Fréttablaðið - 19.07.2017, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 19.07.2017, Blaðsíða 23
Fyrirtæki og fjárfestar Upphæðir í milljónum króna Íslensk erfða- greining / Kári Stefánsson 9.267 Bakkavararbræður 5.150 Jón S. von Tetzchner 4.809 Actavis 3.201 Samherji 2.423 Arius ehf. / Ólafur Ólafsson 1.990 Elkem 1.794 Norðurál 1.506 Húsasmiðjan 1.421 Arnar Þórisson og Þórir Kjartans- son 962 Eimskip 760 Iceland Incoming ferðir / Benedikt Kristinsson 718 Nitur ehf. / Hilmar Þór Kristinsson 661 Skúli Mogensen 655 Hjörleifur Jakobsson 613 Fyrirtæki og fjárfestar Upphæðir í milljónum króna Iceland ProTravel / Guðmundur Kjartansson 554 Jón Ólafsson 507 Róbert Guðfinnsson 473 Kjartan Þór Þórðarson (Saga Film) 408 Jabb á Íslandi 387 Kristinn Aðalsteinsson 369 Pétur Stefánsson útgerðarmaður 322 Bjarni Ármannsson 300 Sigurður Arngrímsson 290 Aztiq Pharma / Róbert Wessman 255 Karl Wernersson 240 Þorsteinn Sverrisson 215 Heiðar Guðjónsson 209 Auðun Már Guðmundsson 190 Fyrirtæki og fjárfestar Upphæðir í milljónum króna Jónas Hagan Guðmundsson 187 Rudolph Lamprecht / Friðrik Pálsson 183 PWC 173 Björgvin S. Friðriksson 161 Iceland / Jóhannes í Bónus 160 Stafnar Invest / Ólafur Björn Ólafsson 150 Ármann Þor- valdsson 141 Jón Helgi í Byko 139 Guðmundur Ásgeirsson í Nesskip 139 Pétur Björnsson 121 Algalíf 111 Reykjavík Geothermal ehf. 107 Samtals 42.421 Fyrirtæki og fjárfestar sem tóku þátt í fjárfestingarleiðinni Með fjárfestingarleiðinni gátu eigendur erlends gjaldeyris fengið að kaupa krónur fyrir evrur á að jafnaði um tuttugu prósenta betra verði en hið opinbera gengi Seðlabanka Íslands sagði til um. Með leiðinni var reynt að laða erlent fjármagn inn í landið og hleypa um leið þeim eigendum aflandskróna sem vildu af landi brott. að kaupa hlut í Hampiðjunni og Öryggis miðstöðinni, Karl Wern­ ersson, sem flutti 240 milljónir til landsins til þess að kaupa fast­ eignir og auka hlutafé í Lyf og heilsu, Heiðar Guðjónsson, sem kom með 209 milljónir til þess að fjármagna ýmsar innviðafjárfestingar, og Skúli Mogensen, sem flutti hingað til lands 303 milljónir til þess að fjármagna auknar fjárfestingar sínar í meðal annars MP banka og WOW air. 31 milljarðs afsláttur Fram kom í svari Benedikts Jó­ hannes sonar, fjármála­ og efnahags­ ráðherra, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, frá því fyrr í sumar að alls hafi 1.100 milljónir evra komið til landsins á grundvelli fjárfestingarleiðarinnar frá febrúar 2012 til febrúar 2015, þegar síðasta útboðið fór fram. Ef miðað er við núverandi gengi er gengishagnaður vegna umræddra fjárfestinga alls 75,7 milljarðar króna. Nemur gengismunurinn rúmum 638 milljónum evra. Þátt­ takendur í útboðunum fengu sam­ tals um 31 milljarði króna hærra verð fyrir erlenda gjaldeyrinn en það verð sem öðrum bauðst. Um 47 prósent af fjármagnsinn­ streyminu, vegna fjárfestingar­ leiðarinnar, rann til kaupa á skulda­ bréfum, um 40 prósent til kaupa á hlutabréfum, 12 prósent til kaupa á fasteignum og tæplega eitt prósent til kaupa á hlutdeildarskírteinum í verðbréfasjóðum. Innlendir