Fréttablaðið - 19.07.2017, Blaðsíða 13
Fram að banka- og fjármála-kreppunni viðgekkst sú stefna meðal stjórnenda peninga-
mála, að þeir, sem ættu fé, fjár-
magnseigendur, ættu rétt á að
fá meira fé út á það fé, án nokk-
urra aðgerða, án fjárfestingar eða
áhættu. Ég er auðvitað að tala um
vextina, sem fjármagnseigendur
fengu á áhættulausar og dauðar
bankainnistæður. Þeir, sem urðu
að greiða þessa vexti, voru vitaskuld
lántakendur, skuldarar, og urðu þeir
fátækari og fátækari meðan þeir
ríku urðu ríkari og ríkari, af engu.
Vaxtastefna Seðlabanka úrelt
Bankakreppan kenndi ráðamönn-
um, nema kannske Seðlabanka-
stjóra og peningastefnunefnd, að
þetta kerfi stæðist ekki, hvorki sið-
ferðislega né í framkvæmd, enda átti
það stóran þátt í kreppunni, og féllu
því allir vakandi og upplýstir stjórn-
endur peningamála frá þessari raun-
vaxtastefnu á árunum eftir 2008.
Raunvextir rífa upp krónuna
Seðlabankinn hefur haft 2,5% verð-
bólgumarkmið síðustu árin, sem er
í lagi, en að byggja það inn í stýri-
vextina og bæta svo við 2-3%, til
að raunvextir náist, er ekki í lagi,
einkum, þegar engin önnur vestræn
þjóð gerir það og raunverðbólga er
aðeins 1,5%.
Stýrivextir hér eru því 4,5%,
meðan að þeir eru við núllið annars
staðar, og rífur þetta upp krónuna
og afskræmir tekjur og gjöld.
Auk yfirkeyrðrar krónu er afleið-
ingin, að vextir til fólks hér eru
á okurstigi, og verða menn m.a.
að greiða íbúðir sínar margfalt,
kannske 3-5 sinnum, vegna okur-
vaxtanna, meðan aðrir Evrópubúar
greiða sínar íbúðir 1,5-2 sinnum,
þökk sé lágvöxtum á evrusvæðinu.
Hverjar eru afleiðingarnar
Fyrir rúmu ári síðan voru um 140
krónur í evru. Í millitíðinni fór
Evran um tíma í 110 krónur, og
lækkuðu tekjur útflutningsatvinnu-
veganna því um allt að 22% á einu
ári. Ég er að tala um ferðaþjónustu,
sjávarútveg, áliðnað, hátækniiðnað
og flutningaþjónustu. Margar helztu
atvinnugreinar landsins. Á sama
tíma hefur ýmis rekstrarkostn-
aður þessara fyrirtækja hækkað. Er
afkoma þeirra því um 30% lakari nú,
en fyrir ári. Hver lifir slíkt af !?
Það hlýtur því að vera öllum
ljóst – nema kannske Seðlabanka-
mönnum – að þessi hækkun á
krónunni fær ekki staðizt. Útflutn-
ingsfyrirtækin fara úr sæmilegri eða
góðri afkomu, sem er nauðsynleg og
eðlileg, í bullandi tap. Allavega flest
þeirra.
Ef útflutningsfyrirtækin okkar
lenda í tapi og greiðsluerfiðleikum,
sem síðan bitnar á starfsmönnum,
innlendum þjónustuaðilum, eig-
endum, bönkum og ríkinu sjálfu, því
ekki falla skattar og skyldur niður,
er hér vá fyrir dyrum; ný kreppa
í uppsiglingu. Þetta er dauðans
alvara!
