Fréttablaðið - 19.07.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.07.2017, Blaðsíða 26
Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyf- ingar, og Steinar Helgason, sjóðstjóri hjá Landsbréfum, hafa sest í stjórn Bláa lónsins. Þau koma ný inn í stjórnina í stað Eðvards Júlíussonar, sem hefur verið í stjórn Bláa lónsins um árabil, og Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Ágústa á tæplega þriggja pró- senta hlut í Bláa lóninu í gegnum Bogmanninn ehf. Sé litið til þess að tilboð sem hafa borist frá erlend- um sjóðum í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lónið, eins og greint var frá í Markaðnum í síðustu viku, verðleggja fyrirtækið á yfir 30 milljarða þá er hlutur Ágústu í dag því metinn á um milljarð króna. Steinar situr í stjórn Bláa lónsins fyrir hönd framtakssjóðsins Horns II, sem er í rekstri Landsbréfa, en sjóðurinn á tæplega helmings- hlut í Hvatningu sem er stærsti hluthafi Bláa lónsins með 39,1 prósent. – hae  Ágústa Johnson í stjórn Bláa lónsins Ágústa Johnson Markaðurinn Miðvikudagur 19. júlí 2017fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is Stjórnar- maðurinn @stjornarmadur Allir munu vilja gera fríverslunarsamning við fimmta stærsta efnahagsveldi heims og það skiptir máli fyrir Íslendinga og EFTA-ríki að njóta góðs af því. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra 16.07.2017 Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í vikubyrjun að ógilda ætti samruna Haga og Lyfju. Virðist ákvörðunin einkum byggjast á því að samruninn myndi leiða til óæski- legrar samþjöppunar á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Vissulega hlýtur að vera um ákveðið áfall að ræða fyrir Haga en félagið hefur verið að ganga í gegnum endurskipulagningarferli. Sameiningin hefði aukið breidd í rekstri og henni hefðu fylgt talsverð samlegðaráhrif. Bréf í Högum gáfu eilítið eftir í kjölfar tíðindanna en þó ekki verulega. Skal kannski engan undra að áhrifin hafi ekki orðið meiri en bréf í Högum eru nú tæplega 30 prósentum undir síðasta verðmatsgengi. Það verðmat miðaði við óbreyttan rekstur – það er, gerði ekki ráð fyrir yfirtöku á Lyfju eða Olís. Jafnframt, ef lesið er milli línanna í ákvörðun Samkeppniseftir- litsins, virðist mikil áhersla lögð á það að Lyfja og Hagar starfi nú þegar á sama markaði, einkum hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Slíku er ekki fyrir að fara í sama mæli hjá Högum og Olís og því hlýtur að vera líklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki þann ráðahag. Hvað sem þeim vangaveltum líður er það merkileg niðurstaða að Hagar séu markaðsráðandi, en að Costco sé á sama tíma skilgreindur sem lítill aðili á markaði. Í krafti þess getur Costco undirverðlagt til dæmis eldsneyti og aðrar vörur, en Hagar ekki. Með öðrum orðum – íslenska lággjaldaverslunin Bónus á að fara í boxhringinn gegn alþjóðlega verslunarrisanum Costco, en með aðra höndina fyrir aftan bak. Allt í boði Samkeppniseftirlitsins. Það hlýtur að vera skökk niðurstaða. Costco er alþjóðlegur risi sem er um níutíu sinnum stærri að veltu heldur en Hagar. Fyrirtækið getur í krafti stærðar sinnar náð mun hagstæðari samningum við birgja en innlendir aðilar nokkru sinni. Costco gæti jafnframt fyrirhafnarlítið stundað taprekstur á Íslandi svo árum skipti án þess að það hefði veruleg áhrif á afkomu móðurfélagsins. Slíkt er illviðráðanlegt vopn ef stefnt er að markaðsráðandi stöðu. Ljóst er að innlend fyrirtæki eru ekki líkleg til stórræða við slíkar aðstæður, og niðurstaðan getur vart orðið önnur en veruleg samþjöppun á markaði. Samkeppniseftirlitið virð- ist hins vegar líta einungis á okkar innlenda örmarkað, og ekki gera tilraun til að sjá stóra samhengið. Hættan hlýtur að vera sú að slíkt sé ekki farsælt til lengri tíma. Fákeppni er neytendum skaðleg, hvort sem það er af völdum innlendra eða erlendra kaupmanna. Hvað er ráðandi? SKRÁÐU ÞIG Á 365.IS Fullt af gagnamagni fyrir aðeins minna. SUMARLEIÐIN FYRIR AÐEINS ENDALAUST TAL OG SMS 2.590 KR. Á mánuði 1 9 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :5 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 5 7 -2 4 9 8 1 D 5 7 -2 3 5 C 1 D 5 7 -2 2 2 0 1 D 5 7 -2 0 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 1 8 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.