Fréttablaðið - 15.07.2017, Qupperneq 70
Fótbolti Ísland fékk sannkallaða
draumabyrjun í fyrsta leiknum á
fyrsta Evrópumótinu. Mótherjarnir
voru Frakkar, sem Íslendingar mæta
einmitt í fyrsta leiknum í Hollandi
18. júlí, og eftir aðeins sex mínútna
leik var staðan orðin 1-0, Íslandi í vil.
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði
fyrsta mark Íslands á stórmóti með
skalla eftir fyrirgjöf Margrétar Láru
Viðarsdóttur. Því miður reyndist það
eina íslenska markið á EM 2009.
Frakkar unnu leikinn gegn Íslend-
ingum á endanum með þremur
mörkum gegn einu. Tvö af mörkum
Frakklands komu úr umdeildum
vítaspyrnum. Ísland fékk einnig
vítaspyrnu á 76. mínútu en Sarah
Bouhaddi varði frá Margréti Láru.
Hólmfríður var hársbreidd frá
því að koma Íslandi yfir eftir aðeins
nokkrar sekúndur í öðrum leiknum
gegn Noregi en skot smaug framhjá
stönginni. Á 12. mínútu setti Dóra
María Lárusdóttir, sem var að leika
sinn 50. landsleik, svo boltann í
stöngina á norska markinu.
Íslandi hefndist fyrir að nýta þessi
færi ekki þegar Cecilie Pedersen
skoraði eina mark leiksins á loka-
mínútu fyrri hálfleiks.
Eftir tvö töp í fyrstu tveimur
leikjunum var ljóst að Ísland átti ekki
lengur möguleika á að komast í 8-liða
úrslit. Í síðasta leik riðilsins tapaði
íslenska liðið fyrir því þýska með
einu marki gegn engu. Þjóðverjar
fóru svo alla leið og urðu Evrópu-
meistarar.
Dagný skallaði Ísland í 8 liða
úrslitin
Fjórum árum síðar í Svíþjóð lenti
Ísland aftur í riðli með Noregi og
Þýskalandi. Holland var svo fjórða
liðið í riðlinum.
Íslensku stelpurnar mættu þeim
norsku í fyrsta leik. Fimm úr byrj-
unarliði Íslands byrjuðu einnig fyrsta
leikinn á EM 2009.
Kristine Hegland kom Noregi yfir
á 26. mínútu. Ada Hegerberg fékk svo
dauðafæri til að koma norska liðinu í
2-0 eftir rúman klukkutíma en Guð-
björg Gunnarsdóttir varði vel. Guð-
björg stóð vaktina í íslenska markinu
á EM í stað Þóru B. Helgadóttur sem
var meidd og Hafnfirðingurinn var
besti leikmaður Íslands á mótinu.
Þremur mínútum fyrir leikslok
Þriðja mótið í röð
EM í Hollandi er
þriðja Evrópu
mótið sem ís
lenska kvenna
landsliðið kemst
á. Ísland var
fyrst með í Finn
landi 2009 þar
sem það tapaði
öllum þremur
leikjum sínum.
Fjórum árum
síðar í Svíþjóð
komst íslenska
liðið í 8 liða
úrslit þar sem
það tapaði fyrir
heimaliðinu.
fiskaði Sara Björk Gunnarsdóttir víta-
spyrnu sem Margrét Lára skoraði úr.
Lokatölur 1-1.
Íslenska liðið átti litla möguleika
gegn því þýska í næsta leik sínum.
Þjóðverjar unnu öruggan 3-0 sigur.
Í lokaumferð riðlakeppninnar
mætti Ísland Hollandi en ljóst var
að sigurvegarinn úr þeim leik myndi
tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum,
burtséð frá úrslitunum í leik Þýska-
lands og Noregs.
Ísland var sterkari aðilinn í fyrri
hálfleik og Hólmfríður var hárs-
breidd frá því að skora þegar hún
átti skot í stöngina. En það var yngsti
leikmaðurinn í byrjunarliði Íslands,
Dagný Brynjarsdóttir, sem skoraði
eina mark leiksins. Á 30. mínútu
skallaði hún fyrirgjöf Hallberu Gísla-
dóttur í netið.
Þrátt fyrir hollenska pressu í seinni
hálfleik hélt íslenska liðið út og
fagnaði sigri og sæti í 8 liða úrslitum.
Þar mætti Ísland heimakonum
í Svíþjóð í Halmstad. Sænska liðið
byrjaði leikinn af gríðarlegum
krafti og eftir 19 mínútur var staðan
orðin 3-0, Svíum í vil. Íslenska liðið
lágmarkaði skaðann en sigur þess
sænska var aldrei í hættu. Lokatölur
4-0, Svíþjóð í vil og þátttöku Íslands á
EM 2013 var þar með lokið.
Sara Björk Gunnarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir fagna sigrinum á Hollandi og sæti í 8 liða úrslitum á EM 2013 í Svíþjóð. MynDir/nnorDicpHotoS/GEtty
Guðbjörg Gunn-
arsdóttir var
besti leikmaður
Íslands á EM
2013.
Marki Margrétar Láru Viðarsdóttur gegn noregi fagnað.
Sara Björk Gunnarsdóttir á ferðinni á
EM 2009.
Áfram Ísland
Styðjum stelpurnar til sigurs
24 áfraM ÍSLanD 1 5 . j ú l Í 2 0 1 7 L aU G a r DaG U r
1
5
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:1
2
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
5
3
-0
D
D
8
1
D
5
3
-0
C
9
C
1
D
5
3
-0
B
6
0
1
D
5
3
-0
A
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
1
0
4
s
_
1
4
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K