Fréttablaðið - 19.07.2017, Blaðsíða 4
FRAMÚRSKARANDI
HÖNNUN Á STELLI
SÆTISPÓSTUR HANNAÐUR
TIL AÐ DRAGA ÚR TITRINGISTÍFT Á LYKILSTÖÐUM OG
MJÚKT Á LYKILSTÖÐUM
HÆGT AÐ KOMA
28 MM DEKKJUM
GEFUR MÖGULEIKA
Á UPPRÉTTARI STÖÐU
WWW.GÁP.IS FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200
SYNAPSE
MÖGULEGA BESTI
RACERINN FYRIR
ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR
Samfélag „Ég geri þetta aldrei aftur.
Þetta er alltof erfitt,“ segir Svavar
Hreiðarsson, 46 ára hestamaður á
Syðra-Garðshorni í Eyjafirði. Svavar
berst við MS-sjúkdóminn en ætlar
að komast á heimsmeistaramót
íslenska hestsins í Hollandi.
Svavar fær að öllum líkindum ekki
fleiri tækifæri í lífinu til að takast á
við þennan draum sinn sökum sífellt
hrakandi heilsu. Draumur hans er
að verða heimsmeistari í skeiði á
merinni Heklu frá Akureyri. Hann
hefur misst mátt og þrek og er orðinn
blindur á öðru auga en þrátt fyrir allt
þetta ætlar hann sér stóra hluti í Hol-
landi.
Vinir hans hafa sett af stað söfnun
til þess að hann geti upplifað draum
sinn, skeiðkappreið á stærsta sviði
hestaíþrótta í gegnum troðfullan
leikvang.
„Þetta er alltaf barátta við sjúk-
dóminn. Núna er þetta erfitt og hel-
vítis puð ef ég á að vera hreinskilinn.
Ég er búinn að vera að reyna að safna
styrkjum en það gengur erfiðlega.
Þess á milli er ég að hreyfa hrossið
því það snýst allt um þetta, ég geri
ekkert annað,“ segir Svavar.
Hann hefur skilning á þeim fyrir-
tækjum sem eru háð íslensku krón-
unni því hann hefur fengið vilyrði
frá mörgum sem þurfa að halda fast
í hverja krónu.
Svavar þarf sjálfur að útvega fé fyrir
stórum hluta þess sem ferðin kostar.
Nú ætla vinir hans að létta undir og
hafa hafið söfnun á góðgerðarsöfn-
unarsíðunni www.generosity.com.
Hægt er að finna styrkinn með því að
leita undir Svabbi. – bb
Ætlar að verða heimsmeistari þrátt fyrir að vera plagaður af MS
Svavar á baki Heklu.
Vinir hans hafa hafið
fjársöfnun til að styrkja
hann til þátttöku á
Heimsmeistaramóti
íslenska hestsins í
Hollandi.
Mynd/Bjarney anna
ÞóriSdóttir
andlát Ólafur H. Torfason, rithöf-
undur, fjölmiðlamaður og kvik-
myndasérfræðingur, er látinn.
Lést hann á mánudag á sjötugasta
aldursári.
Ólafur fæddist í Reykjavík þann
27. júlí árið 1947. Hann átti farsælan
feril í íslenskum fjölmiðlum og starf-
aði meðal annars fyrir DV og RÚV
auk þess sem hann varð ritstjóri
Þjóðviljans árið 1989.
Ólafur greindist með Parkin-
sonssjúkdóminn árið 2009 og síðar
krabbamein og Lewy body heila-
bilunarsjúkdóm. Dvaldi hann á
Droplaugarstöðum síðustu ár ævi
sinnar. Útför Ólafs verður gerð frá
Kristskirkju, Landakoti, á föstudag
klukkan 13. – þea
Ólafur H.
Torfason látinn
fjarSkipti „Síminn telur það með
öllu óviðeigandi að Reykjavíkurborg
taki sér það vald í gegn um fyrirtæki í
sinni eigu að ákveða hvar samkeppni
í Reykjavík fái að þrífast og hvar
opinber einokun að ríkja,“ segir Orri
Hauksson, forstjóri Símans, í bréfi til
stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Orri hefur áður skrifað stjórnar-
mönnum Orkuveitunnar bréf og
kvartað undan framgöngu Gagna-
veitu Reykjavíkur, dótturfélags OR,
á ljósleiðaramarkaði. Bréf sem hann
skrifaði í apríl var í júní tekið fyrir
á fundi stjórnar OR þar sem meiri-
hlutinn ákvað að aðhafast ekki eftir
að hafa leitað skýringa hjá Gagna-
veitunni. Þrír stjórnarmenn sátu hjá.
Orri segir við Fréttablaðið að þótt
stjórn Orkuveitunnar telji sig hafa
fengið fullnægjandi skýringar frá
Gagnaveitunni sé málinu ekki lokið.
