Fréttablaðið - 19.07.2017, Blaðsíða 32
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Skiptu um lit!
iGreen V4.02.005
umgjörð
kr. 14.900,-
Með iGreen umgjörðum getur þú útbúið
þá litasamsetningu sem þú vilt.
TónlisT
Popptónleikar
★★★★ ludovico Einaudi lék eigin tónlist
ásamt fimm manna hljómsveit.
Eldborg í Hörpu
mánudaginn 17. júlí
Einfaldleikinn var í fyrirrúmi á tón-
leikum Ludovico Einaudi í Eldborg
í Hörpu á mánudagskvöldið. Hann
spilaði sjálfur á píanó, en með honum
voru fimm hljóðfæraleikarar. Tón-
listin samanstóð af innhverfum hend-
ingum, en inn á milli voru hápunktar
sífelldra endurtekninga. Rólega píanó-
spilið var frekar væmið, en hápunkt-
arnir yfirþyrmandi. Útkoman var
ódýr, hún var eins og leikari sem
kann bara að sýna tvenn svipbrigði.
Tónlistin var endalaus klisja, þar var
fátt sem hefur ekki heyrst hundrað
sinnum áður. Það var enginn frum-
leiki, engin spennandi úrvinnsla,
engin framvinda, lítið sem raunveru-
lega gerðist annað en effektar.
Þetta eru slæmu fréttirnar. Góðu
fréttirnar eru að tónlist þarf ekkert
endilega að vera frumleg. Stundum
á ostborgari ekki að vera neitt annað
en ostborgari. Tónlistin, þó hún hafi
verið væmin, var fallega leikin og
prýðilega útsett. Einaudi sýndi að
vísu aldrei nein meistaraleg tilþrif við
píanóið, en hann lék af mýkt og tón-
arnir voru fagurlega mótaðir. Hinir
hljóðfæraleikararnir spiluðu líka af
fagmennsku. Þeir léku m.a. á fiðlu
og selló og það hljómaði ákaflega
vel. Strengjaleikurinn gaf tónlistinni
munúðarfullt andrúmsloft.
Útsetningarnar voru einnig góðar.
Þær voru fjölbreyttar, hvert hljóð-
færi var notað til hins ýtrasta. Þarna
voru strengjaflaututónar ofarlega á
tónsviðinu, seiðandi tölvuhljómar,
mjög djúpar bassatrommur og alls
konar annað slagverk. Á einum tíma-
punkti var meira að segja leikið á lítið
þrumuspjald sem dýft var í fiskabúr.
Það framkallaði óljósar drunur, eins
og af sjávarbotni.
Hið sjónræna var auk þess fallegt.
Hljómsveitin spilaði í myrkri, en á
tjaldið fyrir ofan var varpað heillandi
grafík. Þetta voru ýmiss konar mynst-
ur og litbrigði sem breyttust lag frá
lagi. Það skapaði viðeigandi umgjörð,
lyfti tónlistinni, léði henni vængi.
Einaudi hefur samið töluvert
af tónlist fyrir kvikmyndir, þ. á m.
hina frönsku The Intouchables, og
það heyrðist. Í kvikmyndum gengur
sjaldan að hafa flókna músík, því þá
stelur hún athyglinni frá því sem er
að gerast. Framvindan, sem er svo
mikilvæg í klassískri tónlist, er ekki í
kvikmyndatónlistinni, hún er í kvik-
myndinni sjálfri. Hlutverk tónlistar-
innar er að magna upp atburðarásina,
búa til rétta andrúmsloftið hverju
sinni. Á tónleikunum var slík stemn-
ing framkölluð aftur og aftur. Það
var nánast hægt að sjá kvikmynda-
senurnar fyrir sér.
Þrátt fyrir að tónlistin hafi í sjálfri
sér verið afar klisjukennd, var a.m.k.
mikil einlægni í henni. Einaudi spilaði
greinilega frá hjartanu, og það hreyfði
við áheyrendum. Tónleikarnir stóðu
yfir í rúma tvo klukkutíma án hlés, en
manni leiddist aldrei. Flutningurinn
var það glæsilegur, tónleikarnir svo
vandaðir að það var ekki hægt annað
en að dást að.
Jónas Sen
niðursTaða: Mínímalísk tónlist,
væmin og klisjukennd en snyrtilega
sett fram; flutningurinn var magn-
aður og útsetningarnar flottar.
Klisjur sem virkuðu
Ludovico Einaudi píanisti.
Arfur seinni heims-styrjaldar í örnefn-um á höfuðborgar-svæðinu nefnist grein í nýútkomnu hefti ritsins Orð og
tunga sem Stofnun Árna Magnús-
sonar í íslenskum fræðum gefur
út. Greinin er eftir Guðlaug Rúnar
Guðmundsson sagnfræðing.
