Fréttablaðið - 19.07.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.07.2017, Blaðsíða 18
Fjárfestar komu inn í landið með 245 milljónir evra, eða sem jafngildir fimmtíu milljörðum króna miðað við vegið útboðsgengi, í fyrstu fjórum útboðum fjárfestingarleiðarinnar á fyrri helmingi 2012. Fréttablaðið/anton brink Þeir fjárfestar sem komu með evrur hingað til lands í gegnum fjárfest­ingarleið Seðlabanka Íslands á fyrri helmingi ársins 2012 geta nú inn­ leyst rúma tuttugu milljarða króna í gengishagnað, samkvæmt útreikn­ ingum Markaðarins. Ávöxtunin á þessu fimm ára tímabili nemur fjór­ tán prósentum á ársgrundvelli. Til viðbótar við gengishagnaðinn bætist síðan ávöxtun af fjárfesting­ unni sjálfri, en ætla má að hún hafi almennt verið afar ríkuleg á undan­ förnum árum. Þannig gæti fjárfestir sem kom með evrur til landsins í fyrsta útboði fjárfestingarleiðarinn­ ar, í febrúar árið 2012, og keypti sér fimmtíu milljóna fasteign í miðbæ Reykjavíkur nú innleyst tæplega 58 milljóna hagnað. Árleg ávöxtun nemur í því tilviki 38,9 prósentum. Fjölmargir fjárfestar og fyrirtæki nýttu sér fjárfestingarleið Seðla­ bankans á árunum 2012 til 2015 til þess að koma með gjaldeyri og fjárfesta hér á landi. Bandarískir eigendur Íslenskrar erfðagreiningar voru hvað stórtækastir, en alls komu þeir með 9,3 milljarða króna til landsins á grundvelli fjárfestingar­ leiðarinnar til þess að fjármagna innlendan rekstur og fjárfestingar fyrirtækisins. Félag í áttatíu pró­ senta eigu Ólafs Ólafssonar, aðaleig­ anda Samskipa, og tuttugu prósenta eigu Hjörleifs Þórs Jakobssonar fjár­ festis kom jafnframt með tæpa tvo milljarða króna  hingað til lands í desember 2012,  en fjármunirn­ ir verða lausir til ráðstöfunar í lok þessa árs. Með leiðinni, sem var hugsuð sem skref í losun gjaldeyrishafta, var reynt að laða erlent fjármagn inn í landið og hleypa um leið aflands­ krónum úr landinu. Eigendum erlends gjaldeyris var gert kleift að kaupa krónur á betra verði en opin­ bert gengi Seðlabankans sagði til um, en krónuafslátturinn umræddi var að meðaltali í kringum tuttugu prósent. Hann var allt að þrjátíu prósent í fyrstu útboðunum en fór lækkandi eftir því sem á leið og í byrjun árs 2015 náði hann vart tíu prósentum. Á meðal þeirra kvaða sem fjárfestar þurftu að gangast undir var að binda fjárfestingu sína hér á landi í fimm ár. Fyrstu fjögur útboðin á grund­ velli fjárfestingarleiðarinnar fóru fram á fyrri helmingi árs 2012. Þeir sem tóku þátt í útboðunum geta því nú, fimm árum síðar, selt fjár­ festingar sínar, skipt krónunum í evrur og flutt þær úr landi, kjósi þeir svo. Krónuafslátturinn og veruleg gengisstyrking krónunnar á undan­ förnum árum, en gengi krónunnar hefur styrkst um 34 prósent á und­ anförnum fimm árum samkvæmt gengisvísitölu, hefur gert það að verkum að þátttakendur í þessum fyrstu fjórum útboðum geta nú innleyst verulegan gengishagnað, um 20,3 milljarða króna. Fjögur útboð til viðbótar voru haldin á árinu 2012. Alls komu 381,4 milljónir evra til landsins í gegnum öll átta útboðin. Ef allri fjárhæðinni yrði nú skipt í krónur myndi hreinn gengishagnaður nema 31,2 millj­ örðum króna miðað við núverandi gengi. Ávöxtun fjárfestanna á þessu fimm ára tímabili var því 13,8 pró­ sent á ársgrundvelli. Fjárfestir sem kom með eina milljón evra til Íslands í fyrsta útboði fjárfestingar­ leiðarinnar gæti, svo eitt dæmi sé tekið, innleyst 82,5 milljónir króna í gengishagnað. Þá er auðvitað ótalin ávöxtun af sjálfri fjárfestingunni. Féð oft nýtt í rekstur Taka skal fram að í mörgum til­ fellum var um að ræða fjármuni sem nýttir voru til þess að fjármagna rekstur fyrirtækja hér á landi. Ekki er því hætta á að fjármunirnir fari úr landi nú að fimm ára binditímanum liðnum. Actavis kom til dæmis með 988 milljónir króna í gegnum fjár­ festingarleiðina árið 2012 í því skyni að fjárfesta í tækjabúnaði fyrir lyfja­ þróun og endurfjármagna lán vegna stækkunar lyfjaverksmiðju félagsins í Hafnarfirði. Leiða má að því líkur að félagið hafi ekki þurft neina gul­ rót í formi afsláttar á krónum. Fjár­ munirnir hefðu hvort eð er komið til landsins, óháð afslættinum. