Fréttablaðið - 19.07.2017, Blaðsíða 20
„Mér finnst plássið bara stækka og stækka og ég vil hvergi annars staðar vera,“ segir Hallur Ingi Hallsson um húsbílinn sinn. MyndIr/Stefán
Hallur ætlar sér að ferðast um heiminn í bílnum þegar fram líða stundir.
Framhald af forsíðu ➛
Fyrsta nóttin var ótrúlega góð, ég hafði aldrei sofið betur. Nú hef ég búið í bílnum í
þrjár vikur. Mér finnst plássið
bara stækka og stækka og ég vil
hvergi annars staðar vera. Þetta
er orðið ansi kósí hjá mér,“ segir
Hallur Ingi Hallson en hann inn-
réttaði Renault Master sendibíl
sem húsbíl og ætlar sér að búa að
staðaldri í bílnum.
„Ég fékk hann ódýrt, á 850 þús-
und kall, reif allt innan úr honum,
þreif hann vel og málaði og
byggði innan í hann aftur. Veggir,
loft og gólf er allt einangrað með
25 mm steinull og bíllinn heldur
hitanum vel inni. Ég er með
lítinn rafmagnsofn sem er meira
en nóg, rýmið funhitnar strax.
Fyrir veturinn ætla ég að setja inn
olíumiðstöð. Ég frýs ekkert í hel
hérna,“ segir hann hress.
Hallur vinnur við smíðar
og verkefnið vafðist ekki fyrir
honum. Það tók hann tvo mánuði
að gera bílinn gistihæfan. Hann
stendur í bílastæði fyrir framan
hús foreldra Halls og er þar í
sambandi við rafmagn. Hallur
er að setja upp eldunaraðstöðu
í bílnum en hefur fram að þessu
bjargað sér með samlokum. Auk
þess er honum boðið í mat inn til
mömmu.
„Það verður hægt að elda hérna
inni en ég er enn þá að smíða
eldhúsið. Keypti skáp í IKEA og
setti ryðfría stálplötu ofan á hann.
Ég er með gaseldunargræju og
pönnu og mun setja ryðfría plötu
upp á vegginn líka. Kraftmikil
vifta verður einnig sett upp svo
það verði engin steikingarbræla
í bílnum. Svo á ég safapressu,
en það fylgja henni reyndar svo
mikil þrif að það gæti orðið vesen.
Verð frekar með lítinn blandara.
Ég hef verið að ná mér í Subway
og borða líka inni hjá mömmu.
Til skrauts hengdi ég upp nokkur
gerviblóm og langar í heilan
frumskóg hérna inni. Búinn að
setja upp gullkeðjur og glasahald-
ara sem hangir í keðju. Ég læt bara
ráðast hvernig þetta kemur til
með að líta út á endanum,“ segir
Hallur. Hann búi einn í bílnum og
geti haft sína hentisemi. „Ég gekk
aldrei út,“ segir hann hlæjandi
og bætir við að foreldrarnir séu
ánægðir með þetta framtak hans.
Sjálfur hefur hann fulla trú á að
smáhýsi séu það sem koma skal.
„Ég kom meira að segja þeirri
hugmynd á framfæri við Mos-
fellsbæ, að skaffa götu þar sem
ungt fólk gæti reist sér smáhýsi.
En bærinn var ekkert hrifinn,
græðir líklega ekki neina peninga
á því. En það er úrelt pæling að
allir séu að kaupa sér 250 fer-
metra einbýlishús. Þetta einfaldar
lífsstílinn og sparar líka helling
af peningum. Ég er allavega
orðinn mjög góður í að spara
peninga,“ segir hann. Hugmyndin
að bílnum hafi einmitt kviknað
þegar hann ákvað fara betur með
aurana.
„Ég ákvað bara að hætta að
eyða peningum á barnum og gera
eitthvað sniðugt við þá í staðinn.
Nú er ég kominn með fínan bíl
sem ég get búið í. Ég ætla að vera
hérna í sumar og næsta vetur og
svo fer ég bara að ferðast þegar
allt verður tilbúið, skoða heiminn
og svindla mér í skíðalyfturnar í
Austurríki.“
Ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@365.is
Ég ákvað bara að
hætta að eyða
peningum á barnum og
gera eitthvað sniðugt við
þá í staðinn. Nú er ég
kominn með fínan bíl
sem ég get búið í.
Hallur Ingi Hallsson
Í bílnum hefur
Hallur komið
fyrir rúmi,
ísskáp og eldun-
araðstöðu.
Kírópraktorarnir, Guðmundur Freyr Pálsson
og Andri Roland Ford, hafa hafið störf hjá
Kírópraktorstofu Íslands.
2 KynnInGArBLAÐ fÓLK 1 9 . j ú l í 2 0 1 7 M I ÐV I KU dAG U r
1
9
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:5
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
5
7
-1
0
D
8
1
D
5
7
-0
F
9
C
1
D
5
7
-0
E
6
0
1
D
5
7
-0
D
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
1
8
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K