fjárfestar voru nokkuð áberandi í fjárfestingarleiðinni. Þeir stóðu til dæmis að baki 43 pró­ sentum þeirrar fjárhæðar sem kom til landsins árið 2012 en erlendir fjárfestar 57 prósentum. Eru þá erlend félög í eigu innlendra aðila talin sem innlendir fjárfestar. Það er nokkuð á skjön við upphaflegan tilgang leiðarinnar, eins og hann var tíundaður í afnámsáætlun Seðlabanka Íslands frá því í mars­ mánuði árið 2011. Þar var mark­ hópur leiðarinnar skilgreindur sem „erlendir aðilar sem hafa áform um fjárfestingu í íslensku atvinnulífi og vilja kaupa aflandskrónur til þess að auka arðsemi hennar“. Umdeild fjárfestingarleið Eitt helsta bitbeinið í umræðum um fjárfestingarleiðina var hvort hún hvetti í raun og veru til aukinnar erlendrar fjárfestingar hér á landi eða hvort hún veitti aðeins fjárfestum, sem hefðu hvort sem er komið með fjármuni til landsins, ósanngjarnt forskot umfram keppinauta þeirra. Óumdeilt er að fjárfestingarleiðin skapaði aðstöðumun á milli fjárfesta. Eigendur erlends gjaldeyris gátu enda skipt honum í krónur á ríflegum afslætti og yfirboðið með þeim hætti í þær eignir sem voru til sölu. Í þessu sambandi er þó mikilvægt að hafa í huga að það var ekki Seðla­ bankinn sem veitti umræddum fjárfestum afslátt af krónukaupum. Bankinn hafði eingöngu milligöngu í viðskiptum á milli fjárfestanna og þeirra aflandskrónueigenda sem voru reiðubúnir til þess að selja krónurnar sínar á afslætti og komast þannig af landi brott með gjaldeyri. Það voru því eigendur aflandskrón­ anna sem veittu afslátt á krónum, en hins vegar var það Seðlabankinn sem annaðist gjaldeyrisútboðin og átti heiðurinn af sjálfri leiðinni, ef svo má segja. Á meðal þeirra kvaða sem fjárfest­ ar þurftu að gangast undir var, eins og áður sagði, að fjárfesting þeirra yrði bundin hérlendis í fimm ár. Var það gert í því skyni að draga úr líkum á því að „spákaupmenn tækju 15 .2 .2 01 2 28 .3 .2 01 2 9. 5. 20 12 20 .6 .2 01 2 29 .8 .2 01 2 3. 10 .2 01 2 7. 11 .2 01 2 18 .1 2. 20 12 5. 2. 20 13 19 .3 .2 01 3 30 .4 .2 01 3 11 .6 .2 01 3 3. 9. 20 13 15 .1 0. 20 13 3. 12 .2 01 3 4. 2. 20 14 14 .5 .2 01 4 24 .6 .2 01 4 2. 9. 20 14 10 .2 .2 01 5 120 100 80 60 40 20 0 Alls komu um 1.100 milljónir evra til landsins á grundvelli fjárfestingarleiðar Seðlabankans n Fjármagn á grundvelli fjarfestingarleiðarinnar í milljónum evra 11 8, 2 41 ,4 29 ,8 20 33 ,6 52 ,8 44 ,4 33 49 66 55 ,8 11 7Íslensk erfða-greining kemur með 5.130 milljónir á genginu 240 Bakkavarar- bræður koma með 4.596 milljónir á genginu 238,8 Hjörleifur Jakobsson kemur með 399 milljónir á genginu 235 Jónas Hagan Guðmunds- son kemur með 187 milljónir á genginu 210 Ármann Þorvalds- son kemur með 141 milljón á genginu 210 34 ,2 68 ,2 53 78 ,6 Félag Ólafs og Hjörleifs kom með tvo milljarða Dótturfélag SMT Partners B.V., sem er í áttatíu prósenta eigu Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, og tuttugu prósenta eigu Hjörleifs Jakobssonar fjárfestis, kom með tæplega tvo milljarða króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands í desember árið 2012. Fjármunirnir