Fréttablaðið - 19.07.2017, Blaðsíða 16
Dohop þarf að sækja sér 65 millj
ónir króna að lágmarki á þessu
ári til þess að halda rekstrinum
gangandi. Ef gengi krónunnar
heldur áfram að styrkjast gæti
fjárhæðin orðið allt að eitt
hundrað milljónir króna.
Þetta kemur fram í fundar
gerð aðalfundar félagsins sem
haldinn var 23. maí síðastlið
inn og Markaðurinn hefur
undir höndum.
Haft er eftir
D av í ð G u n n
arssyni, fram
kvæmdastjóra
Dohop, í fundar
g e r ð i n n i a ð
gengisstyrking
krónunnar hafi
haft mikil áhrif á
rekstur félagsins.
Stjórnendur Dohop sögðu meðal
annars upp tíu starfsmönnum hér á
Íslandi á fyrsta fjórðungi árs
ins og réðu þess í stað starfs
menn í HvítaRússlandi og
Úkraínu.
Davíð útskýrði jafn
framt á fundinum hvernig
aukið hlutafé hefði drifið
tekjuvöxt félagsins áfram.
Miðað við þá reynslu
ættu stjórn og hlut
hafar að huga mögu
lega að því að sækja
meira fé en minna.
Hann bætti við að
ef einhvern tímann
væri tími til þess að
hafa félagið vel fjár
magnað, þá væri
það núna.
Ve l t a D o h o p
jókst um 41 prósent og nam 305
milljónum króna í fyrra. Varð um
200 milljóna króna tap á rekstr
inum. Davíð sagði í samtali við Við
skiptablaðið í lok marsmánaðar
að útlit væri fyrir að veltan myndi
aukast um fimmtíu prósent í ár
og verða um 405 milljónir króna.
Yrði afkoman í kringum núllið.
Hann benti á að stærstur hluti
tekna félagsins – ríflega 75 prósent
– væru laun í íslenskum krónum
og um 90 prósent teknanna væru
í erlendri mynt. Styrking krón
unnar hefði því áhrif á báðar hliðar
rekstrar reikningsins sem væri veru
lega óþægilegt. Gerði hann ráð fyrir
að styrkingin myndi kosta félag
ið um fimmtíu til áttatíu milljónir
króna á þessu ári.
Dohop var stofnað árið 2004 og
rek ur ferðal eit ar vef inn Dohop.is. – kij
Dohop þarf að sækja sér 65 milljónir
Davíð Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Dohop
markaðurinn
Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
– Tengir þig við framtíðina!
Sjónvarpsdreifikerfi
fyrir hótel, gistiheimili og skip.
Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660
oreind@oreind.is • www.oreind.is
244 milljóna króna tap varð af
rekstri Brunns vaxtarsjóðs, sem er
í rekstri Landsbréfa og SA Fram
taks GP, í fyrra. Jókst tapið um 156
milljónir króna á milli ára. Sjóðurinn
færði jafnframt niður virði eignar
hlutar síns í tæknifyrirtækinu ATMO
Select á árinu.
Sjóðurinn, sem var settur á stofn í
febrúar árið 2015, fjárfestir í íslensk
um sprota og vaxtarfyrirtækjum.
Eigið fé sjóðsins nam 759,5 millj
ónum króna í lok síðasta árs og jókst
um 514 milljónir á milli ára.
Sjóðurinn fjárfesti í tveimur
nýjum félögum, DT Equipment og
Oculis, á árinu, en fyrir átti sjóðurinn
hlut í ATMO Select og Ark Techno
logy. Bókfært virði 28,3 prósenta
hlutar sjóðsins í ATMO Select var 40
milljónir í lok árs 2016,
en til samanburðar átti sjóðurinn
18,4 prósenta hlut í félaginu að
virði 100 milljónir króna í lok 2015.
Þá var 44 prósenta hlutur sjóðsins í
Ark Technology metinn á tæpar 150
milljónir í lok síðasta árs.
