Fréttablaðið - 19.07.2017, Blaðsíða 8
Fjölbreytt, fljótleg og spennandi næring til að grípa
með sér í ferðalagið, í útivistina eða á snúningum
í amstri dagsins.
ferskari
kostur
FERSKT 66·····
Þú grípur það með þér á Olís
Fyrir fólk
á ferðinni ···
··
··
··
··
··
·
Samfélag Orsök á vandræðagangi
neyðarloku Veitna við Faxaskjól
má rekja til þess að legur í opnunar-
búnaði voru ekki úr ryðfríu stáli og
voru því hjól, öxlar og legur ónýtar
og tærðar í burtu.
Skipt var um opnunarbúnaðinn
árið 2014. Skipt var um svipaðan
búnað í dælustöð sem er við Hörpu
og er full ástæða til að taka hana
upp í ljósi atburða síðustu mánaða.
Mun því óhreinsað skólp leka út um
neyðarúthlaup milli Hörpu og Sól-
farsins þegar það verður gert.
Þetta kemur fram í minnisblaði
Ingu Dóru Hrólfsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Veitna, til stjórnar
Orkuveitunnar sem óskaði eftir
svörum við spurningum um orsök
og afleiðingar bilunar í dælustöð
fráveitu við Faxaskjól.
Starfsmenn Veitna höfðu veitt
því athygli að mikill sjór barst inn
í dælustöðina. Við skoðun kom
ryðið í ljós. Smiðjan sem smíðaði
lokuna sérsmíðaði öxla og hjól og
tók það tvo daga. Strax varð ljóst
að lokan var ekki nógu þétt og sjór
streymdi enn inn í stöðina. Bráða-
birgðabúnaði var komið fyrir þann-
ig að í neyðartilfellum myndi lúgan
opnast. Þannig var komið í veg fyrir
hættuna á því að skólp flæddi inn til
viðskiptavina.
Áætla má að tæplega ein milljón
rúmmetra af skólpi hafi farið í sjó-
inn vegna bilunarinnar í Faxaskjóli.
Fyrir uppsetningu núverandi kerfis
Notuðu ekki ryðfrítt og því brást lokan
Erfitt er að
segja nákvæm-
lega til um
hvað það tekur
langan tíma
fyrir mengunina
að hverfa úr
flæðarmálinu.
Þegar talað er
um mengun
frá skólpi er
oftast rætt um
saurkólígerla,
því þeir eru
vísbending um
skólpmengun.
Saurkólígerlar
fjölga sér lítið
eða ekki í vatni
og líftími þeirra
er almennt
talinn mjög
stuttur, sér-
staklega þegar
sólarljóss nýtur
við. Frétta-
blaðið/VilhElm
„Vona að þetta dót
virki og að við hættum
að svína út fjöruna.“
Í minnisblaðinu kemur fram
að Veitur hefðu mátt átta sig á
því að upplýsingar um losun á
óhreinsuðu skólpi um neyðar-
lúgu í Faxaskjóli ættu erindi til
almennings. Tímar hafi breyst og
fólk nýti sjóinn meira til útivistar.
Mikil reiði braust út þegar ljóst
var að um 750 sekúndulítrar af
skólpi runnu óhindrað til sjávar.
Í minnisblaðinu eru tekin saman
samskipti milli Veitna, Orkuveitu
Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur vegna málsins. Ekki
var unnið um helgar að viðgerð.
Í tölvupósti frá Veitum, þann 5.
júlí, kemur fram að neyðarlúgan
eigi að fara niður og verði prófuð
sama dag og aftur daginn eftir.
„ Nú verður að krossa putta og
vona að þetta dót virki og að við
hættum að svína út fjöruna,“
segir í tölvupóstinum. Svava
Svanborg Steinarsdóttir heil-
brigðisfulltrúi svarar fyrir eftir-
litið. „Takk fyrir þetta. Þetta ætlar
að ganga illa að ná þessu í lag.“
RÚV greindi svo fyrst fjölmiðla frá
í tíu fréttum sínum sama kvöld
Áætla má að tæplega
ein milljón rúmmetra af
skólpi hafi farið í sjóinn
vegna bilunarinnar
í Faxaskjóli. Bilunin
orsakaðist vegna þess að
smiðjan sem gerði við
neyðarlokuna árið 2014
notaði ekki ryðfrítt stál.
Þarf að skoða svipaðan
búnað við Hörpu og
mun óhreinsað skólp
því leka þar út.
á skólplosun árið 1992 má gera ráð
fyrir að um 60 milljónir rúmmetra
af skólpi hafi flætt óhreinsaðir í sjó
árlega við strendur höfuðborgar-
svæðisins. Mörg sveitarfélög í land-
inu eru ekki með neina skólphreins-
un þannig að skólp flæðir óhreinsað
í sjó, ár eða vötn allan ársins hring.
Ein helsta ástæða fyrir neyðar-
losun er að ekki flæði upp í kerfin
til notenda, þegar dælustöðvar eru
ekki í gangi eða hafa ekki undan því
skólpi sem að þeim berst. Saurkólí-
gerlar fjölga sér lítið eða ekki í vatni
og líftími þeirra er almennt talinn
mjög stuttur. Talið er að 90 prósent
gerlanna séu nú þegar dauð. Búist
var við að viðgerð á neyðarlúgunni í
Faxaskjóli myndi ljúka á seint í gær-
kvöldi gengi allt eftir.
benediktboas@365.is
1 9 . j ú l í 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a g U R8 f R é t t I R ∙ f R é t t a B l a Ð I Ð
1
9
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:5
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
5
7
-1
A
B
8
1
D
5
7
-1
9
7
C
1
D
5
7
-1
8
4
0
1
D
5
7
-1
7
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
1
8
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K