Nauðsynleg
gengisleiðrétting stöðvuð
Eftir umræðu, gagnrýni og ört vax-
andi vanda margra fyrirtækja, tók
Seðlabanki loks við sér og lækkaði
stýrivexti smávægilega í 2 þrepum;
Úr 5,00% í 4,5%. Þetta, ásamt með
hraðminnkandi gjaldeyristekjum,
vegna yfirkeyrðs kostnaðar fyrir
ferðamenn, leiddi loks til þess, að
gengi krónunnar hóf frjálst og eðli-
legt leiðréttingarferli.
Í fyrri viku lækkaði gengi krón-
unnar í nærri 120 í evru. Drógu nú
sumir andann léttar og vonuðust
eftir raunhæfu og „réttu gengi“,
sem virðist liggja við 130 krónur. En
hvað gerist þá!? Seðlabankinn veður
inn á markaðinn og kaupir krónur
í stórum stíl til að styrkja krónuna
aftur. Með handafli. Hrökk hún þá
upp í um 115. Gekk Seðlabanki með
þessu óðagoti fram gegn áhrifum
nýgerðra vaxtalækkana sjálfs sín!
Eftir greiningu helztu hliða þessa
gengismáls, virðist eðlilegt gengis-
svið krónunnar 125-135 í Evru.
Þetta ætti ekki að hækka vöru-
verð, því mér sýnist verzlunin ekki
hafa þorað eða treyst sér neðar, og
útflutnings atvinnuvegirnir ættu að
ná viðunandi afkomu.
Enginn raungrundvöllur
fyrir sterkri krónu
Framganga Seðlabanka og ríkis-
stjórnar í vaxta-, gengis- og efna-
hagsmálum hefur verið vanhugsuð,
fumkennd og lítt traustvekjandi.
Helztu atvinnuvegir landsins eru
reknir með tapi. Enginn gjaldmið-
ill hefur meiri styrk til lengdar en
atvinnuvegirnir á bak við hann.
Gæti trúin á krónuna snúizt í van-
trú og hræðslu. Kæmi þá meira en
eðlileg gengisleiðrétting.
Óskiljanleg og háskaleg
vaxta- og gengisstjórn
Seðlabanka
Ole Anton
Bieltvedt
alþjóðlegur
kaupsýslumaður
En hvað gerist þá!? Seðla-
bankinn veður inn á
markaðinn og kaupir krónur
í stórum stíl til að styrkja
krónuna aftur. Með handafli.
Hrökk hún þá upp í um 115.
Gekk Seðlabanki með þessu
óðagoti fram gegn áhrifum
nýgerðra vaxtalækkana sjálfs
sín!
intellecta.is
RÁÐNINGAR
Í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu svokallaða Marple-máli var fangelsis-
dómur þyngdur yfir Hreiðari Má
Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra
Kaupþings banka. Dómurinn, sem
kveðinn er upp tæpum áratug eftir
umþrætta atburði, markar ákveðin
þáttaskil í íslenskri réttarfarssögu
þar sem í fyrsta sinn er farið út
fyrir hámarksrefsiramma, sex ára
fangelsi, fyrir efnahagsbrot. Einkar
athyglisvert er að þessi tímamóta-
dómur um þyngingu refsingar
verður við endurupptöku máls sem
Hæstiréttur hafði áður ógilt vegna
vanhæfis sérfróðs meðdómara.
Forsaga vanhæfis
Það var á opnum fundi í Háskóla
Íslands um nýjar heimildir um fjár-
málahrunið í janúar 2015 sem ég sá
fyrst Ásgeir Brynjar Torfason, lekt-
or í viðskiptafræði. Þar hafði hann
sig í frammi og mátti heyra að hann
bar þungan hug til bankamanna
og virtist lítt hrifinn af því að fram-
sögumenn tækju upp mögulegar
varnir fyrir þá. Framkoma hans
vakti athygli mína og stuttu síðar,
fyrir algera tilviljun, bar nafn hans
á góma þegar fyrrverandi nemandi
hans fullyrti að hann hefði haldið
því fram í kennslustund að bönk-
unum hefði verið stjórnað af glæpa-
mönnum.
