Fréttablaðið - 15.07.2017, Síða 66
Ég tel að árangur
strákanna í fyrra
hafi lyft þessu upp á
annað plan.
Ásdís Gísladóttir
Ásdís með dóttur sinni Rögnu Björgu og syninum Gísla Þór. Mynd/Anton BRink
Ásdís er mikil áhugakona um kvennaknattspyrnu og hefur fylgst með henni frá árinu
1986. „Ég hef reyndar aldrei spilað
fótbolta sjálf en á fjögur börn sem
öll hafa æft og spilað fótbolta, þar af
þrjár dætur,“ segir Ásdís sem hefur
fylgt börnum sínum eftir í bolt
anum og gerir enn í dag.
Hún heldur utan til Hollands
með dóttur sinni, Rögnu Björgu
Einarsdóttur, og tveggja ára syni
hennar. Einnig mun sonur hennar,
Gísli Þór Einarsson, markvarða
þjálfari U19 landsliðs kvenna,
vera með í för ásamt konu sinni og
þremur börnum.
Mikill munur frá því fyrir átta
árum
Þetta er ekki fyrsta sinn sem Ásdís
fer á EM kvenna, en hún fór fyrir
átta árum til Finnlands að fylgjast
með keppninni. „Ég fór með tipp
hópnum mínum en við erum
nokkrar vinkonur sem tippum á
leiki. Í hópnum eru til dæmis tvær
gamlar landsliðskonur, þær Ásta
B. Gunnlaugsdóttir og Sigfríður
Sophusdóttir,“ segir Ásdís glaðlega.
Vinkonuhópurinn sem í voru um
átta eða tíu konur var hluti af afar
litlum hópi Íslendinga sem fór utan
að fylgjast með mótinu. „Ég held að
í heildina hafi þrjátíu eða fjörutíu
manns farið út, það er dálítið annað
en núna,“ segir Ásdís en búist er
við um tvö þúsund Íslendingum á
hvern leik í riðlakeppninni í ár.
„Viðhorfið til kvennaknatt
spyrnunnar hefur breyst mikið á
þessum átta árum. Ég tel að árangur
strákanna í fyrra hafi lyft þessu upp
á annað plan enda er miklu meiri
áhugi á kvennaboltanum núna en
undanfarin ár,“ segir Ásdís.
Almennur áhugi á kvennabolta
var ein höfuðástæðan fyrir því að
Ásdís ákvað að fara á EM en einn
ig spiluðu inn í tengsl fjölskyldu
hennar við landsliðið. „Dóttir mín
spilaði lengi með Breiðabliki og
er góð vinkona nokkurra stelpna í
landsliðinu enda spilaði hún með
þeim í mörg ár. Svo hefur Gísli verið
að þjálfa landslið kvenna 19 ára og
yngri.“
Ýmis afþreying í boði
Hópurinn mun dvelja tíu daga í
Hollandi. „Við ætlum að sjá leikina
þrjá í riðlinum við Frakkland, Sviss
og Austurríki,“ segir Ásdís sem telur
liðið vel eiga séns á að komast upp
úr riðlinum. „Frakklandsleikurinn
verður þó örugglega erfiður.“
Fjölskyldan gistir í sumar
bústaða hverfinu Kempervennen og
keyrir á milli mótsstaða. „Það er vel
gerlegt enda vegalengdirnar ekki
miklar hér í Hollandi,“ segir Ásdís
en hópurinn hefur ýmislegt annað
á prjónunum meðan á dvölinni
stendur. „Á þessu svæði er mikil
afþreying, sundlaugar, hjól og klifur
sem gaman verður fyrir börnin að
upplifa.“ solveig@365.is
Fjölskyldan saman á EM
Ásdís Gísladóttir ætlar ásamt dóttur sinni, syni og fleiri fjölskyldumeðlimum á EM í knattspyrnu
kvenna í Hollandi. Þau ætla að fara á alla leiki íslenska landsliðsins í riðlakeppninni.
Þið „tæklið“ þetta stelpur
20 ÁFRAM íslAnd 1 5 . j ú l í 2 0 1 7 l AU G A R dAG U R
1
5
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:1
2
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
5
3
-2
6
8
8
1
D
5
3
-2
5
4
C
1
D
5
3
-2
4
1
0
1
D
5
3
-2
2
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
0
4
s
_
1
4
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K