Lífeyrissjóður verslunarmanna,
Gildi – lífeyrissjóður og Birta eru
stærstu hluthafar sjóðsins, með
samanlagt yfir 75 prósenta hlut, og
þá á Landsbankinn rúmlega fimmt
ungshlut í Brunni. – kij
Brunnur vaxtarsjóður
tapaði 244 milljónum
Helgi Júlíusson,
framkvæmda-
stjóri Brunns
vaxtarsjóðs
Stjórnendur smásölurisans Haga
lýstu sig reiðubúna til þess að selja
verslanir Heilsuhússins og heild
verslunina Heilsu til þess að þóknast
Samkeppniseftirlitinu. Þeir vildu
hins vegar ekki ganga lengra og töldu
að Lyfja myndi bíða „verulegt“ fjár
hagslegt tjón af frekari sölu eigna.
Þetta er á meðal þess sem fram
kemur í ákvörðun Samkeppnis
eftirlitsins um að heimila ekki kaup
Haga á Lyfju. Ákvörðunin var birt á
vef eftirlitsins í gær.
Í ákvörðuninni er rakið að stjórn
endum Haga hafi verið tilkynnt
26. maí það mat Samkeppnis
eftirlitsins að kaupin röskuðu
samkeppni. Í kjölfarið lýstu stjórn
endurnir sig reiðubúna til þess að
gangast undir tiltekin skilyrði sem
væru til þess fallin að koma í veg
fyrir þau skaðlegu samkeppnis
legu áhrif sem eftirlitið taldi stafa af
kaupunum.
Á meðal skilyrðanna var að Hagar
myndu selja frá sér heildverslunina
Heilsu og verslanir Heilsuhússins,
sem hafa verið í eigu Lyfju um ára
bil. Auk þess skuldbundu Hagar sig
meðal annars til þess að hrófla ekki
við staðsetningum apóteka Lyfju í
Borgarnesi, Reykjanesbæ og á Egils
stöðum.
Samkeppniseftirlitið taldi hins
vegar tillögur Haga ekki duga til.
Þær væru ekki fullnægjandi til þess
að eyða þeim skaðlegu áhrifum sem
kaupin hefðu annars á samkeppni.
Stjórnendur Haga óskuðu eftir
fundi með Samkeppniseftirlitinu
11. júlí síðastliðinn þar sem ræða
átti möguleika á fleiri skilyrðum,
sem fælust þá í frekari sölu á eignum
umfram það sem Hagar hefðu þegar
lagt til. Í símtali lögmanns Haga við
fulltrúa Samkeppniseftirlitsins kom
fram að til álita kæmi af hálfu Haga
að selja frá sér tilteknar verslanir, til
dæmis þær þar sem velta á snyrti
vöru er hvað mest.
Fundurinn fór fram daginn eftir,
12. júlí, en þar kom ekki fram nein
ósk af hálfu Haga um frekari skil
yrði. Sagði lögmaður Haga að við
nánari skoðun félagsins á mögulegri
sölu frekari eigna hefði komið í ljós
að Lyfja hefði beðið mikinn skaða
af. Þær einingar sem félagið þyrfti
að selja gætu heldur ekki talist sölu
vænar og kaupendahópurinn væri
fámennur. Því væri ljóst að fjárhags
legt tjón af frekari uppskiptingu
Lyfju yrði verulegt.– kij
Vildu selja Heilsuhúsið en
ekki ganga lengra
Samkeppniseftirlitið
taldi tillögur Haga ekki duga
til þess að eyða þeim skað-
legu áhrifum sem samruninn
hefði á samkeppni.
Yfirmaður hjá Icelandair hefur verið
sendur í leyfi frá störfum vegna
rannsóknar Fjármálaeftirlitsins
(FME) á meintum brotum á lögum
um verðbréfaviðskipti. Beinist rann
sókn FME, samkvæmt heimildum
Markaðarins, að viðskiptum með
bréf í félaginu í aðdraganda þess
að Icelandair Group sendi frá sér
tilkynningu til Kauphallarinnar
1. febrúar þar sem afkomuspá
félagsins fyrir 2017 var lækkuð um
liðlega 30 prósent.
