-F
6
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
0
4
s
_
1
4
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K