Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 66
Ég tel að árangur strákanna í fyrra hafi lyft þessu upp á annað plan. Ásdís Gísladóttir Ásdís með dóttur sinni Rögnu Björgu og syninum Gísla Þór. Mynd/Anton BRink Ásdís er mikil áhugakona um kvennaknattspyrnu og hefur fylgst með henni frá árinu 1986. „Ég hef reyndar aldrei spilað fótbolta sjálf en á fjögur börn sem öll hafa æft og spilað fótbolta, þar af þrjár dætur,“ segir Ásdís sem hefur fylgt börnum sínum eftir í bolt­ anum og gerir enn í dag. Hún heldur utan til Hollands með dóttur sinni, Rögnu Björgu Einarsdóttur, og tveggja ára syni hennar. Einnig mun sonur hennar, Gísli Þór Einarsson, markvarða­ þjálfari U19 landsliðs kvenna,  vera með í för ásamt konu sinni og þremur börnum. Mikill munur frá því fyrir átta árum Þetta er ekki fyrsta sinn sem Ásdís fer á EM kvenna, en hún fór fyrir átta árum til Finnlands að fylgjast með keppninni. „Ég fór með tipp­ hópnum mínum en við erum nokkrar vinkonur sem tippum á leiki. Í hópnum eru til dæmis tvær gamlar landsliðskonur, þær Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Sigfríður Sophusdóttir,“ segir Ásdís glaðlega. Vinkonuhópurinn sem í voru um átta eða tíu konur var hluti af afar litlum hópi Íslendinga sem fór utan að fylgjast með mótinu. „Ég held að í heildina hafi þrjátíu eða fjörutíu manns farið út, það er dálítið annað en núna,“ segir Ásdís en búist er við um tvö þúsund Íslendingum á hvern leik í riðlakeppninni í ár. „Viðhorfið til kvennaknatt­ spyrnunnar hefur breyst mikið á þessum átta árum. Ég tel að árangur strákanna í fyrra hafi lyft þessu upp á annað plan enda er miklu meiri áhugi á kvennaboltanum núna en undanfarin ár,“ segir Ásdís. Almennur áhugi á kvennabolta var ein höfuðástæðan fyrir því að Ásdís ákvað að fara á EM en einn­ ig spiluðu inn í tengsl fjölskyldu hennar við landsliðið. „Dóttir mín spilaði lengi með Breiðabliki og er góð vinkona nokkurra stelpna í landsliðinu enda spilaði hún með þeim í mörg ár. Svo hefur Gísli verið að þjálfa landslið kvenna 19 ára og yngri.“ Ýmis afþreying í boði Hópurinn mun dvelja tíu daga í Hollandi. „Við ætlum að sjá leikina þrjá í riðlinum við Frakkland, Sviss og Austurríki,“ segir Ásdís sem telur liðið vel eiga séns á að komast upp úr riðlinum. „Frakklandsleikurinn verður þó örugglega erfiður.“ Fjölskyldan gistir í sumar­ bústaða hverfinu Kempervennen og keyrir á milli mótsstaða. „Það er vel gerlegt enda vegalengdirnar ekki miklar hér í Hollandi,“ segir Ásdís en hópurinn hefur ýmislegt annað á prjónunum meðan á dvölinni stendur. „Á þessu svæði er mikil afþreying, sundlaugar, hjól og klifur sem gaman verður fyrir börnin að upplifa.“ solveig@365.is Fjölskyldan saman á EM Ásdís Gísladóttir ætlar ásamt dóttur sinni, syni og fleiri fjölskyldumeðlimum á EM í knattspyrnu kvenna í Hollandi. Þau ætla að fara á alla leiki íslenska landsliðsins í riðlakeppninni. Þið „tæklið“ þetta stelpur 20 ÁFRAM íslAnd 1 5 . j ú l í 2 0 1 7 l AU G A R dAG U R 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 5 3 -2 6 8 8 1 D 5 3 -2 5 4 C 1 D 5 3 -2 4 1 0 1 D 5 3 -2 2 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.