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að hluti þeirra fjárfesta, sem nýttu sér fjárfestingarleiðina á fyrri hluta árs 2012, hafi selt fjárfestingar sínar og flutt gjaldeyrinn úr landi. Ekki er vitað í hve miklum mæli þeir hafa skipt krónum í gjaldeyri, en ekki er talið að um verulegar fjár­ hæðir sé að ræða. Þó telja nokkrir viðmælendur Markaðarins að gjald­ eyrisútflæði vegna umræddra fjár­ festa hafi mögulega átt einhvern þátt í gengisveikingu krónunnar undan­ farnar vikur. Erfitt sé hins vegar að slá því föstu með óyggjandi hætti. auðmenn nýttu leiðina Fjölmargir þekktir fjárfestar og fyrirtæki nýttu sér fjárfestingar­ leiðina árið 2012. Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakka­ varar, komu til dæmis með 5,1 milljarð króna til landsins í gegnum leiðina, en féð nýttu þeir til þess að sanka að sér hlutum í Bakkavör af íslenskum lífeyrissjóðum. Voru þeir í lok árs 2012 orðnir stærstu ein­ stöku eigendur félagsins. Þá nýtti útgerðarfélagið Samherji sér leiðina til þess að koma með rúma 2,4 milljarða króna til lands­ ins – í gegnum félagið Kaldbak – til þess að fjármagna kaup félagsins á 37,5 prósenta hlut í olíufélaginu Olís og hlut í Jarðborunum. Eins og kunnugt er hefur félagið ákveðið að selja allan hlut sinn í Olís til Haga, en gert er ráð fyrir að salan gangi í gegn fyrir lok ársins. Breska verslunarkeðjan Iceland kom einnig með fjármuni, nánar tiltekið 160 milljónir króna, til landsins í gegnum fjárfestingar­ leiðina til þess að fjármagna kaup á 37 prósenta hlut í íslensku Iceland­ versluninni. Eigandi Húsasmiðjunnar, danska byggingavörukeðjan Bygma, nýtti sér jafnframt leiðina árið 2012 með því að gefa út skuldabréf til tíu ára fyrir um 1,4 milljarða króna. Voru fjármunirnir nýttir til þess að skjóta styrkari stoðum undir rekstur Húsa­ smiðjunnar. Þá var fjárfestirinn Jón S. von Tetzchner iðinn við að nýta sér fjár­ festingarleiðina. Hann kom með 1,1 milljarð til landsins árið 2012 og fjárfesti í ýmsum fasteignum og félögum, svo sem OZ, netverslun­ inni Budin.is, fjarskiptafélaginu Hringdu og SmartMedia, sem selur og hýsir vefverslanir. Allt í allt kom hann með 4,8 milljarða til landsins í gegnum leiðina á árunum 2012 til 2015. Fleiri þekktir fjárfestar fóru fjár­ festingarleiðina árið 2012, svo sem Hjörleifur Þór Jakobsson, sem kom með 501 milljón króna  til þess Geta innleyst tuttugu milljarða hagnað Fjárfestar sem tóku þátt í fjárfestingarleið Seðla- banka Íslands á fyrstu sex mánuðum ársins 2012 geta nú selt fjár- festingar sínar, skipt krónunum í evrur og farið af landi brott. Gengishagnaðurinn nemur rúmum tuttugu milljörðum króna. Auk krónuafsláttar og gengis- hagnaðar njóta þeir góðs af ríkulegri ávöxtun af sjálfum fjárfestingunum. 39 prósenta árleg ávöxtun af fasteignakaupum Fjárfestir sem kom með evrur hingað til lands í fyrsta útboði fjárfestingarleiðarinnar, í febrúar árið 2012, og keypti sér fimmtíu milljóna króna fasteign í miðbæ Reykjavíkur getur nú innleyst 58 milljóna króna hagnað. Auk krónuafsláttar og verulegs gengishagnaður vegna gengis- styrkingar krónunnar á um- liðnum árum nýtur fjárfestirinn góðs af stórhækkuðu fasteigna- verði. Árleg ávöxtun – á þessu fimm ára tímabili – nemur um 38,9 prósentum. Meðalfermetraverð í mið- bænum hefur hækkað um 74 prósent frá því í febrúar 2012. Gengishagnaður umrædds fjárfestis nam 20,5 milljónum króna og hagnaður af fasteigna- viðskiptunum var 37 milljónir. Samanlagður hagnaður hans var því 57,5 milljónir króna. Taka skal fram að þetta er ein- ungis tilbúið dæmi. Hins vegar er vitað að margir sem nýttu sér fjárfestingarleiðina festu kaup á fasteignum, sér í lagi miðsvæðis í höfuðborginni, en tólf pró- sent af fjármagns innstreyminu vegna leiðarinnar fór til kaupa á fasteignum. 14% er árleg ávöxtun þeirra sem tóku þátt í fyrstu fjórum útboðum fjárfest- ingarleiðarinnar. Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is 1 9 . j ú l í 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R4 markaðurinn 1 9 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :5 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 7 -2 4 9 8 1 D 5 7 -2 3 5 C 1 D 5 7 -2 2 2 0 1 D 5 7 -2 0 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 1 8 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.