Fréttablaðið - 19.07.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.07.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Sumir ráðamenn virðast halda að hægt sé að breyta valdi forseta og ábyrgð á náðun og almennri uppgjöf saka einfaldlega með lagabreytingum. Slíkur mál­ flutningur byggir á vanþekkingu og er til þess fallinn að draga athyglina frá kjarna málsins. Vald og ábyrgð forseta Íslands í slíkum málum er sam­ kvæmt 29. gr. stjórnarskrárinnar: „Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó ekki leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis.“ Ákvæðið er byggt á eldri ákvæðum stjórnarskrár um náðunarvald Danakonungs. Á grundvelli úreltra og óljósra ákvæða um vald og ábyrgð forseta Íslands er staða hans í stjórnskipun landsins mjög óviss. Stundum er vald og ábyrgð forseta Íslands talin vera mikil eins og árið 1952 þegar 27.364 landsmenn undirrituðu áskorun til forseta Íslands, Ásgeirs Ásgeirssonar, um að veita almenna sakaruppgjöf til þeirra sem dæmdir voru vegna atburða á Austurvelli 30. mars 1949. Núna bendir hver ráðamaður á annan varðandi ábyrgð á umdeildri upp­ reist æru dæmds kynferðisafbrotamanns. Forseti Íslands bendir á innanríkisráðherra sem aftur bendir á starfsfólk innanríkisráðuneytis ! Slík stjórnarskrá með tilheyrandi ábyrgðarleysi æðstu valdhafa er uppskrift að sífelldum deilum um grund­ vallar atriði stjórnskipunar og réttarfars. Þjóðkjörinn forseti Íslands þarf að gegna lykilhlutverki við uppbyggingu íslenska lýðveldisins. Að mínu mati er mjög æskilegt að forseti Íslands skori á Alþingi að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 þegar 67% kjósenda samþykktu meginatriði Nýju stjórnarskrárinnar sem m.a. afmarkar vald og ábyrgð forseta Íslands. Eina leiðin til að skýra stöðu og hlutverk forseta Íslands í stjórnskipun landsins er grundvallar­ breyting á stjórnarskrá. Í lýðræðisríki á enginn valds­ maður að hafa vald án ábyrgðar. Raunverulegt lýðveldi verður ekki byggt á 19. aldar stjórnarskrá konungsríkis. Æskilegt að forseti Íslands leiðbeini Alþingi Að mínu mati er mjög æskilegt að forseti Íslands skori á Alþingi að virða niðurstöðu þjóðarat- kvæða- greiðslunnar 20. október 2012 Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmála- fræði við Há- skóla Íslands Skítaveður Það var svokallað skítaveður við Skeljanes og Faxaskjól í Reykja- vík í gær þar sem neyðarlokur í dælustöðvunum voru opnaðar og óhreinsuðu skólpi hleypt í sjóinn. Var fólki ráðlagt að fara ekki í fjöruna eða sjóinn nálægt dælustöðvunum þar sem hætta var á að saurgerlamengun í sjó yrði yfir viðmiðunarmörkum. Jákvætt er að Reykjavíkurborg hafi upplýst um skólpmengunina í þetta sinn. Reyndar var sannkallað skíta- veður víðar og sást vart til sólar nema á Austfjörðum. Útlit er fyrir gott veður á Norðaustur- landi á morgun en hversu lengi þurfa aðrir Íslendingar að bíða eftir nokkrum samfelldum sumardögum? Sumar á þingi Sumarleysið er þó ekki bundið við veðrið. Í gær fundaði stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um reglur um uppreist æru. Formaður nefndarinnar hafði komið því á framfæri að árstíminn væri ekki réttur. Þótti honum fundurinn geta beðið fram í ágúst, þar sem sumarfrí er nú á þingi, en varð þó við beiðni Svandísar Svavarsdóttur, VG, um að halda fundinn. Pistlahöfundi þykir mikilvægt að Alþingi, eða nefndir þess, taki fyrir þau pólitísku mál sem brenna heitast á þjóðinni, jafnvel þótt það sé svokallað sumar. thorgnyr@frettabladid.is • Nýtt útlit, öfl ugri og hljóðlátari • Stiglaus hraðastýring ásamt pulse rofa og 5 prógrömmum • Uppskriftabók fylgir Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Pro750 