Þegar nafn þessa sama Ásgeirs
Brynjars Torfasonar birtist í fjöl-
miðlum, í september 2015, um að
hann væri sérfróður dómari við
Héraðsdóm Reykjavíkur að ósk
Símonar Sigvaldasonar, dómara í
Marple-máli sérstaks saksóknara
gegn forsvarsmönnum Kaup-
þings banka, hafði ég samband
við Hreiðar Má og benti honum á
vanhæfið. Hreiðar Már hafði strax
samband við verjanda sinn en mál-
flutningi var þá nýlega lokið. Í kjöl-
farið fundu verjendur eitt og annað
sérkennilegt á samfélagsmiðlum um
afstöðu Ásgeirs Brynjars gagnvart
bankamönnum og kröfðust þess í
kjölfarið að dómarinn viki sæti og
málflutningur yrði endurtekinn.
Símon Sigvaldason, sem var
dómsformaður í málinu, lét þessar
kröfur sem vind um eyru þjóta og
felldi þungan dóm yfir sakborn-
ingum. Nokkrum mánuðum síðar
sló Hæstiréttur hins vegar á fingur
Símonar og ógilti dóminn vegna
augljóss vanhæfis Ásgeirs Brynjars.
Tugmilljóna króna kostnaður vegna
þessara mistaka lenti á ríkissjóði og
varð því að flytja málið að nýju.
Ásgeir Brynjar Torfason er stofn-
andi og stjórnarmaður í félaginu
„Gagnsæi – samtök gegn spillingu“.
Reynt er að tryggja óhlutdrægni
dómstóla með lögum enda eru óvil-
hallir dómstólar einn helsti mæli-
kvarði á spillingu í samfélögum.
Dómurum, sem taka sæti í slíkum
dómstól, ber skylda til samkvæmt
reglum um gagnsæi að upplýsa um
atvik sem eru til þess fallin að draga
úr trausti fólks, sem á frelsi sitt undir
niðurstöðunni, til hlutlægni þeirra.
Þessi augljósu sannindi virðast
bæði vefjast fyrir stjórnarmanni
Gagnsæis og Símoni Sigvaldasyni
dómsformanni.
Er hægt að treysta
á óhæði dómara?
Málið var endurflutt nú í byrjun
júní. Kröfum verjenda sakborninga
um að Símon Sigvaldason viki sæti
í málinu vegna fyrri afstöðu og nýir
dómarar kæmu að því voru virtar að
vettugi.
Nýr dómur í Marple-málinu var
birtur nú í byrjun júlí. Hann er sam-
hljóða fyrri dómi í öllum atriðum
nema því að refsing yfir Hreiðari
Má er þyngd. Sú spurning vaknar
því óhjákvæmilega hvort það hafi
verið slæm mistök hjá mér að láta
fyrrverandi starfsfélaga vita af því
að sérfróður meðdómari í máli hans
væri vanhæfur. Hvort í dómsorði
felist þau skilaboð til lögmanna að
allar ábendingar um vanhæfi dóm-
ara séu illa séðar og mögulega látnar
bitna á skjólstæðingum þeirra?
Með dómnum var farið út fyrir
refsimörk sem mögulega kann að
leiða til þyngri refsingar yfir þeim
sem enn bíða dóms níu árum eftir
fall bankanna. Ef ábending um aug-
ljóst vanhæfi leiðir til þyngingar
dóma, þá er þetta ekki lengur lög-
fræði, heldur einhvers konar leikja-
fræði sem jaðrar við valdníðslu.
Lögfræði eða leikjafræði?
Jónas
Sigurgeirsson
bókaútgefandi
S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13M i ð V i k u D A G u R 1 9 . j ú L í 2 0 1 7
1
9
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:5
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
5
7
-1
0
D
8
1
D
5
7
-0
F
9
C
1
D
5
7
-0
E
6
0
1
D
5
7
-0
D
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
1
8
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K