Það snúist um að Síminn hafi í nokkur
ár reynt án árangurs að fá samvinnu
við Gagnaveitu Reykjavíkur varðandi
samnýtingu innviða, bæði þeirra sem
þegar séu til og eins þess sem eftir
eigi að framkvæma. Markmiðið sé
að fyrir tækin séu ekki í kapphlaupi
að grafa allar götur með tilheyrandi
sóun á fé og raski fyrir íbúa.
„Það gerðist til dæmis núna í júní
að Gagnaveitan var að fara að grafa
nokkrar götur í Kópavogi og Míla
vildi gjarnan fá að vera með í þeim
skurði eins og gerist þegar veitufyrir-
tæki og verktakar eru að opna jörð
á annað borð. En Gagnaveitan hafði
ekki áhuga á því og það endaði eftir
margra vikna reiptog með að Kópa-
vogsbær sá til þess að Gagnaveitan
fékk ekki framkvæmdaleyfi nema að
starfa með þeim öðrum sem ætluðu
að vinna í sama hverfi,“ segir Orri.
Í nýju bréfi skorar Orri á Orku-
veituna að tryggja að Gagnaveitan
starfi í samræmi við lög og í þágu
samkeppni. Ljóst sé að fyrirtækið
starfi í dag í andstöðu við fjarskipta-
lög, samkeppnislög og evrópskt reglu-
verk. „Opinbert fjármagn hefur verið
nýtt með ólögmætum hætti og til þess
að réttlæta slíka nýtingu hefur GR
gripið til ólögmætra aðgerða til þess
að styrkja og tryggja markaðsráðandi
stöðu félagsins,“ skrifar forstjóri Sím-
ans sem segir Gagnaveituna leggja sig
fram um að takmarka samkeppni og
reyna að bola keppinautum af mark-
aðnum. „Það eru einkennileg skila-
boð til atvinnulífsins að hið opinbera
vald, sem Reykjavíkurborg og OR/GR
er falið, sé nýtt í því skyni að draga
markvisst úr samkeppni í Reykjavík
og nágrannasveitarfélögum í stærsta
hluta fjarskiptakeðjunnar.“
Fullyrt er í bréfi Símaforstjórans að
sá aðgangur að kerfi Gagnaveitunnar
sem Síminn hafi óskað eftir sé í fullu
samræmi við stefnu bæði íslenska
ríkisins og framkvæmdastjórnar
ESB um að auka skuli samkeppni í
innviðatækni fjarskipta. Orri nefnir
sérstaklega sex atriði sem hann segir
til marks um að Gagnaveitan leggi sig
fram um að takmarka samkeppni.
Eitt þeirra sé að Gagnaveitan hafi
verið fjármögnuð með ólögmætum
hætti og brotið fjarskiptalög. „Síminn
telur reyndar augljóst að ólögmæt
ríkisaðstoð eigi við í fleiri og alvar-
legri tilfellum,“ skrifar Orri Hauksson.
gar@frettabladid.is
Símaforstjóri segir opinbert fé
vera misnotað í Gagnaveitunni
Forstjóri Símans ber Gagnaveituna þungum sökum í bréfi til Orkuveitunnar og skorar á stjórnarmenn að
tryggja að starfað sé í samræmi við lög“. Meirihluti stjórnar OR hefur áður hafnað aðfinnslum forstjórans.
Starfsmenn Gagnaveitu reykjavíkur vinna við að leggja ljósleiðara í jörð. Mynd/GaGnaVeita reykjaVíkur
ólafur H.
torfason.
Orri Hauksson,
forstjóri Símans.
SlyS Banaslys varð í Hafnarfirði
á mánudag þegar karlmaður lést
eftir að hann féll úr byggingar-
krana á vinnusvæði í bænum.
Þetta segir í tilkynningu sem lög-
reglan sendi frá sér í gær.
Lögreglu barst tilkynning um
slysið síðdegis á mánudag og
héldu lögregla og sjúkraflutn-
ingamenn þegar á vettvang og
hófu endurlífgunartilraunir. Var
maðurinn í kjölfarið fluttur á
Landspítalann en þar var hann
úrskurðaður látinn.
Í tilkynningu frá lögreglu segir
að ekki sé hægt að greina frá nafni
hins látna að svo stöddu. Lögregl-
an og Vinnueftirlitið rannsaki nú
tildrög slyssins. – þea
Banaslys í
Hafnarfirði
1 9 . j ú l í 2 0 1 7 m i Ð V i k U d a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð
1
9
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:5
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
5
7
-0
B
E
8
1
D
5
7
-0
A
A
C
1
D
5
7
-0
9
7
0
1
D
5
7
-0
8
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
1
8
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K