Þar fjallar hann um ensk heiti á
höfuðborgarsvæðinu sem breski
og bandaríski herinn skráði á
kort og notaði í skjölum og mæltu
máli. Þegar Guðlaugur komst yfir
þau kort fyrst, í upphafi 7. ára-
tugarins, hvíldi yfir þeim leynd
sem nú hefur verið aflétt.
„Sum íslensk nöfn gátu her-
mennirnir notað eins og Grótta,
Viðey og Kársnes, sem þeir nefndu
Grotta, Vidhey og Korsnes. En
Skólavörðuholt var þeim álíka
mikill tungubrjótur og Eyjafjalla-
jökull varð mörgum þegar hann
gaus, svo holtið skírðu þeir Skip-
ton Hill og kampinn Camp Skip-
ton,“ nefnir Guðlaugur sem dæmi.
Sjálfur bjó Guðlaugur nærri
Skólavörðuholtinu meðan Camp
Skipton var þar og kveðst hafa
sótt dálítið þangað inn. „Þar
voru litlar flugvélar með þýskum
merkjum, svona hálfur metri á
lengd, úr hörðu gúmmíi, þeim var
stillt upp og hermennirnir skutu
á þær. Við strákarnir reyndum
að ná þessum skutlum og ég átti
lengi tvær,“ rifjar hann upp. „Þá
voru krakkar úti allan daginn og
þvældust um, við fórum alveg
vestur í Kamp Knox sem var þar
sem Vesturbæjarlaug er nú. Þetta
var ævintýralegt líf og Kanarnir
voru ekkert að stugga við okkur
krökkunum, gáfu okkur frekar
tyggjó.“
En að örnefnunum. Gamli
Bú staða vegur heitir á kortum
hersins Edward Road. Hann lá að
gatnamótum sem Bretar nefndu
Piccadilly Circus og er þar sem
Bústaðavegur mætir nú Grensás-
vegi – Harley Street. Sogavegur hét
Tower Hill Road.
„Erlendu örnefnin náðu aldr-
ei fótfestu, þótt þau væru mikið
notuð, sérstaklega eftir að Banda-
ríkjamenn komu því þeir voru
með svo mikla tækni í sambandi
við loftmyndir og gerðu góð kort.
Þeir notuðu mörg af örnefnunum
sem Bretarnir höfðu gefið stöðum,
hverfum og vegum og voru öll frá
Englandi. Skírðu þó suma staði
upp og voru hrifnari af nöfnum
sem tengdust hershöfðingjum
og hetjum úr ameríska hernum.
Það sem ég minnist á í greininni
er bara örlítill hluti af þessum
nöfnum, því kamparnir á landinu
voru yfir 300 þegar þeir voru flest-
ir, þar af 80 á Reykjavíkursvæðinu
og hermennirnir voru tæplega 40
þúsund þegar þeir voru flestir.“
Guðlaugur telur íslenska mál-
verndarsinna hafa látið þessi
erlendu örnefni óátalin. „Þeir
Íslendingar sem fengust við skipu-
lag og fleira í tengslum við herinn
þekktu þessi nöfn en það voru
líka íslensk nöfn á öllum kömp-
unum sem Íslendingar notuðu
sín á milli en erlendu nöfnin í
samskiptum við hermennina svo
enginn misskilningur skapaðist
í tengslum við starfsemina. Sér-
staklega var það mikilvægt í sam-
bandi við götur og aðrar leiðir
milli staða ef innrás hefði verið
gerð. Erlendu nöfnin hurfu ótrú-
lega fljótt úr máli manna eftir að
herinn fór. Það kom meðal annars
til af því að Íslendingar voru svo
nýkomnir á mölina og héldu sinni
menningu en voru kannski ekkert
svo sleipir í ensku. Það siðrof sem
varð á þessum hernámstíma varð
ekki eins áberandi í þessum efnum
og mörgum öðrum.“
Skólavörðuholt
var Skipton Hill
Pimple Hill og Handle Ridge eru meðal fjölmargra örnefna á
höfuð borgarsvæðinu sem hernámsliðin bjuggu til og merktu inn á
kort. Guðlaugur R. Guðmundsson sagnfræðingur veit allt um þau.
„Ég kynntist Vestur-Íslendingnum Ragnari Stefánssyni í háskólanum 1962. Hann gaf mér kortin með ensku örnefn-
unum sem trúnaðarmál. En nú hefur banninu verið aflétt,“ segir Guðlaugur. FRÉttabLaðið/andRi MaRinó
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
1 9 . j ú l í 2 0 1 7 M i ð V i K u D a G u r20 M E n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð
menning
1
9
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:5
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
5
7
-0
B
E
8
1
D
5
7
-0
A
A
C
1
D
5
7
-0
9
7
0
1
D
5
7
-0
8
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
1
8
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K