Í skriflegu svari við fyrirspurn
Markaðarins staðfestir Icelandair
að félagið hafi í lok maí síðastliðins
fengið upplýsingar um að starfs
maður þess hefði stöðu grunaðs í
rannsókn vegna meintra brota á
lögum um verðbréfaviðskipti. „Við
komandi starfsmaður fór þá strax
í leyfi frá störfum sínum og verður
þar til rannsókninni lýkur,“ segir í
svari Icelandair.
Félagið segist ekki hafa frekari
upplýsingar um málið.
Kom fjárfestum í opna skjöldu
Í kolsvartri afkomuviðvörun sem
Icelandair Group sendi frá sér rétt
fyrir opnun markaða miðvikudag
inn 1. febrúar síðastliðinn kom fram
að EBITDAhagnaður félagsins –
afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir
og skatta – myndi lækka um 60 til 70
milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði
um átta milljarða króna, og verða
á bilinu 140 til 150 milljónir dala.
Vísað var til þess að bókanir hefðu
verið hægari en gert var ráð fyrir
og að meðalfargjöld á mörkuðum
hefðu lækkað umfram spár. „Þessa
þróun má einkum rekja til aukinn
ar samkeppni en einnig má leiða
líkur að því að óvissa vegna breyt
inga í alþjóðastjórnmálum hafi
áhrif á eftirspurn,“ sagði meðal ann
ars í tilkynningu Icelandair.
Afkomuviðvörun flugfélagsins
kom fjárfestum á markaði í opna
skjöldu og viðbrögðin létu ekki á
sér standa. Hlutabréfaverð félags
ins lækkaði um 24 prósent – úr 22,1
krónum á hlut í 16,8 krónur á hlut
– og 27 milljarðar af markaðsvirði
Icelandair Group þurrkuðust út á
aðeins einum viðskiptadegi. Þegar
hlutabréfaverð Icelandair var í
hæstu hæðum í apríl 2016 var Ice
landair metið á um 195 milljarða en
í kjölfar afkomuviðvörunar félags
ins í byrjun febrúar hafði virði þess
lækkað samanlagt um 110 milljarða
á aðeins níu mánuðum.
Gengi bréfa Icelandair hafði
lækkað nokkuð dagana áður en
afkomuviðvörun félagsins var gerð
opinber. Þannig stóð hlutabréfa
verð félagsins í 23,4 krónum á hlut
við lokun markaða 25. janúar en
gengið lækkaði samtals um ríflega
fimm prósent það sem eftir lifði
janúarmánaðar. Hlutabréfaverð
Icelandair hélt áfram að falla næstu
vikur og mánuði eftir afkomuvið
vörun félagsins og fór lægst í rúm
lega 13 krónur á hlut í apríl.
Frá því í byrjun júnímánaðar
hefur gengi bréfa flugfélagsins rétt
nokkuð úr kútnum og hækkað um
liðlega 20 prósent. Þannig sendi
félagið frá sér tilkynningu eftir
lokun markaða 6. júlí síðastliðinn
um að farþegum Icelandair hafi í
júní fjölgað um um 11 prósent á
milli ára. Þá jókst framboðsnýting
um 11 prósent og sætanýting hækk
aði einnig nokkuð frá fyrra ári og var
85,7 prósent. hordur@frettabladid.is
Sendur í leyfi vegna
rannsóknar FME
Yfirmaður hjá Icelandair grunaður um brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Var
sendur í leyfi frá störfum í lok maí. Rannsóknin beinist að viðskiptum með bréf
í aðdraganda kolsvartrar afkomuviðvörunar sem félagið sendi frá sér 1. febrúar.
Hlutabréfaverð Icelandair hefur rétt úr kútnum og hækkað um 20 prósent frá því í byrjun júní. FréttaBlaðIð/VIlHelm
27
milljarðar gufuðu upp af
markaðsvirði icelandair
daginn sem afkomuviðvörun
félagsins var send út.
1 9 . j Ú l í 2 0 1 7 M I Ð V I K u D a g u R2 markaðurinn
1
9
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:5
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
5
7
-2
9
8
8
1
D
5
7
-2
8
4
C
1
D
5
7
-2
7
1
0
1
D
5
7
-2
5
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
1
8
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K