voru einkum nýttir til fjár- festinga í Samskipum og fasteignafélaginu Festingu, samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Ólafi. Miðað við núverandi gengi gæti félagið umrædda, Arius ehf., innleyst um 809 milljónir í gengishagnað, samkvæmt út- reikningum Markaðarins, en fjár- munirnir verða lausir til ráðstöf- unar í desember á þessu ári. Árleg ávöxtun á þessu fimm ára tímabili yrði þá 13,7 prósent. Um er að ræða eina hæstu ein- stöku fjárhæðina sem íslenskur fjárfestir kom með í einu lagi í gegnum fjárfestingarleiðina. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjaskrá situr Róbert Aron Róbertsson í stjórn Arius og Heimir Sigurðsson í vara- stjórn félagsins, en þeir eru báðir nánir samstarfs- menn Ólafs og sitja í stjórnum fjölmargra félaga í hans eigu. 51 ,4 47 ,8 35 ,8 Bjarni Ármanns- son kemur með 300 milljónir á genginu 186 Finnur Ingólfs- son kemur með 60 milljónir á genginu 195 69 ,2 þátt í útboðunum“, líkt og það var orðað í svari fjármálaráðherra, en slíkt hefði komið í veg fyrir að mark­ mið stjórnvalda um aukinn stöðug­ leika næðist. Fjárfestarnir þurftu enn fremur að koma með jafn mikið af erlendum gjaldeyri og þeir skiptu á útboðsgengi í gegnum gjaldeyris­ markaðinn. Fengu þeir engan afslátt af þeirri fjárhæð. Þetta þýðir með öðrum orðum að helmingur þeirrar fjárhæðar sem þeir komu með til landsins var seldur á álandsgengi – opinbera genginu – og hinn helm­ ingurinn á afsláttargenginu. Skatturinn rannsakar Í svari fjármálaráðherra kom jafn­ framt fram að þátttakendur í útboð­ um fjárfestingarleiðarinnar hafi að meginhluta komið frá aðildar­ ríkjum OECD. Hins vegar tóku sjö félög, í meirihlutaeigu Íslendinga, frá svæðum sem skilgreind eru sem lágskattasvæði þátt í einhverju af útboðunum. Komu þau félög með samtals 26 milljónir evra til lands­ ins. Auk þess var greint frá því í svarinu að frá Lúxemborg, Kýpur og Möltu hafi tólf félög í meirihlutaeigu Íslendinga tekið þátt í fjárfestingar­ leiðinni með 82 milljónir evra. Fram kom í fréttum Ríkis­ útvarpsins um síðustu helgi að 21 Íslendingur, sem nefndur er í Panamaskjölunum sem stjórn­ völd keyptu fyrir tveimur árum, hafi nýtt sér fjárfestingarleiðina. Skattrannsóknarstjóri kallaði eftir upplýsingum frá Seðlabankanum um hverjir hefðu tekið þátt í fjár­ festingarleiðinni, en með því að keyra þær upplýsingar saman við keyptu Panamaskjölin mátti finna nöfn 21 Íslendings. Þá staðfesti ríkiskattstjóri að fjögur skattsvikamál, sem tengjast þeim sem fluttu fé til landsins í gegnum fjárfestingarleiðina, væru til sérstakrar skoðunar hjá emb­ ættinu. Málin hafa ekki enn verið til lykta leidd. 47% 40% 12% 1% n Skuldabréf n Hlutabréf n Fasteignir n Verðbréfasjóðir Í hvað fóru peningarnir? markaðurinn 5M I Ð V I K U D A G U R 1 9 . j ú l Í 2 0 1 7 1 9 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :5 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 7 -2 4 9 8 1 D 5 7 -2 3 5 C 1 D 5 7 -2 2 2 0 1 D 5 7 -2 0 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 1 8 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.