galdurinn á bak við ferskt hráefni Þvert á móti þekkja flestir öryrkjar á Íslandi það af eigin raun að þurfa sífellt að berjast fyrir rétt- indum sínum, samfélags- þátttöku og mannvirð- ingu. Það kemur tæpast nokkrum á óvart að Ísland stendur sig langverst af Norður­löndunum þegar kemur að aðgerðum stjórnvalda gegn ójöfnuði samkvæmt nýrri skýrslu frá Oxfam. Að minnsta kosti ekki þeim sem þurfa að lifa við þennan ójöfnuð frá degi til dags, þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda hverju sinni, og er gert að sætta sig við að njóta ekki mannréttinda vegna þess að það er talið kosta of mikið. Þessi tíðindi koma Áslaugu Ýri Hjartardóttur eflaust ekki á óvart. Áslaug Ýr er daufblind og nýverið hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur beiðni hennar til Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnar­ skertra um að greitt yrði fyrir túlkaþjónustu fjögurra túlka vegna sumarbúða sem hún hyggst sækja í Svíþjóð í sumar. Sumarbúðirnar eru sérstaklega fyrir daufblind ungmenni á Norðurlöndum en sænska ríkið greiðir fyrir bæði uppihald og ferðakostnað túlkanna. Íslenska ríkið hefði einvörðungu þurft að greiða launakostnað túlkanna en því var engu að síður hafnað á þeirri forsendu að kostnaðurinn myndi nema um 18% af ráðstöfunarfé Samskiptamið­ stöðvarinnar á næstu þremur mánuðum. Þetta er auðvitað hátt hlutfall af ráðstöfunarfé en það segir okkur náttúrlega fyrst og fremst hversu spart er farið með fjármagn til mannréttinda fatlaðs fólks á Íslandi. Það fjármagn virðist ekki ráðast af þörf heldur skilgreindu þolmarki stjórnvalda hverju sinni eftir árferði. Héraðsdómur fellst því á rök ríkisins fyrir því að í þessu tilviki sé svo lítið til ráðstöfunar að stór úthlutun bitni á öðrum. Fyrir vikið og í nafni fjársvelts velferðarkerfis eru mannréttindi Áslaugar Ýrar sett í annað sæti. Þetta er óneitanlega lýsandi fyrir þá staðreynd að Ísland er í tólfta sæti listans yfir aðgerðir stjórnvalda gegn ójöfnuði en Svíþjóð í því fyrsta. Svíar drógu heldur ekki lappirnar þegar kom að því að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem var undirritaður árið 2007. Það tók okkur Íslendinga hins vegar tæp tíu ár og samningurinn bíður enn lögfestingar. Fullgildingin á síðasta ári var vissulega stórt skref en mál Áslaugar Ýrar sýnir okkur svo að ekki verður um villst að það dugar ekki til. Á meðal grundvallar­ atriða samningsins má nefna að með honum undir­ gengst ríkið þá skyldu að banna mismunun, stuðla að samfélagsþátttöku allra og jöfnum tækifærum og bera virðingu fyrir fjölbreytileika fólks og mann­ legum margbreytileika. Þrátt fyrir fullgildinguna er út frá máli Áslaugar Ýrar og fleiri málum erfitt að sjá annað en að íslenska ríkið hafi ekki í hyggju að fram­ fylgja þessum skyldum. Þvert á móti þekkja flestir öryrkjar á Íslandi það af eigin raun að þurfa sífellt að berjast fyrir réttindum sínum, samfélagsþátttöku og mannvirðingu. Áslaug Ýr tók lán fyrir launakostnaði túlkanna sem íslenska ríkið hefði átt að sjá sóma sinn í að greiða og hún ætlar að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Það er óskandi samfélagsins vegna að þar verði henni dæmdur sigur og íslenska ríkið dæmt til að hætta að dæma fatlað fólk til félagslegrar einangrunar. Einangrun 1 9 . j ú l í 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R12 s K o Ð U n ∙ F R É T T A B l A Ð I Ð SKOÐUN 1 9 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :5 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 7 -0 2 0 8 1 D 5 7 -0 0 C C 1 D 5 6 -F F 9 0 1 D 5 6 -F E 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 1 8 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.